12.11.2008 | 16:49
Varnarmálaráðherrann á hnjánum
Þessi frétt á Vísi vakti athygli mína. Ekki síst þó myndatextinn. Er þetta utanríkisráðherra, sem þarna er á hnjánum?
En grínlaust, gengur þetta áhugaleysi varnarmálaráðherrans ekki landráðum næst? Að það sé erlendum herjum í sjálfsvald sett hvort þeir komi hingað eða ekki. Eða er staðan máske þannig að hernám Breta er næsti leikur? Það er ein leið inn í Evrópusambandið.
12.11.2008 | 13:10
Bullið á Bessastöðum
Ég held að forsetinn sé endanlega búinn að spila út. Herra Ólafur Ragnar Grímsson er stakur bindindismaður, þannig ekki er unnt að kenna Bakkusi um þessa makalausu ræðu forsetans yfir sendimönnum erlendra ríkja, þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar, bæði sér og Íslandi til skaða og skammar. Gæti hugsast að hann hafi fengið taugaáfall í geðshræringu liðinna vikna þegar allir hans bestu vinir standa uppi auralausir og sumir ærulausir?
Vandinn felst vitaskuld í því að forsetinn hefur óáreittur fengið að reka eigin utanríkisstefnu undanfarin misseri, því þó þetta sé alvarlegasta bullið frá Bessastöðum til umheimsins er þetta fráleitt fyrsta útspilið af hálfu forsetans, sem hann hefur tekið upp á án samráðs við utanríkisráðuneytið. Það fær hins vegar að taka til eftir hann með misgóðum árangri.
Það má rétt vera að Íslendingar ganga ekki að öllum þeim vinum vísum, sem við töldum okkur eiga. Sumir hafa reynst okkur andsnúnir og margir þeirra eru hikandi gagnvart Íslandi. Er það vænlegt til árangurs að ráðast á þá með óbótaskömmum? Eða að rausa um hvað réttast væri að gera við Keflavíkurflugvöll? Það væri nær að forsetinn upplýsti þjóðina um það hvers vegna hans frábæru vinir á Indlandi og í Kína hafa ekki reynst tryggari og örlátari en raun ber vitni. Og hvað með hans hnattrænu tengsl til bandarískra auðmanna?
Hirðvæðing forsetaembættisins var hlægileg á sínum tíma. Erindrekstur forsetans og þjónkun við auðmenn og útrásarvíkinga var skammarleg. Ég nenni ekki einu sinni að minnast á ógeðið í kringum fjölmiðlalögin 2004, nema að þar tók forsetinn sér völd án ábyrgðar. Þá ömurlegu slóð er hann enn að feta, landi og þjóð til verulegs tjóns, nú þegar við síst megum við því.
Herra Ólafur Ragnar verður að þegja af sér. Ella á hann að segja af sér. Best færi á því að hann gerði hvort tveggja.
![]() |
Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 12. nóvember 2008
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 406302
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar