19.11.2008 | 16:46
Er evran svarið?
Þessa dagana virðist þorri fólks kominn á þá skoðun eftir vandlega yfirvegun peningamálastefnu að Íslendingar þurfi að taka upp evruna svo skjótt sem auðið er. Sjálfur er ég því ekki samþykkur og hygg að þessi almenna skoðun sé tæpast grundvölluð á öðru en óþoli á íslensku krónunni. Nema náttúrlega meðal evrókratanna, sem vilja evruna af hugsjón eða sem agn inn í Evrópusambandið (ESB).
Í þessu samhengi hefur mönnum jafnan láðst að gaumgæfa markmiðin með gjaldmiðilsskiptum önnur en þessu almennu, að krónan sé svo lasin að hún sé ekki á marga vetur setjandi. Sumir nefna að landið þurfi tryggan og stöðugan gjaldmiðil, að ekki veiti af almennilegum lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. Vandinn er sá að evran er ekkert sérstaklega vel til þess að uppfylla þau skilyrði, sem helst eru nefnd fyrir nýjum og betri gjaldmiðli hér á landi.
Umræðan um upptöku evru á sér stað víðar en á Íslandi. Þannig eru efnahagsvandræði lygalaupsins Gordon Brown enn að aukast og hann er á góðri leið með að taka Breta með sér í fallinu. Því hafa ýmsir spekúlantar þar í landi farið að ræða um það hversu tilvalið væri fyrir þá að taka upp evruna við fyrstu hentugleika. Meðal hinna fremstu í þeim flokki er hinn meinti Íslandsvinur Willem Buiter.
Því fer hins vegar fjarri að sú skoðun njóti sams konar hylli á Englandi og hér. Martin Wolf, aðstoðarritstjóri Financial Times og helsti penni blaðsins um efnahagsmál, skrifar ágæta grein um þau mál í blaðið í dag, sem sérstök ástæða er til þess að hvetja menn til þess að lesa.
Það sem er merkilegast við grein og greiningu Wolfs á ástandinu er þó það, að ef orkujöfnuður landanna er undanskilinn verður ekki séð að nokkur munur sé á Íslandi og Bretlandi hvað varðar aðsteðjandi vanda.
Margir hafa kvartað undan því að umræðan um þessi mál hér á landi sé óþroskuð, sem vissulega má taka undir. Til hennar gefst sjálfsagt nokkur tími nú, en það er óþarfi að reiða okkur einvörðungu á Íslands helstu heila til þess að leiða hana. Í þeim efnum getum við notið þrætubókar okkar bresku vina. Og óvina, eftir atvikum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bloggfærslur 19. nóvember 2008
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 406302
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar