15.12.2008 | 16:05
Einn kostur, ekkert val
Ég hélt eitt augnablik að það væri varaformannskjör í uppsiglingu í Sjálfstæðisflokknum, því af orðum, sem höfð voru eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í norska vinstriblaðinu Klassekampen varð ekki séð að hún hefði áhuga á að leita endurkjörs.
Jeg tror ikke Island har noe valg etter den knekken vår valuta har fått.
Nú hefur Þorgerður Katrín sagt að þarna sé ekki rétt eftir henni haft, hún hafi aðeins sagt að aðildarviðræður væru nauðsynlegar. Það má vera að það sé eina leiðin til þess að komast að því hvaða kostir væru í boði, þó ég haldi nú að það sé nógsamlega skjalfest hvernig því öllu er farið. Fyrirfram hef ég efasemdir um það þegar atburðarásir eru settar af stað, því þeir sem það gera hafa yfirleitt meiningar um hvert þær skuli leiða. Tala nú ekki um þegar hafist er handa við að kanna í þaula aðeins einn kost eins og þennan, en aðrir látnir liggja milli hluta.
Þjóðráð og afarkostir
Svona almennt og yfirleitt lýsir það vitaskuld ráðleysi að sjá engan kost nema einan, en þegar því er þannig farið er ljóst að menn telja sig þess ekki umkomna að hafa nokkur áhrif á atburðarásina. Þegar ráðamenn eru komnir í þá stöðu að vera fórnarlömb atburðarásar en ekki forystumenn er augljóst að þeir þurfa að rýma til fyrir öðrum, sem vilja leiða fremur en láta leiðast.
Ekki síst á það við í máli sem þessu, sem varðar sjálfstæði þjóðarinnar. Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins virðist hafa farið að tilmælum (eða hótunum) Samfylkingarinnar og ætlast til þess að sjálfstæðismenn landsfundarfulltrúar altjent geri Evrópumálin upp við sig fyrir janúarlok. Gott og vel, til er ég. En hvernig væri þá að þingmenn flokksins gæfu upp sína afstöðu, af eða á? Það er varla til of mikils mælst. Reynist þeim það ofviða ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru en stjórnmálastarfi.
Vandi Evrópusinnanna í Sjálfstæðisflokknum er hins vegar sá að gefi þeir sig upp eru þeir í raun að snúa baki við sjálfstæðisstefnunni. Það stendur í nafninu hvert er grundvallarerindi Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum. En þeir geta þá gengið til liðs við nýfrjálshyggjumennina í Samfylkingunni, sem er snöggtum eðlilegra en að við, þessir klassísku frjálshyggjumenn sem kjósum sjálfstæðið, göngum til liðs við vinstrigræna, eins og Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins stakk upp á af alkunnri gamansemi í viðtali við Fréttablaðið um helgina.
Nauðhyggjan
Það þarf ekki að rekja vandann, sem Íslendingar standa frammi fyrir. Kostirnir eru ekki margir og fæstir góðir. En er þá ástæða til þess að fækka þeim frekar? Veigamikil álitamál eru ítrekað reifuð á þann hátt að aðeins séu tveir kostir í boði og virðist einu gilda hvort málshefjendur eru stjórnarliðar, í stjórnarandstöðu eða hinir margrómuðu hlutlausu fræðimenn. Í Evrópumálunum láta nú sumir eins og það sé ekki einu sinni kostur lengur að standa fyrir utan ESB. Hin sögulega nauðsyn sé öll á eina leið.
Nauðhyggjan hefur leikið þjóðina nógu grátt undanfarnar vikur, þar sem menn hafa tekið erfiðar ákvarðanir á skömmum tíma og án þess að leita umræðu um þær. Icesave-samningarnir svokölluðu eru hræðilegt dæmi um það. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna um að þeir myndu ekki láta kúga sig fór óvænt að bera á tíðindum um að samkomulag væri að nást og svo var það kynnt sem meiri háttar sigur, þegar orðalagið skilyrðislaus uppgjöf hefði átt betur við. Þar var enn tönnlast á því að ekki hefði verið um nema einn kost að ræða. Eitthvað var umlað um þjóðréttarlegar skuldbindingar án þess þó að nokkur hefði fyrir því að útskýra hvenær fullveldisafsalið til útibúa Landsbankans erlendis hafi átt að hafa farið fram. Undir síðustu helgi samþykkti þingið svo þingsályktun um að ríkisstjórninni yrði barasta falið að semja um þetta allt saman. Væntanlega af því að henni hefur farnast svo vel því sviði að undanförnu.
Máske er ekki öll nótt úti í því samhengi, en ekki er maður bjartsýnn. Enn sem fyrr varpar hver ábyrgðinni yfir á annan, þannig að allt útlit er fyrir að Íslendingar klúðri því að sækja rétt sinn á hendur breska ríkinu vegna árásar þess á íslenska bankakerfið. Árásar sem síðan var fylgt eftir með afarkostum Evrópusambandsins, sem fylkti sér að baki óþokkanum Gordon Brown til þess að kúga Íslendinga. Vanræki ríkisstjórnin eða stofnanir, sem starfa á ábyrgð hennar, að grípa til varna og sóknar í þessu máli er aukast vandræði stjórnarinnar enn, en ekki hálft eins og vandræði þjóðarinnar, sem mun sitja uppi með óbærilegar skuldir löngu eftir að þessi ríkisstjórn verður farin frá og ráðherrar hennar orðnir sendiherrar í Brussel, Strassborg, Lúxemborg, Frankfurt og Haag.
Uppgjöfin gagnvart þessum fantabrögðum óvinaþjóða okkar í Evrópu er ömurleg. En hálfu verra er að horfa upp á þau viðbrögð að þá sé eina ráðið að gangast undir okið að öllu leyti og ganga ofsækjendum okkar á hönd. Mér finnst það raunar ganga landráðum næst.
![]() |
Ekkert annað hægt en sækja um aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. desember 2008
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 406302
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar