14.3.2008 | 18:40
Vanreifun stefnda um að kenna?
Enn um þennan dæmalausa dóm í höfundarréttarmáli Halldórs Kiljan Laxness & co. Andspunalæknirinn Guðmundur Rúnar Svansson spyr hvort lyktir hefndarleiðangurs Dunu Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og Bláu höndinni (biting the hand that fed you?!) megi rekja til vanreifunar eins þáttar þess. Í dómnum segir (með feitletrunum Guðmundar Rúnars):
Ekki verður talinn á því vafi að ritun ævisögu rithöfundar telst út af fyrir sig viðurkenndur tilgangur í merkingu 14. gr. höfundalaga. Vafinn lýtur að því hvort fullnægt sé öðrum skilyrðum greinarinnar um að tilvísun sé innan hæfilegra marka og rétt með efni farið, sem og hvort áðurnefndum skilyrðum 10. gr. Bernarsáttmálans hafi verið fullnægt. Í sáttmálanum er beinlínis vísað til venja við mat á því hvort tilvitnun teljist heimil og venjur hljóta einnig að skipta miklu við mat á fyrrnefndum skilyrðum 14. gr. höfundalaganna þótt ekki sé bein vísun til venja í ákvæðinu. Hefur gagnáfrýjandi, sem ber fyrir sig undanþáguákvæði 14. gr. höfundalaga, ekkert gert til að leiða í ljós hvaða venjur gilda hér á landi um tilvísanir í verk höfunda við ritun á ævisögum þeirra, hvorki með matsgerð né á annan hátt. Verður hann að bera hallann af skorti á þeim upplýsingum að því marki sem slíkt kann að skipta máli við úrlausn málsins, sbr. til hliðsjónar 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Ég hjó einnig eftir þessu í dómnum og það er auðvelt að afgreiða það sem vanreifun, en þá verður að hafa í huga að dómur Hæstaréttar byggir á málflutningi í héraði. Af dómsorðinu þaðan verður ekki ráðið að venjan í þeim efnum hér á landi hafi verið sérstakt álitamál. Þar segir:
Telur dómari stefnda hafa með þessu farið út fyrir hæfileg mörk við meðferð texta Halldórs Laxness er stefndi ritaði verk sitt. Þar á dómarinn ekki við samfléttuna heldur að skort hafi á skýra auðkenningu á heimild í hvert sinn.
Ég er út af fyrir sig ekki fyllilega sammála dómaranum um þetta. Í fræðilegri ritgerð eða bók af svipuðum toga kynni það að eiga við, en í bók almenns eðlis alþýðlegri jafnvel þar sem mikil áhersla er lögð á lipran texta, samfellda framvindu, fróðleik og skemmtan væru þau vinnubrögð svo hamlandi og íþyngjandi að eftir stæði mun lakara rit og óaðgengilegra.
Hæstiréttur hefur nú mótað jafnvel enn stífari hefð í þeim efnum, jafnvel þannig að líta má á sem fyrirmæli til rithöfunda um hvernig þeir skuli haga pennum sínum. Það jaðrar við fyrirfram ritskoðun taki maður dóminn til röklegrar afleiðingar og kann að gera út af við þessa tilteknu bókmenntagrein.
Það dómsorð byggir að töluverðu leyti á þessari meintu vanreifun. Í ljósi þess að ekki verður séð að um þann þátt hafi verið fjallað í héraði hefði verið ástæða til þess að taka það til sjálfstæðrar skoðunar í Hæstarétti. Það gera dómararnir ekki, enda fylgja þeir út í ystu æsar þeirri absúrdhefð að forðast eiginlegan málflutning í sölum sínum. Þetta mál sýnir ljóslega réttarháskann, sem fylgir þeirri hefð.
Það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að dómararnir taki það til sjálfstæðrar rannsóknar, hvort sem þeir óska atbeina málsaðila við það eða ekki. Af dómnum er augljóst að dómararnir töldu ekki eftir sér að leggjast í verulega rannsóknarvinnu við samanburð á hinum umdeildu textum (240 talsins!) til þess að leggja á það mat. Af hverju í dauðanum létu þeir þetta grundvallaratriði þá liggja milli hluta eins og þeim eða réttlætinu kæmi það ekki við?
Hefði verið ofverkið fyrir Hæstarétt að skipta með sér verkum og kanna hvernig höfundar eins og Guðjón Friðriksson, Gylfi Gröndal og fleiri, sem leikið hafa sér að þessu formi, hafa gert þetta? Nei, ætli það hefði mátt gera á einni ánægjulegri kvöldstund.
Dómararnir kusu hins vegar að láta slíkt alveg eiga sig. Miðað við textamatið er tæplega unnt að saka þá um leti, svo þá býr eitthvað annað að baki. Kannski dómararnir tjái sig eitthvað um það, þannig maður fari ekki að ímynda sér að þessi nóta um vanreifunina sé þeim skálkaskjól.
En áður en menn velta þessu öllu fyrir sér væri kannski rétt að spyrja annarar spurningar fyrst: Er það stefnda að bera af sér sakir, sem ekki verður séð að hafi verið reifaðar gegn honum eða komið til álita í réttarhaldi?
14.3.2008 | 04:29
Háðung Hæstaréttar
Hæstiréttur telur sig hafa fellt dóm yfir Hannesi Hólmstein Gissurarsyni, en í raun hefur hann fellt enn einn dóminn yfir sjálfum sér. Verra er hins vegar að ég fæ ekki betur séð en að rétturinn hafi kveðið upp dauðadóm yfir alþýðlegri ævisagnaritun ef svo óheppilega skyldi vilja til að viðfangsefnið hafi skilið eftir sig heimildir.
Dómurinn er raunar óvenjulegur fyrir þær sakir að þar játar Hæstiréttur að
engin skýr og afdráttarlaus skilgreining [verði] gefin á því hvar mörkin liggja milli þess sem talist getur annars vegar heimil nýting á efnisatriðum eða staðreyndum úr höfundaréttarvernduðum texta og þess hins vegar að nýting textans sé með þeim hætti að hún varði lögvernduð höfundaréttindi samkvæmt I. kafla laganna. Hljóta þessi mörk að ráðast í hverju tilviki á mati, sem óhjákvæmilega getur á stundum orðið vandasamt og umdeilanlegt.
Mörkin milli hins löglega og ólöglega eru sumsé óþekkt, en Hæstiréttur leggur á það mat, sem þó er umdeilanlegt. Tæpast getur það talist góður dómur í máli, sem gefa mun fordæmi um ókomna tíð. Hvað þá að Hæstiréttur dæmi stefnda til verulegra fébóta þó sjálfsöryggi réttarins sé ekki meira en þarna greinir.
Ég gluggaði í þessi textabrot, sem fébæturnar eru dæmdar vegna. Ég er einfaldlega ekki sammála réttinum um að þar sé texti Halldórs K. Laxness endurnýttur með óleyfilegum hætti í stórum stíl. Í nokkrum tilvikum finnst mér Hannes halda sig svo fast við frumheimildina að ástæða sé til þess að finna að því, en fráleitt þannig að afkomanda hans beri fébætur fyrir. Þar er ekki vegið að sæmdarrétti Halldórs og þó vel megi kalla hann höfund þeirra málsgreina er vandséð að það feli í sér höfundarréttarbrot að því leyti að Hannes hafi þóst eiga þá stílsnilld (eða tilgerð eftir atvikum), hvað þá þannig að erfingjarnir verði fyrir fjártjóni af.
Líkindin með dæmunum, sem dæmt var vegna, eru auðvitað augljós, enda er annar textinn heimild hins. Það eru hins vegar aðeins svo og svo margar leiðir til þess að segja frá sama lítilfjörlega atburðinum, þar sem helsti liturinn felst í orðum eða orðalagi. Hannes endursegir mikið af minningabrotum Nóbelskáldsins og notar óhjákvæmileg mikið sömu orð, ekki aðeins af því að önnur séu ekki tiltæk til þess að lýsa hinu sama af nægilegri nákvæmi, heldur ekki síður til þess að lesendur haldi sambandi við þann heim, sem bar fyrir augu Laxness. Fáir íslenskir höfundar eru með sterkari höfundareinkenni en Killi og það hefði unnið fullkomlega gegn tilgangi verksins ef Hannes hefði lagst í að dauðhreinsa það af karlinum.
Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson , sem seint verður sakaður um sérstakt dálæti á Hannesi Hólmsteini, orðar þetta afar skýrt:
Í mínum huga liggur það beint við þegar rituð er ævisaga rithöfundar eða annars þess manns sem lætur eftir sig mikið af skrifuðum texta, þá hlýtur bókarhöfundur að nýta sér þann sjóð.
Öllum lesendum bókanna nema ösnum er ljóst hver heimildin er, að höfundi dytti ekki í hug að reyna að finna slíkt upp hjá sjálfum sér og að önnur leið er vart fær við ritun þeirra. Öllum nema ösnum og hæstaréttardómurunum Árna Kolbeinssyni, Garðari Gíslasyni, Hjördísi Hákonardóttur, Ingibjörgu Benediktsdóttur og Páli Hreinssyni.
![]() |
Bótaskyldur vegna ævisögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2008 | 02:21
Kurr á kærleiksheimilinu
Það er áfall fyrir Össur að sveitarfélög í landinu skuli ekki bara fara að vilja hans um hvar og hvenær megi stunda iðnað, jafnvel þó svo hann hafi ekkert yfir málinu að segja þrátt fyrir að eiga að heita iðnaðarráðherra (sem er náttúrlega aðaláfallið). Helst vildu ráðherrarnir líkast til bara getað stjórnarð landinu með tilskipunum.
Hin uppgefna ástæða fyrir andstöðu Össurar við álver í Helguvík er ekki síður merkileg:
Heppilegra væri fyrir efnahag þjóðarinnar að bíða með framkvæmdirnar svo Seðlabankinn geti farið að lækka stýrivexti.
Já, var það málið? Menn rausa um efnahagslífið endalaust og ef ástandið er ekki Davíð að kenna, þá bera bankarnir ábyrgðina, nú eða útrásarfurstarnir. Þegar allt um þrýtur eru það bannsettir neytendurnir og húsnæðiskaupendur. En aldrei heyrir maður þessa herra anda um hið augljósa: að aðalsökin liggur hjá hinu opinbera, sem hefur þanist út á undanförnum árum og þar á bænum datt aldrei neinum í hug að slaka á klónni, þó þeir væru alla daga að vanda um við þegnana að nú yrðu þeir að hætta þenslunni.
Orð Össurar eru þó aðallega merkileg fyrir aðrar sakir. Hinn síkáti starfsmaður á plani er með þeim að efna til ófriðar við Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem hefur sagt það hið besta mál að efna til stóriðjuframkvæmda til þess að gera örðugari tíma í efnahagslífinu bærilegri. Þar var Geir ekki aðeins að lýsa einhverri almennri, abstrakt skoðun, heldur að tala sem forsætisráðherra. Efnahagsmál eru ótvírætt á hans forræði. En nú ætlar iðnaðarráðherra að sýna hvað í honum býr á því sviði!
![]() |
Bíða hefði átt með að veita framkvæmdaleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 02:03
Síðasta sort 2
![]() |
Nafnabreytingar á sjónvarpsstöðvum 365 miðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. mars 2008
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 406306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar