Leita í fréttum mbl.is

Er allt að fara til fjandans?

Fé græðist, fé eyðist.

Fyrir rétt tæpu ári þótti mér enginn hafa verið jafntímanlegur og Rannsóknarstofnun um samfélags- og efnahagsmál (RSE) þegar hún gaf út safnritið Þjóðareign um þýðingu og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar. Ritið hafði verið nokkurn tíma í smíðum, en kom út einmitt í sama mund og framsóknarmenn sprengdu eina misheppnuðustu kosningabombu íslenskrar stjórnmálasögu, þegar þeir þóttust myndu slíta stjórnarsamstarfinu ef stjórnarskránni yrði ekki breytt í einum grænum. Eftirleikinn þekkja allir.

Mér sýnist Viðskiptablaðið vera við það að slá þetta met, því í fyrramálið kl. 8.00 hefst morgunfundur á Kjarvalsstöðum þar sem leitast verður við að svara þessari spurningu: Er allt að fara til fjandans?

Miðað við ástandið á mörkuðum í dag segir mér svo hugur að mætingin í fyrramálið verði betri en nokkur þorði að vona, þó tilefnið sé að sönnu áhyggjuefni.

Á fundinum verður fjallað verður um íslenskt efnahagslíf út frá forsendum meginstoða atvinnulífsins sem og í þjóðhagslegu samhengi. Horft verður til erlendrar umræðu um íslensk efnahagsmál, fjallað um af hvaða rótum hún kunni að vera sprottin, hvaða hagsmunum hún þjóni og hver áhrif hennar geti orðið. Frummælendur eru þeir Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, sem fjalla mun um alþjóðlega umræðu um íslensk efnahags- og atvinnumál; Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, mun ræða stöðu sjávarútvegsins; Stefán Pétursson, forstjóri HydroKraft Invest, ræðir um  orkufrekan iðnað; Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, talar um framtíð íslenska fjármálageirans; og loks fjallar dr. Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um meginstrauma efnahagslífsins og hvert beri að horfa.

Aðgangur er öllum opinn, en það þarf að skrá sig og er víst hver að verða síðastur til þess. Það geta menn gert með því að smella hér!

 


mbl.is Krónan lækkaði um 6,97%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2008

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband