Leita í fréttum mbl.is

Hr. Rokk, langflottastur!

 Rúnar Júlíusson, hr. Rokk!

Það var sérdeilis ánægjulegt að sjá greifann af Keflavík, sjálfan hr. Rokk, Rúnar Júlíusson, heiðraðan fyrir sitt æviframlag á hátíðarsamkomu Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Rúnni Júl er og hefur alltaf verið langflottastur, sbr. goðsögnina um það þegar hann spilaði með landsliðinu í fótbolta á daginn, með landsliðinu í músík á kvöldin (Hljómum) og gekk svo til náða með Ungfrú Ísland (konu sinni Maríu Baldursdóttur) að loknu ærlegu dagsverki. Til þess að nýta tímann til fullnustu var hann einnig að smíða einbýlishúsum þær mundir. Íslenski draumurinn eða hvað?

Auðvitað hefur tónlistarferillinn ekki verið einstefna alla tíð, skárra væri það nú á 45 árum. En hann er eiginlega eins og Elvis Íslands: fyrir Rúnna var ekkert rokk. Einhverjir reyndu að spila þessa bítmúsík að utan, en það var hann, sem kom með rokkið í íslenska rokkið. Og hann er enn að. Geri aðrir betur!


Bloggfærslur 18. mars 2008

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband