Leita í fréttum mbl.is

Rafmagnað rokk

dave

Mér er sagt að þetta hafi verið frábærir tónleikar, en ég fór nú ekki. Finnst enda eilítið spes að koma á 200.000 watta tónleika til þess að undirstrika andstöðu við orkuútflutning. Settist þess vegna frekar upp í þýskan benzíndrifinn blæjubíl (undursamlegan Audi A3 Cabriolet) og reykspólaði til Póra og Heiðu í Laxnesi, þar sem verið var að fagna 40 ára afmæli hestaleigunnar. Stelpurnar mínar komu með og skipuðu mér án afláts að hækka í Ramones á leiðinni inn í dal. Þangað komnar dönsuðu þær svo frá sér allt vit í hlöðunni við íslenskt kántrí.

Í laugardagsmogganum var annars ágætt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Björk, þar sem hún gerði stuttlega grein fyrir afstöðu sinni í þessum málum. Það var gott hjá henni. Með fylgdi afbragðsportrett eftir Bernhard Ingimundarson, sem sjá má hluta af hér að ofan.

Myndin minnti mig á portrett af öðrum söngvara, David Lee Roth, sem prýddi sólóplötuna Eat 'em and Smile, frumraun hans eftir að leiðir skildu með honum og Eddie Van Halen hér um árið. Eins og sjá má er meiri villimaður í Dave, en fremur kabuki í Björk. Eins og vera ber.

Af þessu tilefni hlustaði ég á Dave aftur eftir langt hlé og þetta var bara skolli góð plata hjá honum. Það sakaði ekki að hann var með einvalalið með sér; Steve Vai á gítar, Billy Sheehan á bassa og Gregg Bisonette á trumbum. Bætti þess vegna við laginu Yankee Rose í tónlistarspilarann efst til hægri.


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2008

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband