Leita í fréttum mbl.is

Heimskortið við Hallveigarstíg

Heimskort Samfylkingar

Það má merkilegt heita að eftir allt, sem á undan er gengið, skuli Samfylkingin ekki lengur telja Evrópumálin einnar messu virði, hvað þá meir. Fyrir aðeins örfáum vikum leit Samfylkingin á það sem frágangssök í ríkisstjórn ef samstarfsflokkurinn myndi dirfast að vera annarar skoðunar. Síðustu daga tiltóku fráfarandi ráðherrar það enn og aftur sem ein helstu afglöp sín og/eða stjórnarinnar að hafa ekki þokað Íslandi eina sjómílu nær Brussel. Og árangur hinnar auknu Evrópuumræðu helstur sá, að þjóðinni snerist hugur til hugsanlegrar aðildar og þreifinga þar um!

Í dag virðast ráðherrar Samfylkingarinnar og flokksforysta (en þetta tvennt fer ekki saman) ekki einu sinni geta fundið Evrópu á korti, hvað þá nefnt hana á nafn. Að ofan má sjá heimskortið við Hallveigarstíg, höfuðstöðvar Samfylkingarinnar.


Bloggfærslur 1. febrúar 2009

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband