Leita í fréttum mbl.is

Skoðanahannanir og fals í fjölmiðlum

simaver

Mér fannst hún soldið merkileg fréttin um að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi ekki einu sinni náð meirihlutafylgi í eigin kosningakerfi, þessari rómuðustu kosningamaskínu landsins. Samkvæmt stuðningsmönnum Gulla eru þeir aðeins að fá jákvæð svör frá 45% þeirra, sem hringt er í. Ekki finnst mér það nú til þess að senda út fréttatilkynningar um.

Í dag átti ég leið í kosningamiðstöð Illuga Gunnarssonar úti á Fiskislóð, en ég styð hann í 1. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í ljósi „fréttarinnar“ um þessa „könnun“ úthringivers Guðlaugs Þórs spurðist ég fyrir um hvernig svör Illugamenn væru að fá um stuðning í 1. sætið í sínum úthringingum. Það er skemmst frá því að segja að samkvæmt þeirra tölfræði ætla 96% viðmælenda þeirra að kjósa Illuga í fyrsta sætið, 2,7% vilja Geir Hallgrímsson en tveir nefndu Gunnlaug Þór Þórðarson, sem mér vitanlega er ekki í framboði.

Grínlaust þá skil ég ekkert í að fjölmiðlar skuli birta svona „frétt“. Sporðrennir Moggi hvaða þvaðri sem er og endurbirtir gagnrýnislaust? Hér er ljóslega ekki um skoðanakönnun að ræða, heldur einhverja statistík frá símsölufólki, sem engin leið er að staðfesta til eða frá, en er snikkuð til og látin líta út eins og frétt um eitthvað allt annað. Sumsé fals. Eyjan hafði þó fyrir því að birta viðbrögð Illuga og nefndi hina sérkennilegu aðferðafræði í fyrirsögn. Vísir birti hins vegar villandi frétt um að stuðningsmenn Guðlaugs Þórs hafi „látið framkvæma könnun“ líkt og þar hafi hlutlaust könnunarfyrirtæki komið að, en bæði þar og á mbl.is var nefnt svona í framhjáhlaupi að „könnunin“ hafi verið gerð „fyrir stuðningsmenn Guðlaugs Þórs af úthringihóp á vegum framboðs Guðlaugs Þórs“. Sumsé af símaveri hans, sem er miðverkið í kosningamaskínu hans!


mbl.is Stuðningsmenn Guðlaugs segja hann hafa forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2009

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband