21.1.2007 | 15:57
Úr byrgi til andlegra auðæfa
Kristján B. Jónasson, bókmenntafræðingur, bókagerðarmaður og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, er með alskemmtilegustu mönnum og heldur úti bloggi hér í sókninni, sem er ljúf skyldulesning fyrir alla bókkæra menn. Og fleiri raunar, því það er mikið varið í lýsingu á samtímanum með hliðsjón af bókmenntum aldanna.
Í nýjustu færslunni minnist hann á bókmenntalegan grunn Byrgis-málsins og harmar að varla sé til snifsi af grunnritum þeirra fræða á íslensku, ekkert eftir markgreifann de Sade eða von Sacher-Masoch og segir hið eina, sem komið hafi út af viti hérlendis vera Sögu augans eftir Georges Bataille í þýðingu Björns Þorsteinssonar.
Varðandi Leopold von Sacher-Masoch, sem sjá má hér að ofan, var hann ljóslega hinn merkasti maður, þó ekki væri nema fyrir þá einstæðu að bæði nöfn hans hafa ratað í orðabækur, annars vegar í alþjóðlega orðinu masókismi og hins vegar í Sacher-tertunni, sem er ekki síður alþjóðleg í vinsældum sínum þó hún dragi raunar nafnið af Franz, frænda hans. Ég las einhverntíman snotra gotneska novelettu eftir hann, Marzella eða Æfintýrið um hamingjuna, sem kom út 1929. Það var alveg ágætt, en þar var ekki eftir neinu fyrir leðurmenn í Byrginu (dýflyssunni?) að slægjast.
Svo ég fletti Sacher-Masoch upp í Gegni og viti menn, þar var miklu meira að finna eftir karlinn en mig hafði órað fyrir, jafnt og þétt frá 1889 til 1949. Og hvað skyldi hafa verið hið fyrsta, sem kom út á íslensku eftir hann? Auðvitað var það grein í Sögusafni Þjóðólfs undir fyrirsögninni Besti grundvöllur hjónabandsins! Svo kom fleira út eftir hann í sögusafni Ísafoldar, skáldsagan Fjegraftarmaðurinn virðist hafa verið útgefin tvisvar með 27 ára millibili, 1903 og 1930, og loks kom út bókin Dómarinn með hljóðpípuna árið 1949.
Nú var það auðvitað stórmerkilegt, hve mikið af fagurbókmenntum (og ritgerðum og vísindagreinum) var þýtt á íslensku á þessum árum, gefið út í alþýðlegum og aðgengilegum útgáfum, og lesið upp til agna. Það hefur örugglega orðið þessari nýendurfæddu þjóð til mikillar blessunar. Hún var þá að komast frá örbirgð til auðlegðar með undraskjótum hætti og orsakasambandið þar á milli var vafalaust gagnkvæmt.
Þessi árin upplifum við annan eins uppgang í efnalegum skilningi, en er upplýsingin með samsvarandi hætti? Aðgangur að margvíslegu efni til dægrastyttingar er nægur og með fylgir líka fræðsluefni í einhverjum mæli. En þegar kemur að hinu djúpristara óttast ég að það sé nær ekkert framboð af alþýðlegu efni og þvert á móti í tísku að þvæla fræðin svo mjög, að þau komast aldrei úr fílabeinsturnum akademíunnar með illum afleiðingum, beggja vegna múranna. Samt mætti draga þá ályktun af vinsældum Draumalands Andra Snæs Magnasonar (sama hvað mönnum kann að finnast um efnistökin), að almenning þyrsti í slíkt efni. Væri ekki verðugt viðfangsefni fyrir íslenska útgefendur og fjölmiðla að reyna að bæta úr því?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:01 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.