Leita í fréttum mbl.is

Þetta er alveg að koma, bara aðeins að bíða…

Jóhanna komin eilítið fram yfir tólftu stundu.

Er það ekki merkilegt, að í þessari löngu yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, sem á að afsanna gagnrýni formannafundar Alþýðusambandsins (ASÍ) um aðgerðaleysi stjórnarinnar í atvinnumálum, er ekki eitt einasta atriði, sem hefur verið gert? Ekki eitt einasta!

Þetta er allt eitthvað sem stefna ber að eða er komið í vinnuhóp, frumvarp á leiðinni o.s.frv., en til þessa hefur ekkert af því komið til framkvæmda. Hvenær á þetta allt að gerast? Þegar kreppan er búin? Er atvinnuástandið eitthvað sem kom ríkisstjórninni í opna skjöldu fyrir skömmu? Hvar er skjaldborgin, sem átti að slá upp fyrir nákvæmlega ári? Og hvað miðar 100 daga áætluninni? Það eru aðeins 280 dagar síðan henni átti að vera lokið.

Svo er þetta sama lið að gagnrýna Jón Gnarr fyrir að vera grínisti í framboði!


mbl.is Yfirlýsing forsætisráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Andrés, það er ekki neitt "merkilegt" við þetta.

Þetta er bara í stíl við allt annað sem þessi mannfjandsamlega ríkisstjórn hefur aðhafst. Það sem hún gerir er vont. Og það góða sem hún þyrfti eða ætti að gera - gerir hún ekki.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband