Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi sjálfstraust

Ég sá í það í Blaðinu í morgun að Atli Ísleifsson skrifar þar heilsíðulangt „fréttaljós“ um fyrirhugaða Ólympíuleika í Peking. Hún birtist undir fyrirsögninni „Framkvæmdir sem bera merki um vaxandi sjálfstraust þjóðar“ og með fylgir mynd af stórfenglegum framkvæmdum við íþróttamannvirki. Nú mætti svo sem spyrja hvaða þjóðar, því í Kína búa fimm aðalþjóðir (Han, Manchu, Mongólar, Hui og Tíbetar) auk á sjötta tugs þjóðabrota, en sumar þessara þjóða búa við ólöglegt hernám og þjóðerniskúgun, en valdaræningjarnir í Peking miða allt við yfirburði Han-þjóðarinnar líkt og Rússar gerðu í Sovétríkjunum sálugu.

En grein Atla var skrifuð með einstaklega jákvæðum brag, svo jákvæðum raunar að hann gæti reynt að selja þýðingu hennar til Xinhua. Og fyrirsögnin ein vekur athygli, því hún minnir um margt á fyrirsagnir um aðra Ólympíuleika á fjórða áratug síðustu aldar, en myndin að ofan er einmitt þaðan. Og eins og það dæmi sannaði er „vaxandi sjálfstraust þjóða“ heiminum ekki alltaf til blessunar. Sívaxandi hernaðarbrölt harðstjórnarinnar í Peking er ekki til þess fallið að sefa slíkar áhyggjur.

Kínverjar hafa að undanförnu hert á mannréttindabrotastefnu sinni, hugsanlega með það fyrir augum að geta slakað á klónni er nær dregur leikunum. Vel má vera að þeir reynist hinir glæsilegustu, en menn ættu að hafa hugfast að slíkar skrautsýningar alræðisríkja hafa einatt allt annan tilgang en að fóstra heilbrigðar sálir í hraustum líkömum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband