Leita í fréttum mbl.is

Krónísk vandamál Víkverja

Víkverji 3. mars 2007 Víkverji 25. febrúar 2007

Víkverji Morgunblaðsins beygði sig í duftið í gær (svo vitnað sé í annan gamlan Moggamann) til þess að biðjast afsökunar á skrifum sjálfs sín um tímaritið Krónikuna síðastliðinn sunnudag. Eða hvað? Menn þurfa ekki að vera neitt sérstaklega vel læsir til þess að átta sig á því að það er ekki sami Víkverji, sem hélt á penna síðastliðinn sunnudag og nú í laugardagsblaðinu.

Hitt er raunar enn merkilega hve langt Víkverji gærdagsins gengur í að úthúða nafna sínum frá síðasta sunnudegi, talar um dómgreindarbrest og að skrifin hafi ekki verið neitt minna en synd! Maður bíður bara spenntur eftir því að heilög ritstjóraþrenning Morgunblaðsins (sem öll skrifar zetu) leiði hjörð sína í iðrunargöngu.

Ég mundi nú ekki alveg hvað Víkverji hafði skrifað síðasta sunnudag, svo ég teygði mig í bunkann og gáði. Þar var ekkert að finna, sem kallaði á þessi afar sterku viðbrögð, hartnær viku síðar. Víkverji sagði þar að hann hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með Krónikuna og rökstuddi það lítillega, en vék svo fleiri orðum að framkomu ritstjórans í Kastljósi og þótti ekki mikið til koma. Þetta var nú bara svona almennt Víkverjatuð, sem maður getur verið sammála eða ósammála eftir atvikum, en ég held ekki að nokkum hafi dottið í hug, að þar með væri dómur yfir Króniku fallinn. Nema greinilega seinni Víkverjanum, þessum sem játaði syndirnar fyrir hönd hins og hét yfirbót. Hin ofsafengnu viðbrögð af svo ómerkilegu tilefni vekja nefnilega spurningar, sem maður getur tæpast leyft sér að vona að verði svarað af Víkverja í bráð.

.......................................

Ég rak hins vegar augun í annað, þessu sjálfsagt ekkert skylt, en mér finnst altjent vert að minnast á það. Fyrir ofan Víkverja má á hverjum degi lesa „orð dagsins“, vers úr Biblíunni, gott vegarnesti og jafnvel lykil að leyndardómum lífsins. Fyrir ofan fyrri Víkverjann var þetta:

En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jh. 12:44)

Og hinn seinni:

Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8:17)

Kannski snúast þessi óskiljanlegu flækjur Víkverja einmitt um trú einhvers á því hver hafi sent hvern og hitt, að ekkert verði að eilífu hulið (þó raunar sé nú ekki gefið að það standist).



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband