9.3.2007 | 19:14
Addi við Austurvöll
Ríkisútvarpið var að flytja frétt um traust manna til íslenskra stjórnmálaleiðtoga og þá fyrst og fremst hvern menn vildu helst sjá leiða næstu ríkisstjórn. Geir H. Haarde bar höfuð og herðar yfir aðra að því leyti, en 42,4% nefndu hann sem besta lyklavörðinn í stjórnarráðinu. Rétt er að hafa í huga að megnið af svörunum barst áður en deila stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbreytingu var leyst. 22% nefndu Steingrím J. Sigfússon, en 17,5% Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem er formaður Samfylkingarinnar. Svo nefnu 4,7% Jón Sigurðsson og aðeins 0,8% nefndu Guðjón Arnar Kristjánsson.
En það var ekki aðeins spurt um það hvern menn vildu helst sjá, því einnig var kannað hvernig menn teldu að leiðtogarnir myndu standa sig ef þeir kæmust til valda, burtséð frá heitustu óskum svarenda. 2/3 töldu að Geir myndi standa sig vel, en um fimmtjungur að hann myndi duga illa. 56,3% töldu að Skallagrímur myndi standa sig vel, en þriðjungur illa. 40% töldu að Ingibjörg Sólrún myndi plumma sig, en 47% að hún myndi standa sig illa. Athyglisvert er að bera það saman við sams konar könnun fyrir fjórum árum, en þá töldu heil 73% kjósenda að hún myndi standa sig vel á valdastóli, svo duglega hefur kvarnast úr. 28% töldu að Jón Sigurðsson myndi standa sig vel sem forsætisráðherra.
En svo kom rúsínan í pylsuenda fréttar RÚV:
Loks telja 13% að Guðjón Arnar myndi standa sig vel við Austurvöll, sjö af hverjum tíu kjósendum eru því ósammála.
Hmmm Var ekki verið að spyrja um það hvort menn yrðu þolanlegir forsætisráðherrar? Í ljósi þess að Múrinn stendur við Lækjargötu langar mig að vita af hverju í dauðanum 13% ku hafa sagt að Addi væri ókei við Austurvöll. Finnst þeim ekki óhætt að hafa hann nær stjórnarráðinu en það? Eða var spurt þannig? Eða eiga útvarpsfréttamenn ef til vill að fara hægt í sakirnar í notkun myndmáls?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara verst hvað eitt atkvæði hér og þar gildir lítið Hanna
Egill Óskarsson, 11.3.2007 kl. 04:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.