16.3.2007 | 13:55
Samsæriskenning Sollu
Athyglisvert er að lesa kenningu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, núverandi formanns Samfylkingarinnar, um auðlindamálið. Samkvæmt henni virðast stjórnarflokkarnir hafa ætlað frá upphafi að kenna stjórnarandstöðunni um lyktir auðlindamálsins.
En hvað veit hún um það? Var hún ekki úti á Kanaríeyjum eða einhversstaðar að sinna einkaerindum meðan þetta mál tröllreið þjóðinni? Hún virðist a.m.k. ekki hafa tekið eftir því að málið kom sjálfstæðismönnum í jafnvel enn opnari skjöldu en stjórnarandstöðunni þegar framsóknarmenn settu það í gang. Hún virðist ekki heldur hafa tekið eftir því frumkvæði, sem stjórnarandstaðan tók undir forystu Össurar Skarphéðinssonar, á öðrum blaðamannafundi og merkilegri í liðinni viku. Það kann að henta framsóknarmönnum að benda á sviptingarnar í afstöðu stjórnarandstæðinga til málsins, en ég þekki engan sem tekur því alvarlega. Nema kannski Ingibjörg Sólrún.
Menn þurfa ekki að vera mjög verseraðir í pólitík til þess að sjá að mál þetta ber öll höfuðeinkenni vanhugsunar, klúðurs og hentistefnu. Hefði maður þó haldið að hún væri öðrum stjórnmálamönnum kunnugri því öllu.
Segja stjórnarflokkana hafa ætlað að nota stjórnarandstöðu sem blóraböggul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekki kenning um samsæri heldur einmitt ábending um það hvernig þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson ákváðu að reyna að koma sér út úr þeim vanda sem vanhugsun, klúður og hentistefna Framsóknar var að setja stjórnarsamstarfið í: Sjóða saman ákvæði sem skapaði í besta falli óþolandi réttaróvissu og í versta falli verra en ekkert.
Heldurðu í fúlustu alvöru að annar hvor þeirra hafi nokkurn tímann látið sér detta í hug að þetta færi í gegnum þingið? Þetta hefði ekki einu sinni farið í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins enda lagt fram í nafni tveggja þingmanna svo ekki þyrfti að reyna á það.
Skoðaðu bara upphlaup Framsóknarskríbenta í dag um "svik stjórnarandstöðu" til að fá orð Ingibjargar Sólrúnar staðfest. Sem betur fer áttuðu flestir Sjálfstæðismenn sig á því í miðjum leikþættinum að þjóðin hafnaði honum sem farsa og því staðfesta þeir nú flestir hverjir að það hafi ekki bara verið skortur á samstöðu meðal stjórnmálamanna heldur líka sérfræðinga, sem stöðvaði málið. Þeir hafa engu að tapa í þessu máli og þurfa því ekki að stilla stjórnarandstöðunni upp sem blóraböggli.
En greyið Framsóknarmennirnir halda áfram að fara með rulluna sína og það er svo sem öllum að meinalausu enda trúir þeim enginn.
Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 16.3.2007 kl. 14:55
Bendi á blokkið mitt í dag um kvótafangelsi Jón Sigurðssonar form.framsóknarfl.Þetta var frá upphafi einn blekkingavefur og síðasta hálmstrá Framsóknarfl.fokið út í veður og vind.
Kristján Pétursson, 16.3.2007 kl. 15:05
Svona er að vera í burtu. Ingibjörg var á Kanarí þegar stjórnarandstaðan var að krefjast þessa ákvæðis...og lét stjórnina plata sig ef marka má Ingibjörgu. . .
http://ea.blog.is/blog/ea/entry/139269/
Eyþór Laxdal Arnalds, 16.3.2007 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.