Leita í fréttum mbl.is

Svipmót kratanna

Sá góði krati, Kjartan Valgarðsson, bloggar alla leið frá Lourenço Marques í Mozambique. Í nýlegri færslu vekur hann athygli á því að sænskir kratar undir forystu Monu Sahlin hafi fengið gamalt prófkjörsslagorð sitt lánað í áróðri flokksins. Kjartan reyndi fyrir sér í síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar undir kjörorðunum „Allir með!“, en Svíarnir hafa snarað því yfir í „Alla ska med.“

En ég tek eftir því á síðunni hjá Kjartani, að hann er með skjámynd af vef sinna sænsku kollega til þess að rökstyðja mál sitt. Útlitið minnti mig á eitthvað, svo ég brá mér á vef sænskra sósíaldemókrata og grunurinn var staðfestur. Útlitið hjá þeim hefur verið tekið hrátt upp hjá Samfylkingunni hér heima. Hún hefur meira að segja látið sig hafa það að nota sama letur, Century Expanded, sem hingað til hefur nær einvörðungu verið notað á Íslandi af Morgunblaðinu og er fyrir löngu orðið samgróið útliti þess.

Kannski maður ætti að glugga í stefnumálin og athuga hvort Samfylkingin hafi tekið línuna frá sínum sænska bræðraflokki í fleiru en útlitinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband