21.4.2007 | 01:08
Dagbækur Matthíasar á Netið
Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur aldrei verið maður einhamur. Hann bar alla tíð tvær kápur á öxlum, því auk þess að vera einstæður ritstjóri er hann skáld. Og honum tókst rækja þessar tvær helstu kallanir sínar án þess að vanrækja aðra. Auk alls hins.
Hann hætti störfum á Morgunblaðinu um aldamótin og gerði það fremur hljóðlega, en Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur haft þá stefnu að skikka menn á eftirlaun. Ég er ekki viss um að það hafi verið skynsamlegt í öllum tilvikum, þó Matti hafi kannski verið hvíldinni feginn. Ég hitti Matthías um daginn og hann var eins og alltaf: eilítið annars hugar að manni fannst þar til hann hvessti á mig sjónirnar og gaf sig allan að mér. Það var ekki að heyra að hann væri hættur í blaðamennsku. Mér þótti vænt um þegar hann sagðist lesa mig reglulega og hefði gaman af. Þú ert góður í að leiða fram önnur sjónarmið en þessi almæltu, sagði hann. Svolítið á móti. Það var vel og fallega mælt, en um leið kurteislegar en sumir hefðu gert.
Ég þarf varla að orðlengja það, að ég ber mikla og djúpstæða virðingu fyrir Matthíasi, sem mér finnst einn merkilegasti blaðamaður, sem Ísland hefur alið. Ef ekki sá merkilegasti. Þess vegna gladdi það mig afar mikið að uppgötva að Matthías hefur opnað vef, sem vitskuld er að finna á www.matthias.is. Þar er að meðal annars að finna valda texta úr verkum hans, ljóð, heilu bækurnar á .pdf-sniði og fleira. Greinilegt er að enn er verið að vinna efni inn á vefinn, því þar er gert ráð fyrir sjónvarpsviðtölum og ýmsu öðru. Og Matthías ætlar ljóslega að blogga líka, þó hann kalli það dagbók fremur en blogg.
Mestur veigur er þó sjálfsagt í því, að Matthías birtir gamlar dagbækur sínar á vefnum. Þar er fjölmargt hnýsilegt fyrir áhuga menn um sagnfræði og stjórnmál og jafnvel nokkur síðbúin skúbb! Nú þegar er þar að finna dagbókabrot frá 1955-1969 þegar Kalda stríðið stóð sem hæst og svo aftur frá 2001 og 2002. Þetta er tóm snilld allt saman, en ég get ekki neitað því að ég hlakka ekki síður til þess að lesa dagbækurnar, sem vantar þarna á milli. Ég þykist líka vita að það vanti inn í sum árin.
En ég hef nóg að gera við að lesa hitt næstu daga. Frásögnin ilmar af Íslandssögunni og Matthías þekkti alla, sem þekktu alla. Það er skáldið sem oftast heldur á penna og það gerir lesninguna áhrifaríkari, en um leið má treysta því að aukaatriðin eru ekki að þvælast fyrir manni eins og oft gerist í dagbókum. Ef eitthvert smáatriði er tiltekið má reiða sig á að það skiptir máli.
Það er undursamlegt að lesa um hvernig vinátta hans og Bjarna Benediktssonar kviknar og þroskast (Matthías er efins fyrst), maður skynjar harminn þegar Steini Steinarri elnar krabbinn, það er upplýsandi að lesa hvers Þórbergur Þórðarson bað Guð án árangurs eða hvernig Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti skildi ekki að þjóðin skyldi ekki öll elska hann. Eða þegar Ragnar Jónsson í Smára reiðist Matthíasi og ber saman gyðingdóm þeirra beggja! Hvernig hann kemur í heimsókn til Jóns Leifs, sem tekur á móti honum á silkisloppi og býður honum te. Matthíasi finnst hann vera að tala við Wagner og skrifar svo:
Fólk hlær að tónverkunum hans og hatar STEF.
Það er að vísu ósanngjarnt en hann er of fyrirferðarmikill fyrir okkar litla samfélag.
Hann nær sér á strik dauður
Er það ekki satt og vel skrifað í apríl 1959?
Þarna er að finna urmul af sögum, sumum sem lýsa bakgrunni sögulegra atburða, en einnig öðrum sem lýsa fyrst og fremst mannlegu eðli. Síðan er Svarti-Péturinn Sigurður A. Magnússon að sniglast þarna árum saman. Ég vil ekki lýsa efninu eða efnistökunum frekar. Menn verða að lesa þetta sjálfir. Og þá meina ég að þeir verði.
Þetta er allt gott hjá Matthíasi. Hið eina, sem ég get sagt að vanti, er meira af svo góðu. Ég vil meira!
-----------
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að stíga mín fyrstu spor í blaðamennsku á Morgunblaðinu undir ritstjórn þeirra Matthíasar og Styrmis Gunnarssonar. Ég þekkti þá vitaskuld fyrir, báðir foreldrar mínir, þau Magnús heitinn Þórðarson og Áslaug Ragnars, höfðu unnið á blaðinu um margra ára skeið, þannig að segja má, að ég hafi bundist Morgunblaðinu fjölskylduböndum. Það var einmitt í Morgunblaðshöllinni að Aðalstræti 6, sem þau kynntust! Á milli þeirra og Matthíasar og Styrmis var margháttuð vinátta og tryggð, sem ég hlaut að nokkru í arf og auðnaðist að ávaxta nokkuð sjálfur.
Áhrifavald þeirra Matthíasar og Styrmis var að sönnu mikið þegar þeir kusu að beita sér, en umfram allt höfðu þeir gífurleg áhrif á íslensk fjölmiðlun. Bæði á okkur, sem unnið hafa með þeim, en einnig á hina fjölmiðlana, sem þurftu að keppa við þann jötunn, sem Morgunblaðið var og er. Það hlýtur þannig að vera fremur aumt fyrir Fréttablaðið að vera ekki enn í neinum námunda við skriðþunga Morgunblaðsins í fréttaskrifum eða skoðunum, þrátt fyrir að hafa fyrir löngu stungið Moggann af í útbreiðslu og auglýsingasölu, sem um leið hefur þrengt verulega að honum. Og það er ekkert sem bendir til þess að Fréttablaðið geti keppt við Morgunblaðið í gæðum. Eða að það langi til þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegt og heiðarlegt homage til merkilegs manns. Takk fyrir þessa ábendingu Andrés.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.