1.6.2007 | 11:04
Tala dýrsins
Í nýjasta tölublaði tímaritsins Ísafoldar er grein, sem mér skilst að fjalli um hagi dansmeyja á skemmtistaðnum og menningarsetrinu Goldfinger í Kópavogi. Ég hef ekki séð greinina og get því ekki fjallað um hana, en samkvæmt tilkynningu frá Birtíngi, útgáfufélagi Ísafoldar, er aðstæðum þeirra líkt við mansal. Aðalsölupunkturinn felst þó í myndbirtingu af staðnum, þar sem Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, er í aðalhlutverki, en með honum á myndinni eru að mér skilst tvær dansmeyjar af staðnum. Er svo gefið til kynna að Ásgeir Þór Davíðsson, staðarhaldari á Goldfinger, kunni að hafa notið kunningskapar við Gunnar í samskiptum sínum við bæinn. Ég ítreka að þessi lýsing er byggð á frásögnum en ekki af lestri greinarinnar.
Á vef Mannlífs, þar sem títt má finna ýmsan orðróm, var greininni lýst svo hinn 30. maí í færslu númer 661:
Nektardansmeyjar og bæjarstjóri
Nektardansmeyjar á súlustaðnum Goldfinger upplýsa í Ísafold sem dreift verður á morgun að erlendir dansarar hafi sætt meðferð sem einna helst líkist mansali. Stúlkunum var jafnvel óheimilt að fara frjálsar ferða sinna. Í tímaritinu er einnig sagt frá tengslum Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, og því að hann hafi verið tíður gestur á staðnum. Því til sönnunar er birt mynd af honum með tveimur dansmeyjum. Mikill titringur er þegar vegna málsins og hafa áhrifamenn reynt að stöðva birtingu greinarinnar
Samkvæmt þessu er ekki verið að skafa utan af hlutunum. Sérstaklega á það auðvitað við um ásakanir um mansal, sem er grafalvarlegt mál. Mansal er ekkert annað en þrældómur, sem á síðustu árum hefur hlotið nýja aukamerkingu sem kynlífsánauð og þá er auðvitað verið að gefa í skyn að sitthvað fleira eigi sér stað en súludans. Nú veit ég auðvitað ekki hvað er nákvæmlega átt við þegar sagt er að Stúlkunum [hafi verið] jafnvel óheimilt að fara frjálsar ferða sinna, en ég minnist þess þó að þegar mest var rætt um nektardansstaði hér fyrir nokkrum árum og mjög var látið að því liggja af andstæðingum þeirra, að þar væri stundað vændi, þá brugðust eigendur staðanna við með því að samningsbinda útgöngubann dansmeyjanna um nætur til þess að fyrirbyggja slíkar aukabúgreinar. Þá var gerður góður rómur að því siðvæðingarátaki.
En sölukrókur greinarinnar er sem fyrr segir myndbirtingin af Gunnari. Nú kann að vera að sú myndbirting eigi erindi við lesendur til stuðnings meginefni greinarinnar, en að óséðu á ég erfitt með að verjast þeirri hugsun að með henni sé verið að gera út á bælda gægjuhneigð fremur en annað. Mannlíf segir að áhrifamenn [hafi] reynt að stöðva birtingu greinarinnar og er það merkilegt ef satt reynist, en hvers vegna í dauðanum er þá ekki upplýst hverjir þessir áhrifamenn eru?
Mér er raunar sagt að eigendur útgáfunnar hafi lýst óánægju sinni með greinarbirtinguna fyrir dreifingu, svo kannski er átt við þá, en ritstjórinn Reynir Traustason mun ekki hafa gefið eftir ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt. Það má svo til gamans geta þess að sumir eigendanna eru ekki fullkomlega ókunnir þeim geira, sem um ræðir, og áttu hagsmuna að gæta í Óðali á sínum tíma.
En birtingin virðist hafa farið fyrir brjóstið á fleirum. Í gærkvöldi birtist nefnilega annar orðrómur á vef Mannlífs, ekki með meiri tæpitungu en sá fyrri. Þar stóð:
Verslunarkeðja með mansali
Verslanakeðjan Kaupás tók í dag nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar fyrirvaralaust úr sölu án þess að gefa skýringar. Í Ísafold er fjallað um meint mansal og niðurlægingu kvenna á súlustaðnum Goldfinger í Kópavogi og tengsl Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra við staðinn. Birt er mynd af bæjarstjóranum illa til reika með dansmeyjum. Ein þeirra lýsir því að bæjarstjórinn hafi áreitt hana. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss, er aðaleigandi Byko-veldisins sem hefur höpfuðstöðvar í Kópavogi og vinskapur er milli hans og bæjarstjórans. Einsýnt er að Jón Helgi standi fyrir því að Ísafold en hann sýndi þann fádæma ruddaskap að skella á Elínu Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Birtíngs, þegar hún leitaði í símtali skýringa á því að Ísafold var fjarlægt úr hillum verslanana síðdegis í dag. Því hefur ekki fengist skýring á því hvers vegna Jón Helgi er því svo andsnúinn að fjallað sé um mansal opinberlega
Þarna er auðvitað gengið skrefinu lengra og sagt að Jón Helgi Guðmundsson í Byko sé ruddi, sem vilji með einhverjum hætti bera blak af mansali. Og þar af leiðandi aðhylist Kaupáss-keðjan mansal. Síðan er ýjað að því að kunningsskapur við bæjarstjórann jafngildi sekt um eitthvað. Hvílík röksemdafærsla og endemis della! Enn og aftur skal ítrekað að ég hef ekki lesið greinina, en samkvæmt fyrri Mannlífs-færslunni var þar lýst meðferð sem einna helst líkist mansali en í seinni færslunni er því slegið föstu að greinin fjalli um meint mansal eins og þar sé um augljóst brot að ræða, sem aðeins eigi eftir að fara sína leið í dómskerfinu.
Sjálfsagt hafa einhverjir áhrifamenn haft samband, því skömmu eftir að færslan kom á vefinn var hún fjarlægð. En samt ekki fullkomlega. Hún lifir enn í kerfinu hjá þeim og má finna hér og ber vitaskuld færslunúmerið 666.
Svo leið nóttin en í býtið í morgun, um hálfsjöleytið sýnist mér, kom svo enn ein færslan, nokkuð samstofna þeirri horfnu. Þar hefur aðeins verið dregið úr, en nú er í fyrirsögn staðhæft að Kaupáss hylmi yfir með mansali! Gengur eitthvað á?
Í færslu númer 667 er enn hamrað á því að þungavigtarmennhafi reynt að stöðva útgáfuna. Af hverju er Mannlíf að hylma yfir með þeim með því að láta þá njóta nafnleysis? Það er óskiljanlegt, nema það sé aðeins getgátur eða tilbúningur til þess að auka söluna. Eins kemur fram að til séu fleiri myndir af Gunnari undir svipuðum kringumstæðum og hvað skyldi það nú þýða? Væru þær fréttnæmar hefðu þær vitaskuld verið birtar, en það að nefna það eitt að þær séu til í pokahorninu ber keim af einhverju allt öðru en eðlilegri fjölmiðlun.
Það á vafalaust fleira eftir að koma upp í þessu máli og ég hef sterklega á tilfinningunni að það verði engum hlutaðeigandi til sóma, hvorki umfjöllunarefnum, heimildarmönnum, blaðamönnum né útgefendum. Þá stendur aðeins eftir sæmd lesenda.
.......................
Viðbót, færð inn kl. 13.22.
Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, hringdi í mig og við áttum ágætt samtal. Hann fullvissaði mig um það, að engin samsæri hefðu legið að baki horfnu færslunni. Hann hafi fyrir rataskap á tölvur gloprað henni burt og ekki verið jafnfundvís og ég á hana. Þess vegna hafi hann í morgunsárið skrifað færsluna aftur eftir minni og það skýri muninn á þeim. Ég trúi honum alveg.
Hann sagði mér einnig að starfsmenn Birtíngs myndu stilla sér upp fyrir utan verslanir Kaupáss og selja Ísafold þar í lausasölu, enda hefði hún jafnan verið söluhæsta tímaritið í þeim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 93
- Sl. sólarhring: 93
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 405920
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sagan endurtekur sig. Var Séð og Heyrt ekki einu sinni tekið úr sölu í Bónusm ? Eins og mig minnir það.
Það þarf að draga fleiri með sér í pyttinn. Það er að takast því fáir þora að mótmæla þessum áróðursmaskínu.
Þetta ræfils fólk á þessum Birtingi. Því líður mjög illa. Ekki trúi ég Reyni Traustasyni eitt augnablik. Like father like son!
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 14:16
Spurningin er bara.... er þetta skandall eða átak í blaðasölu?
Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 14:39
Gaman að því hvað við "stelpurnar" höfum gaman að þessari umræðu.. Gægjuhneigð. Jú jú, en er þetta ekki fréttnæmt vegna þess hver maðurinn er og hvaða stöðum hann hefur gegnt?
Ég er ekki búinn að lesa þessa grein en fletti blaðinu við kassann í Nóatúni í gærkvöldi. Grey karlinn er náttúrulega alveg sveittur og yfir sig ánægður með stripparann undir brjóstinu á sér.
Orðtakið "það er gott að búa í Kópavogi" fær alveg nýja merkingu í mínum huga.
DrífaM (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:11
Máttlaust að sjá eftir orðum sínum og allt það.
Bara, ég keypti blaðið. Þetta er náttúrulega hálf slappur strippari svona í svörtum jakka og svoleiðis. Enda heyrði ég í Ásgeiri í Goldfinger í fréttum þar sem hann sagði að þetta væri virðuleg "bankastjórafrú". Þá skilur maður alveg Gunnar Birgisson og sitjuasjonina.. Allt önnur ella. Lengi lifi frjáls fjölmiðlun á Íslandi!
DrífaM (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 21:54
Þetta er örvæntingarfullt útspil blaðs til að reyna að auka sölu. Ömurleg blaðamennska, skítalyktina leggur austur á firði
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 21:58
Var Reynir ekki ritstjóri D.V ? Þegar ein fyrirsögnin kostaði mannslíf? Mig minnir það. Þess vegna kaupi ég ekki eða les blöð sem hann ritstýrir. Þögul mótmæli. Ég hef ákveðna skoðun á súlustöðum þeim sem þá staði sækja. En hvað er merkilegra (ómerkilegra) að Gunnar eða óþekktur Jón útí bæ sæki svona stað. Hver tók myndirnar. Sá aðili var líka á strippbúllunni.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 08:59
Lágt leggjast Baugar sem fyrr.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.6.2007 kl. 09:07
Nei, Reynir var ekki ritstjóri á DV. Hann var blaðamaður þar og átti mestan þátt í að afhjúpa Árna Johnsen. Reynir var farinn úr vistinni þegar DV átti sitt mesta niðurlægingarskeið. Þá var Mikael Torfason ritstjóri, en ég man ekki hvort Illugi Jökulsson var þá enn með honum. Í því ljósi má raunar spyrja spurninga um fréttastefnu DV þessa dagana; hugsa að ég skrifi um það innan tíðar.
Andrés Magnússon, 2.6.2007 kl. 10:03
Rétt er að Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason voru ritstjórar DV um þetta umtalaða skeið. Illugi Jökulsson var þá útvarpsstjóri á nýrri tal útvarpsstöð.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.