4.7.2007 | 14:22
Á faraldsfæti
Fjölskyldan af hamingjuheimilinu við Ingólfsstræti lagði land undir fót sem fyrr segir, en við höfum einbeitt okkur að Vesturlandi og Vestfjörðum og sjáum heldur betur ekki eftir því. Ég hef ferðast um þessar slóðir áður, en samt hef ég verið að sjá ótal margt nýtt og náttúruundrin blasa hvarvetna við. Ég var líka svo lánsamur að fá lánaðan mikinn eðaljeppa fyrir ferðina, Toyota Landcruiser af fínustu gerð, með 5 lítra V8 benzínorkuveri undir húddinu og öllum hugsanlegum þægindum að innan. Það gerir ferðina vitaskuld miklu þægilegri og öruggari heldur en ef við hefðum verið að flengjast þetta á fjölskyldubílnum (án þess að ég sé neitt að lasta VW Passatinn okkar). Þess vegna skil ég ekki hvað minn góði kunningi, Sverrir Jakobsson, er að agnúast út í jeppana og kallar þá þjóðfélagsmein. Öðru nær, jepparnir veita öryggi, frelsi og ánægju, sem við hefðum ella orðið af.
Ég má til með að minnast á aksturslagið á vegunum. Það ber ekki á öðru en að áróður undanfarinna vikna hafi borið mikinn árangur, því á gervallri ferð okkar höfum við aðeins tvisvar séð til ökumanna, sem aka hraðar en góðu hófi gegndi. En þá má líka minnast á að áróðurinn gegn hraðakstri er meira en lítið villandi. Hraður akstur einn og sér þarf ekki að vera hættulegur, bjóði aðstæður. Gallinn er sá, að aðstæður eru nær alls staðar með þeim hætti að ökumenn mega hafa sig alla við og svigrúm fyrir mistök er nær ekkert.
Sökin á slysum í umferðinni liggur auðvitað áfram hjá ökumönnum, sem ber að aka í samræmi við aðstæður, en það er ekki hægt að líta hjá því að víða er vegakerfið stórhættulegt, merkingar lélegar og tilviljanakenndar, vegrið sjaldséðari en hvítir hrafnar og þar fram eftir götum. Gleggsta sögu segir þó Reykjanesbrautin, þar sem engin dauðaslys hafa orðið eftir tvöföldun og lýsingu hennar. Vegakerfið og umferðarlöggjöfin miðast við fyrri tíma, þegar bílar voru miklu færri og lakari en nú. Það má hæglega aka ódýrustu fólksbílum á 130 km hraða án þess að meiri hætta stafi af en á 90 km hraða bjóði aðstæður það. Það gera þær ekki og að því mætti Kristján L. Möller huga.
Þó mér hafi virst flestir virða hraðatakmarkanir er ekki þar með sagt, að aksturlagið hafi allt verið til fyrirmyndar. Þar skera ökumenn með tjaldvagna sig sérstaklega úr. Þeir eru margir á bílum, sem eru á mörkum þess að valda vögnunum með nægilegu öryggi, en ég veit ekki til þess að lögregla hafi nokkurt eftirlit með slíku. Vagnarnir eru auk þess oft nokkru breiðari en bílarnir, en það er eins og ökumennirnir hafi steingleymt því og blússa því áfram á sínum venjulega stað á veginum, meðan vagninn skagar inn á gagnstæða akrein, svo öðrum stafar hætta af.
En þrátt fyrir slíkar kvartanir stendur upp úr hið mikla ferðafrelsi, sem tæknin og samgöngubæturnar hafa fært okkur. Það er ekki nema um öld síðan flest fólk fór varla yfir í næstu sókn alla ævi, nema líf lægi við. Og ekki nema um áratugur síðan enginn fór akandi um Vestfirði af gamni sínu. Nú er öldin önnur og þau lífsgæði skipta miklu, bæði fyrir heimamenn og okkur gestina.
Ég má til með að minnast á aksturslagið á vegunum. Það ber ekki á öðru en að áróður undanfarinna vikna hafi borið mikinn árangur, því á gervallri ferð okkar höfum við aðeins tvisvar séð til ökumanna, sem aka hraðar en góðu hófi gegndi. En þá má líka minnast á að áróðurinn gegn hraðakstri er meira en lítið villandi. Hraður akstur einn og sér þarf ekki að vera hættulegur, bjóði aðstæður. Gallinn er sá, að aðstæður eru nær alls staðar með þeim hætti að ökumenn mega hafa sig alla við og svigrúm fyrir mistök er nær ekkert.
Sökin á slysum í umferðinni liggur auðvitað áfram hjá ökumönnum, sem ber að aka í samræmi við aðstæður, en það er ekki hægt að líta hjá því að víða er vegakerfið stórhættulegt, merkingar lélegar og tilviljanakenndar, vegrið sjaldséðari en hvítir hrafnar og þar fram eftir götum. Gleggsta sögu segir þó Reykjanesbrautin, þar sem engin dauðaslys hafa orðið eftir tvöföldun og lýsingu hennar. Vegakerfið og umferðarlöggjöfin miðast við fyrri tíma, þegar bílar voru miklu færri og lakari en nú. Það má hæglega aka ódýrustu fólksbílum á 130 km hraða án þess að meiri hætta stafi af en á 90 km hraða bjóði aðstæður það. Það gera þær ekki og að því mætti Kristján L. Möller huga.
Þó mér hafi virst flestir virða hraðatakmarkanir er ekki þar með sagt, að aksturlagið hafi allt verið til fyrirmyndar. Þar skera ökumenn með tjaldvagna sig sérstaklega úr. Þeir eru margir á bílum, sem eru á mörkum þess að valda vögnunum með nægilegu öryggi, en ég veit ekki til þess að lögregla hafi nokkurt eftirlit með slíku. Vagnarnir eru auk þess oft nokkru breiðari en bílarnir, en það er eins og ökumennirnir hafi steingleymt því og blússa því áfram á sínum venjulega stað á veginum, meðan vagninn skagar inn á gagnstæða akrein, svo öðrum stafar hætta af.
En þrátt fyrir slíkar kvartanir stendur upp úr hið mikla ferðafrelsi, sem tæknin og samgöngubæturnar hafa fært okkur. Það er ekki nema um öld síðan flest fólk fór varla yfir í næstu sókn alla ævi, nema líf lægi við. Og ekki nema um áratugur síðan enginn fór akandi um Vestfirði af gamni sínu. Nú er öldin önnur og þau lífsgæði skipta miklu, bæði fyrir heimamenn og okkur gestina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 406079
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.