4.7.2007 | 14:29
Firðirnir og fiskurinn
Samgöngur á Vesturlandi eru allar aðrar en þær voru fyrir aðeins nokkrum árum, að maður tali ekki um hvernig ástandið var fyrir um tveimur áratugum, þegar Mýrarnar voru eitt svað hvert vor og Vestfirðir varla fyrir aðra en áhugamenn um torfæruakstur. Maður sér líka hvað samgöngurnar hafa bætt lífsgæðin mikið, ekki aðeins hvað atvinnulífið áhrærir heldur sálarlífið líkað. En síðan hefur svo margt fleira breyst. Það er t.d. ekki að sjá að Stykkishólmur hafi orðið fyrir þeim áföllum, sem margir bjuggust við þegar útgerðin þar lagðist nánast af. Grundarfjörður og Ólafsvík eru vísast viðkvæmari fyrir niðurskurði á fiskveiðiheimildum, en þó sér maður að það eru ýmsir atvinnumöguleikar aðrir í þeim blómlegu byggðum.
Hér á Vestfjörðum eru aðstæður hins vegar með allt öðrum hætti. Hér stendur og fellur öll byggð með fiskinum. Ferðamennska er vissulega orðin ágæt búbót á sumrin, en það er langur vegur frá því að hún eða aðrar atvinnugreinar skáki sjávarútveginum. Flutningur á opinberum störfum eða ámóta aðgerðir verða aldrei annað en lélegir plástrar hér vestra. Fyrir nú utan það, að ég minnist þess ekki að nokkurs staðar í heiminum hafi útbelgingur hins opinbera verið atvinnulífinu til blessunar. Og finnst mönnum virkilega ekki fullreynt á byggðastefnuna?
Það má vel vera rétt, að skera þurfi niður fiskveiðiheimildir með afgerandi hætti, eins og nú er rætt. En það má líka taka undir það, að fiskifræðin er engan vegin skotheld fræðigrein, hún er full af óþekktum stærðum og samhengi; vitneskja mannanna er jafnvel minni en í veðurfræði og við þekkjum öll hversu nákvæmar spár veðurfræðinga eru til 2-3 daga, hvað þá vikna. Með fullri virðingu fyrir Hafrannsóknastofnun eru fræðimennirnir þar ekki handhafar stórasannleika í þessum efnum og það má ekki síst rekja til þess að þar hafa menn fengið að reisa sér fílabeinsturn óáreittir. Af hverju rekur Háskóli Íslands ekki öfluga sjávarrannsóknastofnun, þó ekki væri nema til þess að veita Hafró eðlilega fræðilega samkeppni? Eða Landsamband íslenskra útvegsmanna? Það myndi auðvitað ekki tryggja hagfelldari niðurstöður, en það myndi færa okkur nákvæmari niðurstöður og örari þróun fræðanna.
Nú ríður hins vegar á að bregðast við með réttum hætti og við höfum ekki betri gögn að styðjast við en þau, sem Hafró tilreiðir oss. Niðurskurður á aflaheimildum virðist því óumflýjanlegur. Ísland býr til allrar hamingju við mesta hagsældarskeið í sögu þjóðarinnar, þannig að það er borð fyrir báru. En mismikið. Á Flateyri blasa við erfiðleikar eftir að Kambur lagði niður starfsemi sína og þó hin nýstofnaða Oddatá með sínar djúpu rætur á Flateyri kunni að milda skellinn er ljóst að starfsemin verður með miklu minna sniði en verið hefur. Á Ísafirði hefur rækjuvinnslu Miðfells verið hætt ótímabundið og víðar á kjálkanum eru menn uggandi yfir atvinnuástandinu.
Í athugun Hagfræðistofnunar kemur fram að Vestfirðir eru sá landshluti, sem síst þolir slíkar búsifjar. Að mínu viti er það ekki ofmælt. Vestfirðir mega ekki við neinni röskun á þessu sviði, því þar er að nánast engu öðru að hverfa, sem gagn er af. Landnytjar eru af skornum skammti, þjónustugreinar hafa þar frekar dregist saman en hitt ef Ísafjörður er undanskilinn, stóriðju er þar nær engin von nema kannski hugmyndir um olíuhreinsunarstöð, sem ég hygg að menn þurfi nú að taka til gaumgæfilegrar og alvarlegrar skoðunar. Tímar sértækra aðgerða eru til alrar hamingju löngu liðnir, enda gáfust þær aldrei vel, en ég hygg að það væri hreint glapræði ef ekki yrði tekið sérstakt tillit til sérstöðu Vestfjarða þegar kemur að sjávarútvegi. Þar eru mönnum aðrar bjargir bannaðir og það er beinlínis ömurlegt að hugsa til þess að byggðirnar hér vesluðust upp með Gullkistuna hér beint fyrir utan.
Hér á Vestfjörðum eru aðstæður hins vegar með allt öðrum hætti. Hér stendur og fellur öll byggð með fiskinum. Ferðamennska er vissulega orðin ágæt búbót á sumrin, en það er langur vegur frá því að hún eða aðrar atvinnugreinar skáki sjávarútveginum. Flutningur á opinberum störfum eða ámóta aðgerðir verða aldrei annað en lélegir plástrar hér vestra. Fyrir nú utan það, að ég minnist þess ekki að nokkurs staðar í heiminum hafi útbelgingur hins opinbera verið atvinnulífinu til blessunar. Og finnst mönnum virkilega ekki fullreynt á byggðastefnuna?
Það má vel vera rétt, að skera þurfi niður fiskveiðiheimildir með afgerandi hætti, eins og nú er rætt. En það má líka taka undir það, að fiskifræðin er engan vegin skotheld fræðigrein, hún er full af óþekktum stærðum og samhengi; vitneskja mannanna er jafnvel minni en í veðurfræði og við þekkjum öll hversu nákvæmar spár veðurfræðinga eru til 2-3 daga, hvað þá vikna. Með fullri virðingu fyrir Hafrannsóknastofnun eru fræðimennirnir þar ekki handhafar stórasannleika í þessum efnum og það má ekki síst rekja til þess að þar hafa menn fengið að reisa sér fílabeinsturn óáreittir. Af hverju rekur Háskóli Íslands ekki öfluga sjávarrannsóknastofnun, þó ekki væri nema til þess að veita Hafró eðlilega fræðilega samkeppni? Eða Landsamband íslenskra útvegsmanna? Það myndi auðvitað ekki tryggja hagfelldari niðurstöður, en það myndi færa okkur nákvæmari niðurstöður og örari þróun fræðanna.
Nú ríður hins vegar á að bregðast við með réttum hætti og við höfum ekki betri gögn að styðjast við en þau, sem Hafró tilreiðir oss. Niðurskurður á aflaheimildum virðist því óumflýjanlegur. Ísland býr til allrar hamingju við mesta hagsældarskeið í sögu þjóðarinnar, þannig að það er borð fyrir báru. En mismikið. Á Flateyri blasa við erfiðleikar eftir að Kambur lagði niður starfsemi sína og þó hin nýstofnaða Oddatá með sínar djúpu rætur á Flateyri kunni að milda skellinn er ljóst að starfsemin verður með miklu minna sniði en verið hefur. Á Ísafirði hefur rækjuvinnslu Miðfells verið hætt ótímabundið og víðar á kjálkanum eru menn uggandi yfir atvinnuástandinu.
Í athugun Hagfræðistofnunar kemur fram að Vestfirðir eru sá landshluti, sem síst þolir slíkar búsifjar. Að mínu viti er það ekki ofmælt. Vestfirðir mega ekki við neinni röskun á þessu sviði, því þar er að nánast engu öðru að hverfa, sem gagn er af. Landnytjar eru af skornum skammti, þjónustugreinar hafa þar frekar dregist saman en hitt ef Ísafjörður er undanskilinn, stóriðju er þar nær engin von nema kannski hugmyndir um olíuhreinsunarstöð, sem ég hygg að menn þurfi nú að taka til gaumgæfilegrar og alvarlegrar skoðunar. Tímar sértækra aðgerða eru til alrar hamingju löngu liðnir, enda gáfust þær aldrei vel, en ég hygg að það væri hreint glapræði ef ekki yrði tekið sérstakt tillit til sérstöðu Vestfjarða þegar kemur að sjávarútvegi. Þar eru mönnum aðrar bjargir bannaðir og það er beinlínis ömurlegt að hugsa til þess að byggðirnar hér vesluðust upp með Gullkistuna hér beint fyrir utan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrjár færslur á innan við tuttugu mínútum - og það á bloggsíðu sem hefur þann eina yfirlýsta tilgang að fara í taugarnar á mér!
Ég er flatteraður.
Stefán (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 14:52
Mér finnst líka nokkuð umhugsunarefni, að túrismi skuli vera talinn til helstu bjargráða vestra. ÞEkkt er, þó ekki allir vilji skrifa undir það, að þar sem ferðamennska er aðalatvinnuvegurinn, er láglaunasvæði.
Vestfirðir voru fyrrum með hæstu meðaltekjur á landinu öllu, sú tíð er liðin fyrir all nokkru.
Síðan er stórfurðulegt, að Háskólinn og raunar Hfró líka, þverneita, að skoða nokkuð lífríkið þar sem fugladauði er mikill. Þeim virðist nægja, að segja að Sandsíli vanti inn í fæðuframboðið. Ekkert gert til að skoða AF HVERJU.
Ekkert gert til að ígrunda hugsanlegan skaða af dregnum veiðarfærum, þó svo að fugladauðinn er mestur, þar sem slíkar veiðar eru stundaðar hvað stífast.
Svona eru Mannheimar í dag
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.7.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.