4.7.2007 | 14:50
Grímur tvær
Ég las skemmtilegt viðtal Hávars Sigurjónssonar við Benedikt Erlingsson, leikara, í síðustu Lesbók. Þar sagði hann m.a.:
Þetta minnir mig á orðaskipti þeirra Einars Benediktssonar og Guðmundar Kambans í Kaupmannahöfn, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði eftir meistara Kristjáni Albertssyni í bókinni Margs er að minnast. Kristján hafði tekið sér það fyrir hendur að leiða þessa tvo vini sína saman, en fundurinn varð ekki sérlega árangursríkur; kergja var í Kamban yfir blankheitum, óréttlæti heimsins og því skilningsleysi, sem honum fannst hann mæta sem leikritaskáld, og Einar hóf samtalið á því að biðjast afsökunar á því að hann væri um stundarsakir í bindindi:
Benni lýsir gerólíkri afstöðu og vafalaust heilbrigðari. Bæði fyrir sig og áhorfendur. Hann áttar sig líka á því að leikhúsið getur verið með ótal mörgu sniði:
....................
Annars er sérstök ástæða til þess að mæla með fyrrgreindri bók þeirra Jakobs og Kristjáns, sem fá má í nýútkominni kilju. Hún er bráðskemmtileg og fróðleg, enda var Kristján þriggja alda maður, hann fæddist í Fróðafriði 19. aldar, upplifði hvernig heimurinn breyttist í stríðinu mikla og enn frekar í Seinni heimsstyrjöldinni, því hann bjó í Þýskalandi þegar það braust út, dvaldi þar til 1943 og var síðan í Kaupmannahöfn til stríðsloka. Því var ekki fyrr lokið en Kalda stríðið skall á og þar var Kristján þátttakandi, bæði fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og ekki síður fyrir eigin hönd og frjálsrar hugsunar í hinni hörðu hugmyndabaráttu áratuganna, sem á eftir sigldu.
Kristján hafði ótrúlegt minni og gat farið orðrétt með ræður, sem hann hafði heyrt einu sinni, endur fyrir löngu. Ísland hefur sjálfsagt ekki átt annan eins heimsborgara fyrr og síðar, hann var víðförull, höfðingjadjarfur og forvitinn menningarjöfur, sem hitti ótrúlegasta fólk á lífsleiðinni og náði trúnaði þeirra flestra. Má nefna Matthías Jochumsson og Þorstein Erlingsson, Konrad Adenauer og Maxím Gorkí. Sjálfur lýsir hann líkast til öldunum sínum þremur best þegar hann minnist á það undur þegar hann 13 ára frétti af því afreki Louis Blériot að fljúga með naumindum yfir Ermarsund þar sem það er styst, en aðeins 50 árum síðar sat hann skemmtilegan kvöldverð með Neil Armstrong og félögum, sem flogið höfðu til Tungslins án verulegra vandkvæða.
Ég horfi stundum á einhvern hollívúddþátt í sjónvarpinu og verð djúpt snortinn af honum og finnst hann eiga við mig brýnt erindi. Svo fer ég í Þjóðleikhúsið og horfi á eitthvað sem lagðir hafa verið í miklir norrænir peningar og samískir danshöfundar hafa fórnað húsi og fjölskyldu til að gera að veruleika. Og mér finnst ég hafa farið hreina erindisleysu. Kannski er þetta partur af moldviðrinu. Það er ekki lengur allt sem sýnist. Mér finnst ég t.d. hafa upplifað á þorrablóti úti á landi meiri og sterkari leiklist en á stóra sviði Borgarleikhússins. Þarna eiga sér stað sterkari tjáskipti og það er meira rafmagn í loftinu og leiklistin er eins og heilandi hönd sem gerir alla glaða. Ef ég ætti að veita verðlaun fyrir annað hvort þá myndi þorrablótið fá Grímuna frá mér.
Þetta minnir mig á orðaskipti þeirra Einars Benediktssonar og Guðmundar Kambans í Kaupmannahöfn, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði eftir meistara Kristjáni Albertssyni í bókinni Margs er að minnast. Kristján hafði tekið sér það fyrir hendur að leiða þessa tvo vini sína saman, en fundurinn varð ekki sérlega árangursríkur; kergja var í Kamban yfir blankheitum, óréttlæti heimsins og því skilningsleysi, sem honum fannst hann mæta sem leikritaskáld, og Einar hóf samtalið á því að biðjast afsökunar á því að hann væri um stundarsakir í bindindi:
Hafið þér nokkurn áhuga á leikritaskáldskap? spurði Kamban Einar Benediktsson og auðheyrt að svo fannst honum ekki vera.
Einar svaraði: Það hafa víst fáir Íslendingar eytt fleiri kvöldum í leikhúsum en ég.
Þá sagi Kamban: Ég hef svo háar hugmyndir um hlutverk leikhúsanna að ég fer nær aldrei á leiksýningar, því flest af því sem þar er sýnt er svo lítils virði.
Benni lýsir gerólíkri afstöðu og vafalaust heilbrigðari. Bæði fyrir sig og áhorfendur. Hann áttar sig líka á því að leikhúsið getur verið með ótal mörgu sniði:
Leikhúsið er byssa og í það er sett kúlan sem er verk höfundarins, og púðrið eru leikararnir og sá sem miðar er leikstjórinn en það er leikhússtjórinn sem tekur í gikkinn því hann ákveður hvenær hleypt skuli af. Og stundum er miðað á höfuð áhorfandans, stundum hjartað en svo eru líka til leikhús sem miða á kynfæri áhorfandans. Það er eitt í Kópavogi.
....................
Annars er sérstök ástæða til þess að mæla með fyrrgreindri bók þeirra Jakobs og Kristjáns, sem fá má í nýútkominni kilju. Hún er bráðskemmtileg og fróðleg, enda var Kristján þriggja alda maður, hann fæddist í Fróðafriði 19. aldar, upplifði hvernig heimurinn breyttist í stríðinu mikla og enn frekar í Seinni heimsstyrjöldinni, því hann bjó í Þýskalandi þegar það braust út, dvaldi þar til 1943 og var síðan í Kaupmannahöfn til stríðsloka. Því var ekki fyrr lokið en Kalda stríðið skall á og þar var Kristján þátttakandi, bæði fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og ekki síður fyrir eigin hönd og frjálsrar hugsunar í hinni hörðu hugmyndabaráttu áratuganna, sem á eftir sigldu.
Kristján hafði ótrúlegt minni og gat farið orðrétt með ræður, sem hann hafði heyrt einu sinni, endur fyrir löngu. Ísland hefur sjálfsagt ekki átt annan eins heimsborgara fyrr og síðar, hann var víðförull, höfðingjadjarfur og forvitinn menningarjöfur, sem hitti ótrúlegasta fólk á lífsleiðinni og náði trúnaði þeirra flestra. Má nefna Matthías Jochumsson og Þorstein Erlingsson, Konrad Adenauer og Maxím Gorkí. Sjálfur lýsir hann líkast til öldunum sínum þremur best þegar hann minnist á það undur þegar hann 13 ára frétti af því afreki Louis Blériot að fljúga með naumindum yfir Ermarsund þar sem það er styst, en aðeins 50 árum síðar sat hann skemmtilegan kvöldverð með Neil Armstrong og félögum, sem flogið höfðu til Tungslins án verulegra vandkvæða.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta var skemmtilegt viðtal og góð pæling um hvernig leikhúsið er ekki eini og jafnvel ekki alltaf aðal-vettvangur leiklistar, mikið að gerast samanber Act alone um síðustu helgi á Ísafirði
Guðrún Helgadóttir, 4.7.2007 kl. 15:18
Benedikt tæpir þarna á alræði listeigendafélagsins í leiklistinni. Það er þörf umræða og reyndar þarf Morgunblaðið að hefja umfjöllun um alræði sjálfskipaðra listeigenda í ýmsum öðrum listgreinum sem standa blaðinu nærri.
Matthías
Ár & síð, 4.7.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.