6.8.2007 | 19:01
Landnám á hafsbotni
Síðasta fimmtudag bárus fregnir af því frá Rússlandi að könnuðurinn Artúr Tsjílíngarov í félagi við nokkra rússneska þingmenn hefði stungið rússneska fánanum niður á hafsbotni Norðurheimskautsins og helgað Rússlandi svæðið. Auk þess tók hann bergsýni til þess að reyna að sanna að hafsbotninn, Lomonosov-hryggurinn nánar til tekið, sé hluti af rússneska landgrunninu.
Auðvitað er auðvelt að afgreiða þetta sem rússneska furðufrétt í ætt við hinar sovésku frá fyrri tíð, þar sem þróunarríki með kjarnorkuvopn og geimferðaáætlun kepptist við að sanna tæknilegan mátt sinn og megin meðan þegnarnir sultu í heimsins víðfeðmustu þrælabúðum. Þessi flöggun, liðlega fjóra kílómetra undir yfirborðinu, hefur vitaskuld enga þýðingu að alþjóðalögum, en með henni þarf enginn að velkjast í vafa um ásetning Kremlarbóndans, Vladímírs Pútíns.
Í húfi er um 1.200.000 km2 flæmi milli norðurstrandlengju Rússneska ríkjasambandsins og Norðurheimskautsins, en það er ámóta svæði og öll Vestur-Evrópa. Talið er að þar megi finna miklar olíu- og gaslindir, auk alls kyns jarðefna á borð við blýs, demanta, gulls, mangans, nikkels, platínu og tins. Þá má ekki gleyma að þar eru einnig fiskimið og ef Al Gore hefur rétt fyrir sér um bráðnun heimskautaíssins mikilvægar nýjar siglingaleiðir. Nýting þeirra náttúruauðæva er enn of erfið og kostnaðarsöm, en það kann vel að breytast á næstu áratugum, tala nú ekki um ef bráðnunarspárnar rætast að einhverju leyti. Sjálfur myndi ég ekki sýta það ef meðalhitinn á Íslandi hækkaði, þó ekki væri um nema eina gráðu.
Þessar breyttu aðstæður tækniframfarir og loftslagsbreytingar hafa endurvakið áhuga margra ríkja á auðlindanýtingu í norðri en þar er sjálfsagt um gífurleg auðævi að ræða. Þess vegna hafa mörg ríki Norðurheimskautsráðsins, fyrst og fremst Bandaríkin, Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland verið að ræskja sig, en ekkert þeirra hefur gengið jafnlangt og Rússar.
Samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna eiga öll strandríki sjálfkrafa landgrunn allt að 200 sjómílum, sem eru einnig ytri mörk efnahagslögsögunnar. Mörg ríki, þar á meðal Ísland, eiga hins vegar mun víðáttumeira landgrunn samkvæmt ákvæðum hafréttarsamningsins. Ríkin, sem í hlut eiga, skulu senda landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna ýtarlega greinargerð um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna og yfirfer nefndin greinargerðina, leggur tæknilegt og pólitískt mat á hana og gerir tillögur um ytri mörk landgrunnsins. Á grundvelli þeirra getur strandríkið svo ákveðið á endanlegan og bindandi hátt mörk landgrunnsins gagnvart alþjóðlega hafsbotnssvæðinu sem liggur þar fyrir utan.
Ísland gerir tilkall til landgrunns utan 200 sjómílna í suðri, á Reykjaneshrygg og Hatton Rockall-svæðinu, og í norðaustri, í suðurhluta Síldarsmugunnar. Landgrunnið var afmarkað til suðurs með reglugerð árið 1985. Aðeins Ísland gerir kröfu um landgrunnsréttindi á Reykjaneshrygg, en á Hatton Rockall-svæðinu hafa Bretar, Írar og Danir fyrir hönd Færeyja, einnig sett fram kröfur um slík réttindi. Í suðurhluta Síldarsmugunnar gera Norðmenn einnig kröfu til landgrunnsréttinda, bæði út frá meginlandi sínu og Jan Mayen, og Danir gera kröfu um slík réttindi fyrir hönd Færeyja. Þar liggur fyrir samkomulag aðila um skiptinguna, en það veltur á því að hverjum um sig takist að sannfæra landgrunnsnefndina um tilkall sitt.
Kemur þessi dagskrá Rússa norður við heimskaut Íslendingum eitthvað við? Það er nú það. Íslendingar hafa ávallt verið fremur deigir við að halda fram landakröfum á norðurslóð og hafa raunar gefið þær frá sér, enda fremur hæpnar. En ekkert miklu hæpnari en tilkall Norðmanna til Jan Mayen eða Bjarnareyjar, svo tvö dæmi séu tekin. En það er ekki gefið að það eigi við um nýtingarrétt á heimskautahafsbotni, ef svo fer, sem horfir, að semja þurfi um hann. Ísland á aðild að Norðurheimskautsráðinu og á margvíslegra hagsmuna að gæta þar nyrðra. Nú saknar maður Eykons sárt.
Í því samhengi þurfa Íslendingar sérstaklega að halda til haga samhengi landsins við Atlantshafshrygginn, sem liggur eftir Atlantshafinu endilöngu. Ekki svo að skilja að Íslendingar eigi rétt á nýtingu hans alls (ef því væri þanig farið gætum við allt eins rakið okkur eftir öllum plötuskilum allt inn í Persaflóa!), en þau rök eru að minnsta kosti jafnhaldbær og hinar nýju kenningar Rússa, sem þeir byggja landnám sitt á hafsbotni á.
Allt þetta kann einnig að skipta máli á öðrum forsendum. Samstarf okkar við næstu nágranna okkar, Grænlendinga og Færeyinga, í Vestnorræna ráðinu verður að líkindum aðeins nánara á næstu árum og áratugum. Ekki er ósennilegt að Grænlendingar muni þegar stundir líða fram gerast aðilar að Hoyvíkursamningnum um fríverslun og þá kann að verða styttra í nánari sambúð vestnorrænu ríkjanna en nokkurn kann að óra fyrir. Grundvöllur þess kynni að verða að þjóðirnar væru samstíga í ábyrgri auðlindanýtingu og eftirliti á nýjum siglingaleiðum á norðurslóð.
Það væri kannski nærtækara og brýnna verkefni utanríkisráðuneytisins en órar um friðflytjendahlutverk Íslendinga fyrir botni Miðjarðarhafs. Og gæti jafnvel borið ríkulegan ávöxt.
Kanadamenn gera lítið úr norðurpólsleiðangri Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.