Leita í fréttum mbl.is

Árangur Ingibjargar Sólrúnar

Ég las athyglisverða bloggfærslu míns góða bloggvinar Hjartar J. Guðmundssonar, þar sem hann fjallar um væntingar stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, og vonbrigði þeirra. Hann rifjar upp margvíslegar spásagnir þeirra um hvernig veröldin myndi verða betri með hana við stjórnvölinn, spásagnir, sem fæstar rættust. Þetta er ágætt safn tilvitnana, sem ber óneitanlega vott um sérkennilega persónudýrkun. Hvernig hún rímar svo við erindi nútímalegs jafnaðarmannaflokks á nýrri öld og allt það er verðugt viðfangsefni fræðimanna.

En: Ég er sammála Hirti um að Ingibjörgu Sólrúnu hafi ekki tekist að uppfylla spádóma stuðningsmanna sinna um kjörfylgi eða kosningasigra, en má hitt ekki vera augljóst að henni hefur orðið verulega ágengt við að leiða Samfylkinguna til áhrifa? Á laugardag verður ríkisstjórnin 100 daga gömul og hveitibrauðsdagar hennar að baki. Getur Samfylkingin ekki vel við unað árangur sinn á þeim tíma, sem jafnan er mikilvægastur í lífi hverrar ríkisstjórnar? Með fullri virðingu fyrir okkar ágætu flokksbræðrum í ríkisstjórn — hið nýja þing hefur enn ekki látið til sín taka af alvöru — sýnist manni að Samfylkingin leiði umræðuna, hvert sem hún svo leiðir.

Þá má ekki gleyma hinu, að Ingibjörgu Sólrún hefur tekist það á undraskömmum tíma, sem henni hafði ekkert gengið við áður: að ná undirtökunum í flokki sínum og ekki síst þingflokknum, sem hún gat ekkert við tjónkað áður. Í því samhengi er rétt að benda á eitt, sem ekki vakti neina athygli á sínum tíma: Þegar flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti tillögu formanns síns um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, fylgdi ein lítil tillaga með, sem samþykkt var umræðulaust. Hún gaf formanni Samfylkingarinnar fullt umboð til þess að hrókera í ríkisstjórn eins og henni sýndist, án þess að bera það undir flokksstjórn eða þingflokk.

Ingibjörg Sólrún er utanríkisráðherra og hefur allt það sviðsljós, sem henni er nauðsynlegt til þess að blómstra. Embætti hennar er einnig öðrum fremur hentugt til þess að hafa þá veislu, sem flokksformanni best hentar. Hún hefur nú þegar sýnt að hún kann að nota völd af því taginu til þess að styrkja stöðu sína.

Geta Samfylkingarmenn kvartað þó þingstyrkurinn sé minni en í þeirra villtustu draumum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég las eimitt þennan pistuk Hjartar...mér finnst þú komast nær því að greina stöðuna eins og hún er.. Solla blómstrar í þeirri stöðu sem hún nú er og það sjá flestir. Hún er sterkur leiðtogi og hefur náð takti í flokkinn enn betur en áður var. Fólk er ekki borgarstjórar í Reykjavík í áratug ef það hefur ekki leiðtogahæfileika.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2007 kl. 07:06

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sem Samfylkingarmaður þá kvarta ég ekki neitt, og eina fólkið sem virðist nöldra yfir Ingibjörgu Sólúnu eða Samfylkingunni er argasti íhaldsarmur Sjálfstæðisflokksins. Kannski eru þeir bara svona hræddir um að Geir fari að hallast enn meira að skoðunum Samfylkingarinnar um samkeppni í landbúnaðarmálum og opinn huga í Evrópumálum og Sjálfstæðismennirnir missa sig þá í histeríu gagnvart Ingibjörgu, frekar en að fara gagnrýna sinn eigin flokk.

Amk hlýtur eitthvað mikið að liggja á sálarlífi þeirra sem eru með formanninn minn svona rosalega á heilanum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 31.8.2007 kl. 07:47

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég tel það hafa verið óráð, að hnoða lífi í hið pólitíska lík, sem lá á börunum eftir síðustu kosningar.

Hefðu menn verið snarir í snúningum, hefði verið auðvelt, að koma á alvöru Nýsköpunarstjórn.

Menn vita ekket hvað verður um uppvakninga.

Miðbæjaríhaldið

veit ekki hvar pólitíska drauga er að hafa

Bjarni Kjartansson, 31.8.2007 kl. 08:14

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Spurning hvort Geir kallinn sé að koma útúr skápnum sem klassískur jafnaðarmaður - margt sem bendi til þess ...

Gísli Hjálmar , 31.8.2007 kl. 09:25

5 identicon

Þín greining á stöðu ISG er í betra jafnvægi en sú sem þú vitnar til.

Ég sé á bókalista þínum Infidel eftir Ayaan Hirsi Ali.

Segðu nú lesendum þínum deili á þessari bók og því sem þar er sagt frá.

Páll Ásgeir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:41

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Áhugaverð skrif að vanda Andrés, takk fyrir þau. Skárra væri það nú annars ef Ingibjörg hefði ekki náð neinum árangri í formannsstóli Samfylkingarinnar. Hitt er svo annað mál að ég er ansi hræddur um að sá árangur hefði sennilega hvort eð er náðst með Össur áfram sem formann og jafnvel enn frekar. Það er því alveg spurning hvort einhver árangur hafi verið af formannsskiptunum í Samfylkingunni 2005.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Mér finnst alltaf svolítið skondið hvað meintir frjálshyggju - eða í það minnsta sjálfstæðis menn, virðast hrifnir af 19. aldar hugmyndum um hinn sterka leiðtoga undir slagorði Leníns um flokkinn: Eining útávið, klisja sem hefur verið grimmt misnotuð til að bæla alla gagnrýna hugsun í stjórnmálaflokkum og -hreyfingum.

Guðrún Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 13:53

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

"Hugsandi maður getur ekki lesið rit jafnaðarmanna án þess að verða sannfærður sósíalisti, nema hann gangi beinlínis af vitinu." (Þórbergur Þórðarson)

... segir allt sem segja þarf!

Gísli Hjálmar , 31.8.2007 kl. 17:55

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Einráður leiðtogi í jafnaðarmannaflokki!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.8.2007 kl. 20:27

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ingibjörg Sólrún er að reyna að fylla upp í tómarúm í utanríkismálum eftir raðir kálhausa í systurflokki einflokksins í BNA og fer það greinilega í taugarnar á áhangendum téðra kálhausa.

Baldur Fjölnisson, 31.8.2007 kl. 22:51

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Blaðafulltrúi Bush í utanríkisráðuneytinu gekk jafnvel fram af eigin flokksmönnum í hálfvitablaðri og þvæi settu þeir hann í seðlabankann til að gjöreyða trúverðugleika bankans. Enginn hefur einu sinni heyrt minnst á þetta norðurlandaráð eftir að Dóra dindli var plantað þar inn.

Maður skilur vel að Ingibjörg Sólrún vilji reyna að hífa ráðuneytið upp úr þessarri vændishefð en menn hafa auðvitað sínar hugmyndir eftir því hvernig þeir liggja.  

Baldur Fjölnisson, 31.8.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband