15.9.2007 | 18:19
Þöggunin
Allnokkur umræða hefur spunnist að síðustu færslu minni um málflutning Sóleyjar Tómasdóttur, ritara Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; ekki aðeins í athugasemdum á bloggi mínum, heldur einnig í athugasemdum við bloggfærslur Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi talskonu Femínistafélagsins, bæði hér og hér. Þó verð ég að kvarta undan því, að femínistar eru enn helst að fjargviðrast yfir því hvort vitna hafi mátt til þessara orða á póstlista femínista, en sneiða nær fullkomlega hjá kjarna málsins, sem mér finnst grafalvarlegur og kalla á vitsmunalega umræðu. Svo ég endurtaki:
Mér finnst í orðum Sóleyjar felast hættuleg afstaða til lýðræðis og mannréttinda. Ég tel að hún boði siðleysi, sem felst í því að aflétta ábyrgð af einstaklingunum á gerðum sínum og láta það falla í skaut illa skilgreindu samfélagi, en um leið gerir hún því skóna að menningarsamfélögin eigi að leggja að jöfnu. Samfélögin virðist hún telja að eigi sér sjálfstæða tilvist, markmið, vilja, og réttindi, óháð einstaklingunum og þeim æðri, sem óneitanlega ber keim af fasískum sjónarmiðum. Jafnframt tel ég að röksemdafærslan feli í sér mannfyrirlitningu, sem eigi margt skylt við kynþáttahatur.
Að því sögðu er mér hins vegar ljúft og skylt að taka fram, að ég fagna því að Sóley skuli hafa gert grein fyrir skoðunum sínum með margnefndum hætti. Þó þær hafi ekki gerðar almenningi ljósar að hennar undirlagi. Eins virðist mér nauðsynlegt að taka fram að ég hef ekkert út á Sóleyju að setja þó mér finnist tilteknar skoðanir hennar ámælisverðar og öllum hugsandi mönnum og frelsisunnandi skylt að mótmæla þeim harðlega. En þvert ofan í það, sem sumir virðast ætla, vil ég endilega að Sóley opni hug sinn sem mest og oftast.
Opinber umræða á Íslandi helgast alltof oft af viðteknum viðhorfum og pólitískum rétttrúnaði, sem yfirleitt er sett fram sem almenn, óljós afstaða, en nánast aldrei í rökstuddum efnisatriðum eða tvímælalausum yfirlýsingum. Á sinn hátt er það því eins og ferskur andblær í stjórnmálaþvargið hér, þar sem flokkarnir virðast hver öðrum líkari hinum, þegar ritari Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og hálfkjörinn fulltrúi borgara Reykjavíkur stígur fram á bloggi sínum og gerir það lýðum ljóst, að þó henni þyki einstaklingarnir skipta máli, þá skipti stjórnvöld samt meira máli! Umræðan varð þá til einhvers, þó tilefnið hafi verið femínistum á móti skapi, en þetta sagði Sóley sumsé á opnum bloggi, en ekki á lokuðum póstlista. Það finnst mér vel tækt til frekari umræðu kjósenda þessa lands, því slík afstaða forystumanns stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins til eðlis lýðræðisins, ríkisins og borgara þess, er vægast sagt óvenjuleg hin síðari ár. Ég hef ekki tekið eftir því að nokkur forystumaður vinstri grænna annar hafi andmælt þessu eða talið það vera á skjön stefnu flokksins. Er það ekki frétt?
Þetta þarf að ræða.
Í ljósi alls þessa finnst mér því harla einkennilegt að lesa hvernig ég (og fleiri fauskar eins og Pétur Gunnarsson og Egill Helgason) eigi að vilja þagga niður í Sóleyju með innantómu þvaðri út í gegn, eins og einhver komst að orði. Nú verða aðrir að dæma um þvaðurstuðulinn hjá mér, en ég get ekki skilið hvernig það, að vilja taka skoðanir hennar til athugunar og gagnrýni getur talist tilraun til þöggunar.
Að mínu viti eru tvær gerðir þöggunar helstar: Ritskoðun og hundsun. Ritskoðunartilburðirnir hafa allir komið úr einni átt í þessari umræðu og varla getur Sóley kvartað undan því að hafa verið mætt með þögninni einni.
Mér þykir það ekki boðleg vörn í þessu máli, að saka menn um einelti fyrir að taka Sóleyju á orðinu og leyfa sér að draga réttmæti skoðana hennar í efa. Það lýsir í raun ótrúlegu óöryggi á málflutningum, að hlaupa strax í það skálkaskjól, en vera ófáanleg til þess að ræða efni málsins nema á vernduðum vettvangi.
Kannski Sóley sé óskeikul, að það eitt að efast um réttmæti orða hennar sé í eðli sínu rangt. Að andófið eitt sé full afsönnun á sjálfu sér. Gerast þá fleiri pápískir en ég hugði. En máske er það málið, að hér ræður trúarsannfæring meiru en skoðun. Vantrúarseggirnir eru handan sáluhjálpar en pupulinn varðar ekkert um kenninguna, sem kúrían ein á að ræða í sínum hópi, helst á sértungumáli, fyrir órekjanlega leiðsögn almættisins. Síðan skal almenningur trúa í blindni, ótta og fullvissu. Lokaður póstlisti er þá réttnefnt klaustur.
Sjálfur hyggst ég áfram negla viðeigandi nótur og ótímabærar athugasemdir á þær hurðir, sem mér þykir við þurfa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað eiga Sóley og Steingrímur J. fornmaður að tala sem mest. Þessum tveim í sameiningu tókst að koma í veg fyrir kosningasigur VG í síðustu kosningum með misgáfulegum umræðum.
Þó Sóley hafi sagt margt furðulegt undanfarin ár, þá er ekkert af því sem toppar nýjustu og gáfulegustu ummælin, sem eiga að firra geranda ábyrgð með vísan til samfélagslegra gilda. Sumsé, að ef nægilega margir einstaklingar fremja afbrot, þá verður gjörningur einstaklingssins afsakanleg með vísan til samfélagslegra gilda.
Hvað ætli þurfi að nauðga mörgum konum, þar til nauðgarar verða saklausir en samfélagið ábyrgt?
Hilmar, 16.9.2007 kl. 11:56
Ég er stöðugt að furða mig á ummælum þessarar konu og tel sem kona að hún sé óheppilegur talsmaður jafnréttis.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 14:41
Sæll Andrés
Heldur fannst mér þú skauta skarpar hér en í lífsleiknifjasinu nú síðast.
En haltu áfram að negla viðeigandi nótur á þær hurðir sem þér þykir við þurfa.
með kveðju frá Grænlandi, Baldvin Kristjánsson
Baldvin Kristjánsson, 30.9.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.