30.9.2007 | 04:29
Lífsleikni 201
Það má rétt vera að ekki sé unnt að láta lokið við tilsögn í lífsleikni fyrir átta ára aldur, þó undirstöðuatriðinum sé komið á hreint þá. Þegar krakkar fara að stálpast blasa við ný viðfangsefni og nýr vandi. Þá mætti halda framhaldsnámskeið í lífsleikni, helst ekki síðar en um 13 ára aldur. Það er alltof seint að fara að halda því að fólki í menntaskóla.
Ég ætla ekki að gera lesendum það að birta þann bálk allan, en hann heitir Hávamál og stendur fyllilega fyrir sínu, þó uppruninn sé aftur í grárri forneskju en við kunnum fyllilega skil á. Það má lesa þau öll á netútgáfu Snerpu. Þar er tæpt á öllu því, sem er verið að býsnast við að kenna í lífsleikni í Menntaskólanum í Kópavogi, og miklu, miklu meira.
læri að meta áhuga- og hæfnisvið sín á gagnrýninn og raunhæfan hátt
Sá er sæll
er sjálfur um á
lof og vit meðan lifir.
Því að ill ráð
hefir maður oft þegið
annars brjóstum úr.
[ ]
Skósmiður þú verir
né skeftismiður,
nema þú sjálfum þér sér.
Skór er skapaður illa
eða skaft sé rangt,
þá er þér böls beðið.
þjálfist í að skoða sjálfan sig og aðra á gagnrýninn og uppbyggjandi hátt
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
[ ]
Það er enn um þann
er þú illa trúir
og þér er grunur að hans geði:
hlæja skaltu við þeim
og um hug mæla.
Glík skulu gjöld gjöfum.
þjálfist í að tjá og fylgja eftir skoðunum sínum, tilfinningum og hugðarefnum á opinberum vettvangi og í vinahópi
Kópir afglapi
er til kynnis kemur,
þylst hann um eða þrumir
Allt er senn,
ef hann sylg um getur,
uppi er þá geð guma.
fái tækifæri til að taka þátt í og njóta list- og menningarviðburða
Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman.
læri að taka ábyrga afstöðu til kynlífs
Og nær morgni,
er eg var enn um kominn,
þá var saldrótt sofin.
Grey eitt eg þá fann
innar góðu konu
bundið beðjum á.
[ ]
Ráðumk þér, Loddfáfnir,
að þú ráð nemir.
Njóta mundu ef þú nemur,
þér munu góð ef þú getur:
Annars konu
teygðu þér aldregi
eyrarúnu að.
taki ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja
Byrði betri
ber-at maður brautu að
en sé mannvit mikið.
Vegnest verra
vegur-a hann velli að
en sé ofdrykkja öls.
[ ]
Óminnishegri heitir
sá er yfir öldrum þrumir.
Hann stelur geði guma.
Þess fugls fjöðrum
eg fjötraður var'g
í garði Gunnlaðar.
geti átt auðgandi og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi
ber-at maður brautu að
en sé mannvit mikið.
Auði betra
þykir það í ókunnum stað.
Slíkt er volaðs vera.
[ ]
Haltur ríður hrossi,
hjörð rekur handarvanur,
daufur vegur og dugir.
Blindur er betri
en brenndur sé:
Nýtur manngi nás.
læri að taka ábyrga afstöðu sem neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi
Mikið eitt
skal-a manni gefa:
Oft kaupir sér í litlu lof.
Með hálfum hleif
og með höllu keri
fékk eg mér félaga.
læri að umgangast sjálfan sig og umhverfi sitt af virðingu
Hjarðir það vitu
nær þær heim skulu
og ganga þá af grasi.
En ósvinnur maður
kann æva-gi
síns um mál maga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 406068
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona áður en þú býsnast mikið meira yfir lífsleikninni Menntaskólanum í Kópavogi þá ættirðu kannski að átta þig á hvaðan krafan um lífsleiknikennsluna kemur. Þegar allir mennta- og framhaldsskólar landsins taka upp kennslu í faginu, þá hlýtur það að vera á grundvelli samræmdrar námsskrár - sem hönnuð hefur verið í menntamálaráðuneytinu.
Engu að síður get ég vel fallist á það með þér að bæði hávamál og heilræðavísur eigi að öðlast aukna vigt í uppeldi barna, hvort sem það gerist fyrir eða eftir 8 ára aldur.
Elfur Logadóttir, 30.9.2007 kl. 20:46
Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert sérstaklega á móti lífsleikninni í Menntaskólanum í Kópavogi umfram aðra skóla, en það var vegna vinnubragðanna þar á bænum, sem þessi umræða kviknaði.
Auðvitað er rétt að þessi vitleysa er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins og viðkomandi ráðherra. Ég nenni ekki að gá, en mér finnst sennilegt að látið hafi verið undan þessu rugli í menntamálaráðherratíð Björns Bjarnasonar. Hann getur þá nagað sig í handarbökin núna. En maður verður að lifa í þeirri von að einhverntíman átti menntamálaráðherra sig á ruglinu og hendi því út í hafsauga.
Andrés Magnússon, 30.9.2007 kl. 22:49
Ég lærði reyndar síðast ,,lífsleiknis'' námsgreinina í grunnskóla, en ekki menntaskóla. En ég veit ekki til þess að ég muni eftir nokkru úr þeim tímum, nema eitthvað um misfætta stóla. Það kann jafnvel að vera fyrir tíð Björns Bjarnasonar í stól menntamálaráðherra, en ég lærði þetta um ''93 leitið minnir mig.
Hávamál ættu hinsvegar eiginlega að verða skyldunámsefni fyrir grunnskóla ásamt skotfimi og landvarnafræðum.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.