Leita í fréttum mbl.is

…allir saman nú!

Pétur Gunnarsson, ritstjóri Eyjunnar, býsnast yfir því að bent sé á framsóknarmafíuna að störfum. Ýjar nánast að því að mannréttindabroti í því, hvort að framsóknarmenn megi ekki stunda viðskipti eins og annað fólk. En þá er Pétur að missa af punktinum. Hann er sá að framsóknarforkálfum virðist fyrirmunað að stunda viðskipti eins og annað fólk. Það er meinið.

Í bloggfærslu Péturs lætur hann eins og hér ræði bara um einhverja sárasaklausa kjósendur Framsóknarflokksins, sem svo ótrúlega vilji til að hafi viðskiptavit. Ótrúlegt viðskiptavit sýnist manni raunar. Gefum Birni Inga Hrafnssyni orðið um það:

Ég er geysilega ánægður með framboðslistann og bind miklar vonir við allt það góða fólk sem á þar sæti. Margir hafa unnið í þágu Framsóknarflokksins um langt árabil, aðrir eru nýgræðingar í pólitík. Heiðurssæti listans skipa þau Valdimar Kr. Jónsson, prófessor emeritus, Sigrún Sturludóttir húsmóðir, Áslaug Brynjólfsdóttir fv. fræðslustjóri og loks Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Þá er formaður kosningastjórnar Helgi S. Guðmundsson framkvæmdastjóri, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í marga áratugi.

Þetta skrifaði Björn Ingi á blogg sinn hinn 18. mars 2006, undir fyrirsögninni: „B-listinn: Nú þurfa allir að standa saman“. Manni sýnist að það hafi bara lukkast ágætlega. Þeir standa allir saman enn.

Var það ekki mikilmennið Benjamín Franklín, sem sagði að ef menn stæðu ekki saman myndu þeir áreiðanlega hanga hver í sínu lagi?

Sú samstaða kom Birni Inga svo á óvart að hann felldi tár. Ég get upplýst það að ég grét líka þegar ég fékk fregnir af því. Af hlátri.

..................

Á myndinni að ofan eru flokksforysta Framsóknarflokksins í desember síðastliðnum, séðir með vélauga Sivjar Friðleifsdóttur. Þetta eru Helga Sigrún Harðardóttir, Sigurjón Örn Þórsson, Sigurður Eyþórsson, Rúnar Hreinsson, Jón Sigurðsson, Stefán Bogi Hjálmarsson, Helgi S. Guðmundsson, Guðni Ágústsson og Sæunn Stefánsdóttir. Helgi er þessi með veskið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Aðeins eitt um viðbrögð hægrimanna í borginni að segja:  Sök bítur sekann!

Auðun Gíslason, 13.10.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé fátt því til fyrirstöðu að sjálfstæðismenn láti reyna á lýðræðið eftir þetta valdarán, sem er greinilega í aðra röndina bitur hefnd fyrir "svik" sjálfstæðismanna í s.l. þingkosningum.

Ég myndi vilja knýja fram kosningar, sem yrðu framkvæmdar þannig að forkosningar yrðu hjá öðrum sveitastjórnum um hvort kjörinn meirihluti skuli sitja. Þeir sem falla á prófinu verða með í kosningum til að koma þessum leikbrúðum Alfreðs frá. ´Það yrði lýðræði í reynd. Það er ekkert sem réttlætir svona kúpp og enginn kaus þessa sjálfmiðuðu og spilltu framagosa, sem nú sitja og eru eingöngu að þjóna sínum persónulega hégóma, auk þess að leiða athyglina frá arðráninu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband