13.10.2007 | 21:10
Kvartmilljón á mann!
Það rifjaðist upp fyrir mér að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga árið 2006 var það eitt kosningaloforða Björns Inga Hrafnssonar, að rétt væri að söluandvirði 45% eignarhluta Reykjavíkur í Landsvirkjun rynnu beint í vasa eigendanna, borgarbúa sjálfra. Um það sagði hann meðal annars í forsíðufrétt, sem ég skrifaði hinn 19. maí 2006:
Það ríkir enginn verulegur ágreiningur um það, að óskynsamlegt sé fyrir Reykjavíkurborg að standa í uppbyggingu tveggja samkeppnisfyrirtækja á orkumarkaði, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Landsvirkjunar, sagði Björn Ingi aðspurður um hvort hann vildi einkavæða OR. Ég tel að OR eigi áfram að vera í samfélagseigu og að það eigi að efla hana. En við höfum ekkert við 45% óvirkan eignarhlut í Landsvirkjun að gera, fyrirtækis, sem er í samkeppni við OR.
Þetta hlaut víða góðar undirtektir, en ekki meðal samstarfsmanna hans í borgarstjórn. Sjáum til hvort Svandís Svavarsdóttir vill taka það upp í hinni nýju og nútímalegu stefnu, sem henni hefur verið falið að móta. Mér sýnist að hún sé opin fyrir hverju sem er þessa dagana.
Björn Ingi er vanur að klára þau mál, sem hann tekur að sér fyrir umbjóðendur sína. Mér sýnist að hann hafi síður en svo gefist upp á því að losa fast fé úr orkugeiranum. Hann ákvað bara að gefa þá annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Andrés, það er eins og þér hafi yfirsést að allt starf hjá Orkuveitunni hefur verið unnið undir forystu Sjálfstæðisflokksins það sem af er kjörtímabilinu og því fráleitt að kenna Framsókn um allt sem aflaga hefur farið.
Ef ákveðið hefur verið að gefa einhverjum peninga OR, þá er það undir forystu félaga þinna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.
Þessi uppákoma sem varð í borgarstjórninni er ótrúlegt klúður Sjálfstæðismanna sem útilokað er að hægt sé að kenna Birni Inga um.
Þessi klaufaskapur flokksins mun kosta nokkra borgarfulltrúa pólitíkst líf. Nokkuð klárt er að Vilhjálmur Vilhjálmsson og Gísli Marteinn Baldursson séu búnir að vera. Óvíst er með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en ýmislegt sem bendir til að hún muni ekki kempa hærurnar í pólitík. Ef Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er heppin mun hún sleppa frá þessu, en aðeins ef hún er sérlega heppin.
Það er Því afar sérkennilegt hve bloggarar Sjálfstæðisflokksins leggjast fast á árar um að sverta Björn Inga. Þið gerið ykkur ótrúverðuga með þessu móti.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 01:21
Heill og sæll Andrés.
Ég tek undir með þér enda eitraður pistill fyrir framsóknarmenn. Það mun koma betur í ljós síðar. Björn Ingi hefur líka svikið okkur Grafavogsbúa varandi að Sorpa kæmi aftur í Grafavog sem vinur hans Alfreð seldi vinum lóðina undir iðnaðarhúsnæði sem Sorpa hafði til umráða. Það er mín skoðun að framganga Björns Inga mun þurrka út framsóknarflokkinn.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 14.10.2007 kl. 12:20
Sæll Andrés
Ég veit ekki til þess að orkuveitan hafi verið að losa um nána fjármuni með þessum samruna, þannig að ég get ekki séð samhengið í þessu hjá þér. Hins vegar er Orkuveitan að fjárfesta til framtíðar til þess að geta skilað til borgarbúa arði síðar meir, í stað þess að selja þetta á slikk núna eins og sjálfstæðismenn vilja. Þurfa sjálfstæðismenn ekki að selja eignarhluta Landsvirkjunar í Hydrocraft invest (sameiginlegt fyrirtæki Landsvirkjunar og Landsbankans) í einum grænum (og á brunaútsölu eins og þeim einum er lagið í einkavæðingu ríkisfyrirtækja), það er ekki hægt að vera að stunda svona áhættu rekstur með fé almennings svo ekki sé talað um Landvirkjun sjálfa. Það er ótrúlegt að heyra málfluting sjálfstæðismanna um þessar munir og óhætt að segja að þeir stígi nú ekki í vitið þessa dagana.
Kv. Stefán Guðmundsson
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:42
Heill og sæll Andrés.
Þetta er alveg með ólíkindum hvernig þessi skrif þín berast út þegar gamall refur úr Skagafirði ryðst fram á ritvöllinn og reynir að verja pabba strákinn hann Björn Inga í þessu Orkuveitu máli.
Hvað segir þú um að gögnin voru á ensku sem voru kynnt fyrir stjórnarmönnum finnst þér það eðlilegt hvernig Björn Ingi kemur fram með þessum hætti? og ekki sæmandi nokkrum að koma svona fram við borgarbúa. Enda er það þjóð þekkt hjá framsóknarmönnum að svo sé. Það þíðir ekkert fyrir þig Stefán að kenna öðrum um gerðir ykkar sem þið hafið staðið fyrir.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 14.10.2007 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.