Leita í fréttum mbl.is

Aumkunarvert Alþingi

Drepið í hinum nýja öskubakka Alþingis.

Undanfarin ár hefur nokkuð verið rætt um að skilin milli hinna þriggja greina ríkisvaldsins séu orðin óljós. Sérstaklega þykir mönnum halla á Alþingi í því samhengi, það sé orðið lítið annað en afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins, sem sendi því frumvörp og fyrirmæli eftir þörfum.

Þetta sást glögglega nú í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, þurfti ekki annað en að byrsta sig í pontunni um að ófært væri að leyfa reykingar í þar til gerði reykkompu í kjallara þinghússins og þá hleypur forsætisnefnd til eins og rakkar — kjölturakkar nánar til tekið — og flýtir sér að samþykkja allsherjar reykbann í þinginu.

Nú geta menn haft skoðanir á því hversu vel fari á því að Alþingi hafi slíkt reykafdrep á meðan það setur öðrum harða löggjöf um að þeim sé það bannað. Um það hefur hins vegar verið rætt síðan Helgi Seljan upplýsti um reykkompuna í Kastljósi RÚV fyrir allnokkrum mánuðum. Kráareigendur bentu síðan á þetta misræmi þegar þeim var nóg boðið og almenningur hefur látið í sér heyra um málið í auknum mæli. Ekkert af þessu hafði hins vegar minnstu áhrif á þingheim, í mesta lagi tautað um að einhvers staðar yrðu vondir að vera (sem Alþingi er vitaskuld glæsilegt dæmi um). En það þurfti ekki nema eina ræskingu úr ráðuneyti til þess að forsætisnefnd Alþingis hlypi til, móð og másandi, og færi að óskum yfirvaldsins.

Svo undrast stjórnmálamenn að virðing Alþingis fari þverrandi. Ætli það standi ekki í einhverju samhengi við sjálfsvirðinguna? 


mbl.is Bannað að reykja í Alþingishúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ráðherrarnir (framkvæmdavaldið) sitja á alþingi og starfsmenn þeirra úti í bæ semja lögin sem gúmmístimplarnir á alþingi síðan samþykkja. Framkvæmdavaldið skipar síðan dómara eftir sínu höfði og hagsmunum og hugmyndafræði. Ráðherrarnir eru þannig beggja vegna borðsins eftir eigin höfði að vild.

Þetta er ekkert nýtt og þetta gervilýðræðiskerfi hefur grasserað lengi. En furðu lengi hefur tekist að þegja það í hel. En það er ekki hægt lengur. Bæði gýs rotnunin upp fyrr eða síðar hversu lengi sem ilmefnum er spreijað á hana og síðan er nokkuð síðan Pravda og Dabbi misstu einokun sína á veruleikahönnun landsmanna.

Baldur Fjölnisson, 9.2.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband