10.2.2008 | 12:58
Silfurslegin umræða um borgina
Silfur Egils er í loftinu og málefni borgarstjórnar vitaskuld í brennidepli.Þar er margt mælt af mismiklu viti. Þannig heyri ég menn efast um að meirihlutinn standist ef Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir af sér. Af hverju ætti það að vera? Hafa enn eitthvað sérstakt fyrir sér að Sif Sigfúsdóttir muni ekki styðja meirihlutann? Nei, auðvitað er það ekki svo. Það er rétt að minna á að í samkomulagi meirihlutans kom ekkert fram um að hann tengdist persónu Vilhjálms sérstaklega og raunar athyglisvert að ákvæðið um borgarstjóraskiptin var fremur loðið, þannig að við því má augljóslega ýmsu hrófla.
Ég held einnig að það sé beinlínis rangt að sexmenningarnir geti ekki komið sér saman um oddvita ef Villi fer. Ætli vandinn sé ekki fremur sá að í þeirra hópi vill enginn ræða slíkt af fyrra bragði af ótta við að vera brigslað um hnífslag í bak Villa. Við munum umræðuna frá síðasta hausti. Þá ættu menn ekki að gleyma því heldur, að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er sexmenningunum hlýtt til Villa og vilja ekki gera honum dagana þungbærari en orðið er. Ég er efins um að honum sé nokkur greiði gerður með því að bíða og bíða eftir að hann taki af skarið, en það er annað mál.
Ég heyri það út um allan bæ meðal sjálfstæðismanna, að Hanna Birna Kristjánsdóttir sé augljós arftaki Villa og engin hreyfing um annað. Umræðan um Guðfinnu S. Bjarnadóttur sem utanaðkomandi borgarstjóra er svo gersamlega úr lausu lofti gripin, en kann að helgast af því að sögusagnir hafa verið uppi um að henni líki ekki stjórnmálin jafnvel og hún hafi vonast til og að hún hafi látið spyrjast út að hún væri ekki afhuga góðum atvinnutilboðum. Ég veit ekki hvað er hæft í þeim, en ætli hún hafi sérstakan áhuga á því að fara yfir í Ráðhúsið þar sem fyrirsjáanlegt er að hríðin verði öllu harðari.
En síðan kann fleira að spila inn í. Einhverjir kunna að vera því mótfallnir að einhver úr borgarstjórnarflokknum verði leiddur í borgarstjórastól, þeir hinir sömu hafa sjálfsagt hugmyndir um að leiða fram nýjan forystumann í næsta prófkjöri og vilja helst veikja stöðu borgarstjórnarflokksins sem mest fyrir það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.