Leita í fréttum mbl.is

Silfrað um auðlindir og einokun

Það er merkilegt að hlusta á Dag B. Eggertsson ræða um skýrslu stýrihópsins í Silfri Egils, sem honum þykir afar merkileg heyrist manni. Ekki síst finnst honum sem það álit stýrihópsins að Orkuveitan eigi að vera í almenningseigu meitli í stein að allar auðlindir landsins eigi að vera þjóðnýttar. En þar ræðir um tvennt gerólíkt. Annars vegar er Orkuveitan, sem er einokunarfyrirtæki í eigu borgarbúa með skýr markmið um að hún skuli þjóna þeim. Það má því ekki nota einokunartekjur hennar í hvað sem er og miðað við reynsluna þykir ljóslega varhugavert að vera í samkrulli með einkafyrirtækjum í áhættusömum verkefnum.

Hitt atriðið verður væntanlega tekið til kostanna á Alþingi innan skamms og lýtur að eðli eignarréttarins, þeirrar heimspekilegu spurningar hvort auðlindir eigi að lúta sérstökum lögmálum í þeim efnum og hvort þjóðnýting sé endilega heppilegasta, réttlátasta eða skilvirkasta leiðin til ábyrgrar nýtingar þeirra. 

— — —

Nú nokkrum mínútum síðar ber hann sér svo á brjóst og segir að hann og Samfylkingin hafi verið á móti því að afhenda einkaaðilum fjármuni og á móti sameiningu REI og Geysi Green Energy! Hvað varð um allar yfirlýsingar hans um hvernig hann og Samfylkingin vildu græða milljarða, nei tugmilljarða króna í slíkum bissnessævintýrum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband