Leita í fréttum mbl.is

Mannkynssagan í Silfrinu

Þegar nýi meirihlutinn var myndaður á dögunum náðu Samfylkingarmenn varla upp í nefið á sér af bræði og hneykslan yfir því hvernig meirihlutinn var myndaður. Það hefði nú verið eitthvað annað en þegar REI-listinn var myndaður. Hann hefði verið myndaður þegar Björn Ingi Hrafnsson hrökklaðist úr meirihlutasamstarfinu og Samfylkingin og hinir hefðu komið til bjargar, gert skyldu sína til þess að mynda meirihluta í borgarstjórn og blablabla. Sjálfstæðismenn hefðu á hinn bóginn farið með slægð og pukri á fund Ólafs F. Magnússonar með yirboð til þess eins að splundra meirihlutanum. Og blablabla.

Þá var eins og allir hefðu gleymt því hvernig Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi lýstu myndun meirihlutans á Tjarnarbakkanum forðum daga. Þá kom skýrt fram að Björn Ingi hefði verið öldungis heill og heiðarlegur í samstarfinu og raunar á leið til fundar við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson vin sinn, þegar það barst símtal. Og frá hverjum? Jú, margnefndum Degi B. Eggertssyni! Hann hefði viljað ræða meirihlutasamstarf og úr því varð meðan Villi beið og beið. Ég minni bara á Ununarlagið vinsæla, sem finna má í spilaranum hér til hægri: Ljúgð’að mér.

En nú virðist Dagur aftur hafa skipt um skoðun sína á mannkynssögunni, því í Silfri Egils núna áðan talaði hann um frumkvæði sitt við myndun REI-listans. Hér er verðugt rannsóknarefni fyrr áhugamenn um samtímasögu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, það er lágmark að menn muni hvað þeir segi frá Degi til Dags.

Ragnhildur Kolka, 10.2.2008 kl. 14:52

2 identicon

Merkilegt að það skuli  vera  ein helsta málsvörn ýmissa að búa til aulabrandara um nafn Dags B. eggertssonar, sbr. Pétur Blöndal í  Silfrinu og athugasemdina hér að ofan.

 Þegar  komið er á það  stig  að farið er að snúa út úr nöfnum  fólks, þá  er umræðunni eiginlega lokið.

ESG (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:56

3 identicon

Ég man ekki betur en eitt slagorð Samfylkingarinnar hafi verið "Góður Dagur til að kjósa"

Hver er þá að snúa út úr nafninu?

Kalli (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: haraldurhar

   Andrés það er tilllaga mín til þín að þú hefir skif um leikhúsgagnrýni, og byrjir á Fló á skinni, sem Leikfél. Akureyrar hefur nú nýhafið sýningar á.   

    Ofangreindur texti þinn um stjórnmál er í mínum augum sönnunn þess að þú eigir að láta af skrifum um stjórnmál. 

haraldurhar, 10.2.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég get nú ekki verið annað en sammála Haraldihar.  Það er greinlegt að það er eitthvað að samgöngumálunum hjá Andrési.  Til hans berast fréttir illa, úr lagi farnar og seint.  Vel til fundið að Sjálfstæðismaðurinn skrifi um Fló á skinni, þar sem ekki er verið að sýna Óvita!

Auðun Gíslason, 10.2.2008 kl. 18:46

6 identicon

Það sem Andrés dregur hér fram er vissulega eftirtektarvert og full ástæða til að halda til haga. Gildir þá einu hvern menn styðja í stjórnmálum.

Það er líka fróðlegt að skoða athugasemdir Haraldshar og Auðunar hér að ofan. Báðir forðast þeir efnislega rökræðu. Þeim tekst ekki einu sinni að hafa orð á því hvað það er í máli Andrésar sem þeim mislíkar svo mjög. Svona málflutningur vekur fyrirlitngu á þeim sem hann hafa í frammi en eykur samúð með þeim sem gagnrýndur er.

Margur myndi hrósa happi að eiga sér svo hraksmánarlega lélega andmælendur en ég þykist þó vita að Andrés kysi sér betur vopnaða - og gefna - andstæðinga að etja við kappi í orðræðunni.

Bjarki M. Karlsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:22

7 identicon

Skrýtið hvernig blaðamenn sem vilja láta taka sig alvarlega geta breytt söguskýringum vegna pólitísks rétttrúnaðar.  Það er öllu snúið á haus og útkoman er einhver moðreykur sem liðast um alla sjálfstæðismenn sem lepja hann upp og syngja síðan sama kórinn. Fyrst skömmuðust þeir sín gríðarlega og létu ekki heyra í sér, síðan kom einn og kom með söguskýringu, síðan kom annar og sagði sömu söguna og svo komu þeir einn af öðrum og allir með sömu tugguna sem búin hafði verið til fyrir þá. Það að einhver þeirra hafa sjálfstæða skoðun er fjarri lagi. Þetta er viðvarandi hjá sjálfstæðismönnum. Hvernig var það ekki þegar Davíð oddson var forsætisráðherra? Ef það kom upp einhver skandall þá þögðu allir þangað til keisarinn var búinn að tala og síðan komu litlu lömbin með sömu tugguna og keisarinn hafði lagt fyrir hjörðina. Engin sjálfstæð skoðun!

Valsól (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 20:47

8 identicon

Athyglisvert.  Hér gagnrýna 3 menn skrif Andrésar, án þess að taka efnislega á málinu og nota þess í stað barnalega fúkyrðaræðulist.   Ekki verður hægt að álykta öðruvísi en að með þessu séu viðkomandi að staðfesta að það skrif Andrésar séu rétt lýsing á veruleikanum, þó svo að sá sannleikur hitti þá illa fyrir.   

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: K Zeta

Eiga Reykvíkingar skilið svona endalausa vitleysu?  Stjórnmálamenn eru svo fjarri raunveruleikanum og uppteknir við að hafa hlutina pólitískt rétta að málefni borgarbúa gleymast því öll orka kjörinna fulltrúa fer í innbyrðisátök þar sem hlutirnir snúast um menn en ekki málefni.  Verkefnin eru mjög brýn; grunnskólarnir okkar dragast afturúr nágrannalöngunum, gatnakerfið er löngu sprungið og rándýr heilbrigðisþjónusta er ekki að skila sér markvisst.  Villi þetta og Dagur hitt, "who cares?" setjumst niður og skoðum verkefnin og fáum skynsamt vinnusamt fólk til að leysa úr því sem ég að ofan taldi.

K Zeta, 10.2.2008 kl. 21:43

10 Smámynd: Ólafur Als

Sjálfbirgingsháttur jafnaðarmanna hefur lengi gert þeim illkleyft að finna að eigin verkum. Andmælendur Andrésar hér eru, eins og Bjarki nefnir, ekki sterkgreindir og verða jafnaðarmenn ekki allir dæmdir af þeirra skrifum. Sem Sjálfstæðismaður hef ég sett spurningamerki við þátt míns flokks í valdabrölti undanfarins misseris, auk þess að hafa fundið að hve fulltrúar hans hafa ekki verið nægilega samstilltir. Ég hef ekki verið sáttur við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið gerandi í að skapa trúnaðarbrest á milli Reykvíkinga og fulltrúa sinna. Hins vegar er nöturlegt að hlusta á suma vinstri menn hneykstlast á síðustu "valdatöku" án þess að sjá samlíkingarnar við þá fyrri. Nánast óskiljanlegt sæmilega greindu fólki.

Ólafur Als, 10.2.2008 kl. 22:19

11 identicon

Það fór ekkert á milli mála að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sprakk vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi selja REI eins og skot og Framsóknarflokkurinn vildi það ekki. Hver man ekki eftir því sem Hanna Birna sagði? Hún sagði að Bingi hefði ekkert þurft að gera annað en að samþykkja það sem sjálfstæðismenn vildu þá hefði allt verið í lagi. SVo þessi málflutningur Andrésar er þetta sem ég lýsi hér ofar. Það er eins og Andrés hafi ekki hlustað á neitt í þessum þætti nema það sem Pétur Blöndal sagði. Þess vegna segi ég, vill Andrés láta taka sig alvarlega sem blaðamann eða ætlar hann að tala eins og hann sé á launum hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er stórundarlegt þetta með það að þegar það verður skandall í þjóðfélaginu, og oftar en ekki er það vegna gjörða Sjálftökuflokksins, þá lepja þeir vitleysuna hver eftir öðrum þrátt fyrir að þeir viti betur. Svo skrifa menn hérna að jafnaðrmenn séu ekki málefnalegir. Það vita allir út af hverju þessi meirihluti Sjálsfstæðis og Framsóknar sprakk, og hvers vegna er þá blaðamaðurinn Andrés Magnússon að reyna að snúa út úr sannleikanum?

Valsól (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:21

12 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sem andmælendur Andrésar eiga sameiginlegt er að minnast aldrei á viðfangsefni pistilsins hans.  Hann kom greinilega við auma kviku með þessum ummælum. Þeir bera ekki einu sinni við að bera blak af goðinu.

Enn kannski er til of mikils mælst að gera kröfu um að fólk muni hvað gerðist í gær. Fólk sem greinilega vakna upp á hverjum morgni með minnið eins og nýblæjaðan þvott.

Ragnhildur Kolka, 10.2.2008 kl. 23:22

13 identicon

Viðfangsefni pistilsins er að henda sandi í augun á almenningi, að koma þeirri hugmynd af stað eða svo kallaðri smjörklýpuaðferð, að myndun Tjarnarkvartettsins svo kallaða hafi verið með sömu formerkjum og myndun núverandi meirihluta. Þetta er bara beinlínis óheiðarlegt og ekkert annað. Það vita allir að meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, sprakk vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn heimtaði það að REI yrði selt eins og skot. Hann Birna sagði í sjónvarpinu að það eina sem Bingi hefði þurft að gera væri að samþykkja það sem Sjálfstæðismenn vildu og þá væri allt í fína lagi. Bingi gat ekki fallist á það og fór sína leið og þar með sprakk þessi meirihluti. Þetta vita allir og hvers vegna nema fyrir óheiðarleika, eru menn að egra því skóna að þetta hafi gerst með einhverjum öðrum hætti? Ragnhildur dettur síðan í pyttinn og viðheldur og styður smjörklýpuna sem Pétur Blöndal lét falla í Silfur Egils í dag, og Andrés Magnússon lepur upp eftir honum þó svo hann viti betur. Þetta eru sorgleg stjórnmál og óheiðarleg. Þetta er eins og þegar ég gagnrýndi ráðningu í dómarasæti þar sem Árni Matt var aðal leikari, þá kom einn með athugasemdir þar sem hann varði gjörninginn. Ég verð bara að segja það að ég myndi aldrei verja svona lagað ef það væri einhver sem ég hefði kosið sem myndi haga sér með svipuðum hætti, ég gæti það ekki heiðarleika míns vegna. Þessi smjörklýpuaðferð er ógeðfeld og er þeim sem hana nota til mikillar minkunar.

Valsól (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 00:14

14 Smámynd: K Zeta

Og að lokum þá vil ég segja að Íslenska Ríkið og sveitafélög, njóta þess vafasama heiðurs að hafa flesta starfsmenn sem prósentu af virku vinnuafli innan OECD.  Ég held að "alvöru" hægrimenn innan Sjálfstæðisflokksins, ef þeir þá finnast, ættu að fara ofan í saumana á því í hvað skattapeningarnir okkar fara og af hverju þessu unga þjóð þarf að sætta sig við svona "Sósíaliskan Aristókrata"  Það sést best í þessum borgarmálum hversu "imputent" mannskapur velst í stjórnmál.

K Zeta, 11.2.2008 kl. 00:41

15 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Það er merkilegt hvað jafnaðarmenn eru viðkvæmir fyrir því ef eitthvað er sett út á hinn langorða Dag B. Hann er reyndar snillingur í því að hvítþvo sjálfan sig í orðagjálfri og kaffæra viðmælendur hvort heldur það eru fréttamenn eða aðrir í endalausum langlokum þar sem enginn veit hvort hann er að byrja eða enda. Merkilegt að sjá þau þarna í silfrinu eins og hamingjusöm hjón, ekki gekk hnífurinn á milli þeirra, talandi um tjarnarkvartettinn sem ég hélt reyndar að væri bara tríó eins og staðan er í dag.

Jóhann Hannó Jóhannsson, 11.2.2008 kl. 06:23

16 identicon

Algjörlega sammála þér Andrés.

Furðulegt þú hvað fólk er tilbúið í að stökkva á þann vagn að verið verja Dag og hans lið og ráðast á Ólaf og Vilhjálm. Ég fæ alls ekki séð hver munurinn sé á þessum tveimur gjörningu þ.e. þegar þessi meirihluti var myndaður eða hinn sem lifði í 100 daga. Báðir eiga það samaeiginlegt að vera myndarðir af 8 manna meiri hluta, báðir m.a. af einstaklingi sem stökk frá borði með í raun ef fólk er samgjarnt litlar ástæður. Mér finnst reyndar helv.... dapur öll þessi vegferð allt frá því Björn Ingi stökk frá borði en munurinn er lítill á honum og Ólafi ef menn nenna að vera sangjarnir og sjá hlutina eins og þeir eru. 

Tek undir með síðasta ræðumanni, það er enginn kvartett þar sem Margrét er alveg ísköld úti. Þau eru aðeins þrjú á palli, í minnihluta.

gugr (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:16

17 Smámynd: Auðun Gíslason

Pistill Andrésar er nú á þeim nótunum, að það er varla hægt að ætlast til að nokkur maður ræði hann á alvarlegum nótum.  Smjörklípa er orðið sem notað hefur verið yfir svona málflutning, Andrés!

Gaman að frú Kolka, einlægur stuðningsmaður Vilhjálms Þ., skuli minnast á minnisleysi.  Smá smjörklípa!

Auðun Gíslason, 11.2.2008 kl. 09:51

18 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill hjá þér Andrés!

Júlíus Valsson, 11.2.2008 kl. 11:52

19 identicon

Fundur borgarstjóra, oddvita sjálfstæðismanna, í Elliðaárstöð með borgarfulltrúum sínum þar sem hann gerir þeim grein fyrir sameiningu REI og GGE sem orðnum hlut, borgarfulltrúarnir mótmæla en borgarstjóri fer samt og samþykkir sameininguna - í óþökk borgarfulltrúana.

Fundur borgarfulltrúana 6 (án oddvitans) með formanni og varaformanni flokksins þar sem borgarfulltrúarnir kvarta undan vinnubrögðum oddvitans.

Fundur borgarfulltrúana 7 án samstarfsmannsins þar sem tekin var ákvörðun um grundvallaratriði án þess að ráðfæra sig á nokkurn hátt við samstarfsmanninn og niðurstaðan kynnt sem "orðinn hlutur"

Og að lokum orð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem lýsa þessu betur en nokkuð annað:  Það hefði verði hægt að leysa þetta ef Björn Ingi hefði bara fallist á okkar sjónarmið.

Ekkert að þessu gerðist í aðdraganda þess að slitnaði upp úr Tjarnarkvartetsmeirihlutanum - og það má draga fram fleiri atriði sem menn eru geta túlkað hlutina með mismunandi hætti - allt hér að ofan eru hreinar og klárar staðreyndir sem enginn getur deilt á nokkurn hátt um.   Til dæmis var haft eftir ónefndum áhrifamanni í Sjálfstæðisflokknum að hann væri skelfingu lostinn yfir að Vilhjálmur ætti að halda áfram að hugsa um hagsmuna flokksins.

Það að draga til eitt atriði sem er sameiginlegt með þessum ferlum gerir það ekki að verkum að ferlin séu sambærileg!  Þetta á maður sem kallar sig blaðamann að vita!

Það sem gerðist fyrir fjórum vikum var að þar var endurvakinn óstarfhæfur flokkur með "loforði" um að borgarstjórinn sem var rúinn öllu trausti tæki aftur við starfinu - og við borgarbúar urðum jafn skelfingu lostin og ónefndi sjálfstæðisforystumaðurinn yfir því að Vilhjálmur eigi eftir að hugsa um hagsmuni Reykjavíkur!

Hvernig í ósköpunum er hægt að líkja þessum atburðum saman skil ég hreinlega ekki!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 12:06

20 identicon

Steingrímur, þú ert greinilega ómerkingur, m.v. hvað þú velur að draga út að Hanna Birna hafi sagt.   Greinilega gert aðeins í einum tilgangi af þinni hálfu;  óheiðarlegum tilgangi, því ef þú mannst eftir þessum orðum, þá hlýtur þú líka að muna eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu að málamiðlunarsamkomulag væri til staðar við Björn Inga.  

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:33

21 identicon

Sigurður - ert þú þá ekki jafn mikill ómerkingur að draga bara þetta atriði af þeim sem ég nefndi fyrir ofan?

Ég vissi vel af því að Sjálfstæðismenn töldu sig vera komnir með samkomulag við Björn Inga, en mér heyrðist Björn Ingi ekki vera jafn viss um það eins og þau.  Og af hverju orðaði Hanna Birna þetta svona ef þau voru komin með samkomulag? 

En ástæðan fyrir því að ég dró þetta fram var einfaldlega sú að mér þykja þessi orð lýsa svo vel hugmyndum sjálfstæðismanna um samstarf - á eiginlega við um öll hin atriðin líka...

Steingrímur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband