22.2.2008 | 01:46
Pressudagur
Á laugardag er opinber bakklappsdagur íslenskra fjölmiðlunga, en þá er pressudagurinn svonefndi. Klukkan 15.00 verður opnuð ljósmyndasýning á vegum Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar verður til sýnis úrval blaðaljósmynda síðasta árs og verðlaun veitt fyrir myndir ársins í ýmsum flokkum. Ástæða er til þess að hvetja alla áhugamenn um fjölmiðlun til þess að sjá sýninguna, en vel má halda því fram að þar rísi fagmennskan hæst í íslenskri fjölmiðlun, enda starfsmannavelta þar minni en í öðrum greinum hennar og svigrúm til listræns metnaðar meira.
Klukkan 17.00 verða hins vegar veitt Blaðamannaverðlaunin, en þau eru þrjú talsins. Fyrst skal telja Blaðamannaverðlaun ársins 2007, þá eru veitt verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2007 og loks fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2007. Nefnd fór yfir tilnefningar frá félögum í Blaðamannafélaginu, valdi þrjár í hverjum flokki og loks verðlaunahafana. Verðlaun af þessu tagi eru ávallt umdeilanleg og ekki síður hvernig staðið er að vali þeirra, en minna má á það hneyksli þegar Sigríður Dögg Auðunsdóttir var verðlaunuð fyrir ritstuld annars vegar og umfjöllun upp úr þýfi hins vegar. Eins komu upp efasemdir um það þegar Gerður Kristný fékk verðlaun fyrir bókarskrif, þó bókin hafi vissulega verið alls góðs makleg.
Í ár er ólíklegt að verðlaunin valdi mikilli úlfúð, þó sjálfsagt yrðu einhverjir hissa ef gervöll ritstjórn DV yrði verðlaunuð fyrir nærgætna umfjöllun um vistheimilið í Breiðavík eða Baldur Arnarson á Morgunblaðinu fyrir röð frétta og fréttaskýringa um svifryk, jafnágæt og hún var.
Hér skal spáð að Pétur Blöndal fái Blaðamannaverðlaun ársins fyrir frábæra umfjöllun sína um REI-málið í Morgunblaðinu, sem sló öllu öðru við, bæði hvað varðaði efnistök og fréttagildi. Eins að Þóra Tómasdóttir og Sigmar Guðmundsson hljóti rannsóknarblaðamennskuverðlaun fyrir umfjöllun sína um Breiðavíkurmálið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Loks að Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson fái umfjöllunarverðlaunin fyrir margvíslega umfjöllun í Kompási á Stöð 2. Um helgina má svo að líkindum lesa langt mál um það á þessum stað hvers vegna spáin gekk ekki eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þinn ágæti pistill hefði verið enn betri ef þú hefðir sagt að blaðamannaverðlaunin væru þrenn, - ekki þrjú.
ESG (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.