22.2.2008 | 10:04
Dómharka er meiri löstur en fjárhættuspil
Ég skrifaði færslu á Eyjuna í gærkveldi, þar sem ég vék að spilamennsku Birkis Jóns Jónssonar. Þar setti ég í stuttu máli fram þá skoðun að hún kæmi engum við nema Birki Jóni sjálfum.
Nú les ég hugleiðingar Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, um þessi mál. Þar heldur hann því fram að Birkir sé haldinn spilafíkn og verði að leita sér hjálpar. Það byggir hann á því að Birkir hafi komið í spilavíti á Suðurgötu fyrir sex árum!
Mér finnast svona sleggjudómar og dómharka ekki boðleg. Hvað þá að þeir eigi erindi í fjölmiðla. Bendir eitthvað til þess að spilamennska Birkis hafi háð honum á einhvern hátt? Eða að almenningur eða almannavaldið þurfi að grípa til sinna ráða vegna hennar? Nei, svo er ekki. Hins vegar er verið að stilla manninum upp við vegg, knýja hann til þess að bera af sér ósannaðar sakir og um leið láta hann svara því hvort hann sé fíkill eða ekki. Það finnst mér ósæmilegt í meira lagi.
En kannski þetta lýsi einhverjum breyttum viðhorfum í þjóðfélaginu, að menn telji samfélagið eiga einhverja kröfu á breytni einstaklinganna umfram þessar lágmarkskröfur, sem settar eru fram í lögum. Að það sé tækt til opinberar umræðu hvort Bubbi reykir eða ekki, Birkir spili eða Bjarni Harðar sé of feitur.
Tillitssemi og umburðarlyndi eru dyggðir; afskiptasemi og dómharka ekki. Dómharka er meira að segja meiri löstur en fjárhættuspil, því hún smitar út frá sér en mögulegur skaði af fjárhættuspilum er næsta takmarkaður við þann, sem þau stundar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil benda á góða færslu sem Ólína Þorvarðardóttir skrifaði um þetta mál í gær. Ég er sammála henni.
Kristín Helga (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:32
Ég held að það sé ansi erfitt að lastaraða sérlega fíkn og dómhörku. Hver sá sem fer í stjórnmál verður að gera ráð fyrir dómhörku og skotum. Nú logar allt í Bandaríkjunum hvort forsetaframbjóðandi hafi haldið framhjá fyrir sex árum. Stjórnmálamenn munu fá ertuhætturaðberjakonunaþína spurningu áfram. Birkir var bara klaufi í úrvinslunni. Jú, jú Össur skaut yfir markið (ekki strikið eins og Sigurður Kári sagði).
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:40
Ég tek undir þetta með þér, Andrés.
Það má ekki gleyma því að það sem Birkir Jón gerði var löglegt meðan hann hefur fjárhættuspil ekki að atvinnu. Það getur vel verið að Birkir Jón sé að glíma við einhverja fíkn. Ég spyr bara hver hefur ekki einhverja fíkn að berjast við? Það er bara ekkert í fréttinni (játningu Birkis Jóns) sem gefur í skyn að hann eigi við slíka fíkn að eiga og því er það algjörlega óviðeigandi fyrir Reyni Traustason að slá svona hlutum fram. Jafn óviðeigandi og sumir bloggarar hafa verið að tengja áfengisdrykkju við ummæli og vandræðagang Össurar Skarphéðinssonar og Vilhjálm Þ. Vilhjálmssonar. Þetta er dæmigerð aðferð við að búa til nýja og alvarlegri frétt og beina þannig athyglinni frá umræðuefninu.
Marinó G. Njálsson, 22.2.2008 kl. 12:33
Alveg sammála þessu. Það er ekkert ósiðlegra að henda peningum í veðmál en hvaða aðra vitleysu sem menn hafa gaman að, t.d. jeppa. Síðan er alveg klárt að maðurinn var aldrei á neinu gráu svæði varðandi lögin. Í fyrsta lagi hefur hann ekki atvinnu af fjárhættuspilum. Jafnvel þótt hann hefði atvinnu af pókerveðmálum þá má draga verulega í efa að það teldist ólöglegt ef marka má danskan dóm í svipuðu máli: http://nyhederne-dyn.tv2.dk/article.php/id-7568028.html
Oddgeir Einarsson, 22.2.2008 kl. 14:56
góður andrés - eiginlega jafn góður og kollegi okkar rt er aumkunarverður. þessi umræða um spilafíkn er annars nokkuð merkileg í landi sem er að koma úr háloftum hlutafjárfyllerís, - hefur engum dottið í hug að loka kauphöllinni,- það er þar sem spilafíklar geta virkilega misst sig og hafa gert sumir...
Bjarni Harðarson, 22.2.2008 kl. 17:37
Nei veistu, ég held að hann sé haldin spilafókn.
Valsól (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:49
Íslendingar eru með þessari umræðu um þetta saklausa og 100% löglega spilerís Birkis að slá heimsmet í smáborgara- og smásálarhætti. Svei mér þá, ef ég skammast mín ekki fyrir að vera Íslendingur m.v. á hvern hátt margir hér tjá sig. Þvílíkir mölbúar!
Á virkilega að gera lítið úr manni fyrir að spila spil og nota það gegn honum pólitískum sandkassaleik? Hvaða löstur er fólgin í því að leika sér með svo saklausum hætti? Er fólk algjörlega að missa sig í fávitaskap? Reynir Traustason er sennilega lágkúrulegasti blaðamaðurinn á íslenskum markaði í dag og mega vinnuveitendur hans skammast sín fyrir að borga fyrir óvönduð vinnubrögð hans.
Tek það fram að ég er ekki framsóknarmaður og spila spila sjálfur ekki fjárhættuspil (nema ef vera skyldi að hlutabréfaviðskipti floakkast sem slíkt) í formi hlutabréfakaupa), en ofbýður þessi umræða engu að síður.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 04:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.