24.2.2008 | 14:51
Blaðamannaverðlaunin
Ég var víst búinn að lofa skýringum á því hvers vegna spádómar mínir um Blaðamannaverðlaunin gengu ekki eftir, svo það er rétt að efna það heit.
Kristján Már Unnarsson á Stöð 2 er duglegur fréttamaður og fréttir hans úr hversdagslífi á landsbyggðinni sem vörpuðu ljósi á þjóðfélagsbreytingar hafa örugglega verið góðra gjalda verðar. Vandinn er sá að ég man ekki eftir einni einustu þeirra. Dómnefndin hefur sjálfsagt í og með verið að verðlauna ákvörðun fréttastofunnar um að sinna slíku málefni í fréttaröð, enda oft undan því kvartað í hinum faglegu kreðsum Blaðamannafélagsins að slíkum fréttaflutning sé of lítið sinnt, eftirfylgni sé of lítil o.s.frv.
Ég fer hins vegar ekki ofan af því að Pétur Blöndal á Morgunblaðinu hefði verið betur að verðlaununum kominn. Umfjöllun hans um REI-málið var leiftrandi snilld, vel skrifuð, upplýsandi og fól í sér ótal góða fréttapunkta. Slíkt finnst mér nær að verðlauna en hugmyndir um ritstjórnarstefnu. A.m.k. meðan verið er að veita einstaklingum verðlaunin.
Því finnst mér einnig merkilegt að gervöll ritstjórn DV hafi verið verðlaunuð fyrir umfjöllunina um Breiðavíkurmálið. Þar er misjafn sauður í mörgu fé og það sást enda á umfjöllun blaðsins um þetta viðkvæma mál, að hún var brokkgeng. Í þokkabót deildi ritstjórnin svo verðlaununum með þeim Þóru Tómasdóttur og Sigmari Guðmundssyni í Kastljósi RÚV fyrir umfjöllun um sama mál, en mér fannst þeirra framlag langtum betra og áhrifameira. Þannig voru verðlaunin útþynnt enn frekar, ekki aðeins með því að láta heilu miðlana deila þeim, heldur ekki síður hinu að erfitt er að verjast þeirri hugsun að dómnefndin hafi verið að verðlauna Breiðavíkurmálið sjálft fremur en umfjöllunina um það.
Til hvers er þá verið að standa í þessu?
Kristján Már hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála - tek undir hvert orð hjá þér.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.2.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.