24.2.2008 | 23:29
Sovét-Ísland í Silfrinu
Ég hnaut um að í Silfri Egils að mín góða vinkona Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tönnlaðist á hinni sovésku stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins og nefndi til marks um hana áform um álver hér og þar og olíuhreinsistöð. Ekki var að heyra að aðrir hefðu neitt sérstakt við það að athuga. En hvað á hún við? Þessi iðnaðaráform, sem sum teljast til stóriðju og önnur ekki, eru ekki á forræði hins opinbera. Öðru nær raunar, því Samfylkingarráðherrarnir Össur Skarphéðinsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slík áform.
Ekki nóg með það, því þau hafa gert ýmislegt, sem í þeirra valdi stendur ekki til þess. Er þess skemmst að minnast hvernig einhver starfsmaður Össurar í iðnaðaráðuneytinu (nema það hafi verið sjálfur ráðherrann) varð uppvís að því að dreifa ósönnum óhróðri um fjárhagsstöðu eins þessara fyrirtækja til fjölmiðla og sjálfur umhverfisráðherra taldi það ekki fyrir neðan virðingu sína að segja Alþingi ósatt um losunartölur í fyrirspurnartíma. Hún ætti að minnast þess að menn njóta aldrei meiri virðingar en sjálfsvirðingar.
En þetta er sem sagt hin nýja staða. Hér áður fyrr voru stjórnvöld á þeytingi út um allan heim til þess að lokka fjármagn til iðnaðaruppbyggingar hérlendis, en nú koma menn sjálfviljugir með fjármagn og er vel tekið af heimamönnum, en möppudýr eins og Össur og Tóta reyna að bregða fæti fyrir þá með bellibrögðum. Ekki frekar en það kemur þeim við hvort alltof margar ísbúðir séu í Hafnarfirði eða ekki.
En Lilja var frekar fúl yfir þessu öllu og sérstaklega vegna þess að þessi þróun væri ekki í samræmi við umræðuna fyrir kosningar. Hvaða umræðu? Umræðugrundvelli vinstrigrænna? Eða Íslandshreyfingarinnar? Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk 14,35% atkvæða og Íslandshreyfingin 3,27%, mætti þá ekki segja að sjónarmiðum þeirra hafi verið hafnað? Ég veit ekki, enda kom í ljós að hún var fyrst og fremst að vísa til Fagra Íslands, umhverfisstefnu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og fannst lítil til um efndirnar. Sérstaklega hvað varðaði stóriðjustoppið svonefnda. Það snerist um að öllum ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þar
til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. Þar er vitaskuld átt við ákvarðanir stjórnvalda, en Lilja virðist halda að þar ræði um allar heimsins ákvarðanir. Eða a.m.k. á Íslandi. Þannig er það nú ekki.
Annars hjó ég eftir því að hún var jafnvel enn fúlli þegar talið barst að nýsamþykktum ályktunum vinstrigrænna gegn einkavæðingaráformum, sem engin eru. Hún varðist fimlega og sagði að þarna væru vinstrigrænir að nefna einu nafni útvistun, úthýsingu, einkaframkvæmd og hvað þetta nú allt heitir. Gott og vel, en er þá ekki rétt að kalla stefnu vinstrigrænna í þessum efnum einu nafni og réttara? Þjóðnýting er gott og gilt orð og meira að segja smíðað af vinstrimönnum sem jávætt og fagurt orð yfir eignaupptöku og sovétvæðingu. Er ekki tímabært að vinstrigrænir gangist bara við þeirri stefnu sinni? Manni sýnist að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi sameinast um þjóðnýtingaráform í orkugeiranum, svo hvað dvelur kommana?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, þetta er pistill sem kemur á óvart.
Valsól (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:34
Allir vildu þeir Lilju kveðið hafa í kútinn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:27
Fúllyndi Lilju minnti á Þjóðviljaafturhaldið þegar Miklabrautin var byggð fyrir áratugum.
Ég hélt ekki að vont gæti versnað svona mikið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2008 kl. 10:00
Það er nú orðið svo að maður tekur til fótanna þegar þessi blessuð kona birtist á skjánum. Það rennur uppúr henni vitleysan endalaust. Það er með ólíkindum að fjölmiðlar nenni orðið að eltast við hana í viðræðuþætti.
Ævar (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:30
Okkur er gerður greiði með því að sýna hvað þetta fólk er að hugsa en málið er að það meinar vel en veit ekki betur. Við gefum okkur ekki vit og það mætti líka fara að efla málefnalega umræðu á miðjunni (Sjálfstæðisflokknum) og kannski færa hana eilítið til hægri en það virðist vera einleikur Péturs Blöndal að tala úr þeirri áttinni.
K Zeta, 26.2.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.