Leita í fréttum mbl.is

Kurr á kærleiksheimilinu

Það er áfall fyrir Össur að sveitarfélög í landinu skuli ekki bara fara að vilja hans um hvar og hvenær megi stunda iðnað, jafnvel þó svo hann hafi ekkert yfir málinu að segja þrátt fyrir að eiga að heita iðnaðarráðherra (sem er náttúrlega aðaláfallið). Helst vildu ráðherrarnir líkast til bara getað stjórnarð landinu með tilskipunum.

Hin uppgefna ástæða fyrir andstöðu Össurar við álver í Helguvík er ekki síður merkileg:

Heppilegra væri fyrir efnahag þjóðarinnar að bíða með framkvæmdirnar svo Seðlabankinn geti farið að lækka stýrivexti.

Já, var það málið? Menn rausa um efnahagslífið endalaust og ef ástandið er ekki Davíð að kenna, þá bera bankarnir ábyrgðina, nú eða útrásarfurstarnir. Þegar allt um þrýtur eru það bannsettir neytendurnir og húsnæðiskaupendur. En aldrei heyrir maður þessa herra anda um hið augljósa: að aðalsökin liggur hjá hinu opinbera, sem hefur þanist út á undanförnum árum og þar á bænum datt aldrei neinum í hug að slaka á klónni, þó þeir væru alla daga að vanda um við þegnana að nú yrðu þeir að hætta þenslunni.

Orð Össurar eru þó aðallega merkileg fyrir aðrar sakir. Hinn síkáti starfsmaður á plani er með þeim að efna til ófriðar við Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem hefur sagt það hið besta mál að efna til stóriðjuframkvæmda til þess að gera örðugari tíma í efnahagslífinu bærilegri. Þar var Geir ekki aðeins að lýsa einhverri almennri, abstrakt skoðun, heldur að tala sem forsætisráðherra. Efnahagsmál eru ótvírætt á hans forræði. En nú ætlar iðnaðarráðherra að sýna hvað í honum býr á því sviði!


mbl.is Bíða hefði átt með að veita framkvæmdaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband