Leita í fréttum mbl.is

Háðung Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands

Hæstiréttur telur sig hafa fellt dóm yfir Hannesi Hólmstein Gissurarsyni, en í raun hefur hann fellt enn einn dóminn yfir sjálfum sér. Verra er hins vegar að ég fæ ekki betur séð en að rétturinn hafi kveðið upp dauðadóm yfir alþýðlegri ævisagnaritun ef svo óheppilega skyldi vilja til að viðfangsefnið hafi skilið eftir sig heimildir.

Dómurinn er raunar óvenjulegur fyrir þær sakir að þar játar Hæstiréttur að 

engin skýr og afdráttarlaus skilgreining [verði] gefin á því hvar mörkin liggja milli þess sem talist getur annars vegar heimil nýting á efnisatriðum eða staðreyndum úr höfundaréttarvernduðum texta og þess hins vegar að nýting textans sé með þeim hætti að hún varði lögvernduð höfundaréttindi samkvæmt I. kafla laganna. Hljóta þessi mörk að ráðast í hverju tilviki á mati, sem óhjákvæmilega getur á stundum orðið vandasamt og umdeilanlegt. 

Mörkin milli hins löglega og ólöglega eru sumsé óþekkt, en Hæstiréttur leggur á það mat, sem þó er umdeilanlegt. Tæpast getur það talist góður dómur í máli, sem gefa mun fordæmi um ókomna tíð. Hvað þá að Hæstiréttur dæmi stefnda til verulegra fébóta þó sjálfsöryggi réttarins sé ekki meira en þarna greinir. 

Ég gluggaði í þessi textabrot, sem fébæturnar eru dæmdar vegna. Ég er einfaldlega ekki sammála réttinum um að þar sé texti Halldórs K. Laxness endurnýttur með óleyfilegum hætti í stórum stíl. Í nokkrum tilvikum finnst mér Hannes halda sig svo fast við frumheimildina að ástæða sé til þess að finna að því, en fráleitt þannig að afkomanda hans beri fébætur fyrir. Þar er ekki vegið að sæmdarrétti Halldórs og þó vel megi kalla hann höfund þeirra málsgreina er vandséð að það feli í sér höfundarréttarbrot að því leyti að Hannes hafi þóst eiga þá stílsnilld (eða tilgerð eftir atvikum), hvað þá þannig að erfingjarnir verði fyrir fjártjóni af.

Líkindin með dæmunum, sem dæmt var vegna, eru auðvitað augljós, enda er annar textinn heimild hins. Það eru hins vegar aðeins svo og svo margar leiðir til þess að segja frá sama lítilfjörlega atburðinum, þar sem helsti liturinn felst í orðum eða orðalagi. Hannes endursegir mikið af minningabrotum Nóbelskáldsins og notar óhjákvæmileg mikið sömu orð, ekki aðeins af því að önnur séu ekki tiltæk til þess að lýsa hinu sama af nægilegri nákvæmi, heldur ekki síður til þess að lesendur haldi sambandi við þann heim, sem bar fyrir augu Laxness. Fáir íslenskir höfundar eru með sterkari höfundareinkenni en Killi og það hefði unnið fullkomlega gegn tilgangi verksins ef Hannes hefði lagst í að dauðhreinsa það af karlinum.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson , sem seint verður sakaður um sérstakt dálæti á Hannesi Hólmsteini, orðar þetta afar skýrt:

Í mínum huga liggur það beint við þegar rituð er ævisaga rithöfundar eða annars þess manns sem lætur eftir sig mikið af skrifuðum texta, þá hlýtur bókarhöfundur að nýta sér þann sjóð.

Öllum lesendum bókanna nema ösnum er ljóst hver heimildin er, að höfundi dytti ekki í hug að reyna að finna slíkt upp hjá sjálfum sér og að önnur leið er vart fær við ritun þeirra. Öllum nema ösnum og hæstaréttardómurunum Árna Kolbeinssyni, Garðari Gíslasyni, Hjördísi Hákonardóttur, Ingibjörgu Benediktsdóttur og Páli Hreinssyni.


mbl.is Bótaskyldur vegna ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjartanlega sammála þér Andrés.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.3.2008 kl. 05:27

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það þýðir víst lítið að deila við dómarann. Höfundarréttarmál verða alltaf vandamál - því miður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 07:02

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Er að velta fyrir mér hvernig verk Halldórs sjálfs eða til dæmis Þórbergs myndu fara út úr umfjöllun íslenska dómkerfisins miðað við þessar forsendur.

Einar Þór Strand, 14.3.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Snobbið er líka faktor, STÓR faktor.

Snobbað er fyrir sumum en ekki öðrum.

Svo er ekki við góðu að búast af svona liði.  Þau dæma um slysaatvik sm verður af notkun véla sem þau vita ekki einusinni hvernig virka, hafa égð mynd af því en vita ekki meir.  Telja sig umkomin að dæma um bótarétt starfsmanna sem verða fyrir tjóni ÁN þess að kalla á sérfróða menn.

 Ekki er nema von, að almenningur og þá sérstaklega ungt fólk, sem erfa á landið hin nýja Aldamótakynslóð, ---bera ekki snefil af virðingu fyrir svona liði.

Upphafin af eigin ágæti og vilja sjálf ráða því hverir veljast í klíkuhópinn.

Aumkunarvert lið.

Miðbæjaríhaldið

Bar eitt sinn mikla virðingu fyrir Hæstarétti og Borgardómi, nú finnst mér þetta lið vera verjendur hagsmuna löffa, tryggingafélaga og peningastofnana, mis virðingaverðra.

Bjarni Kjartansson, 14.3.2008 kl. 10:48

5 identicon

Asnar OG hæstaréttardómarar????  Af hverju ekki bara ASNAR EINS OG ....  ????

 Það er líklega heppilegt fyrir Kiljans-kynið að þeir höfundar sem Halldór Laxness rændi og ruplaði á sínum tíma, orðrétt, staf fyrir staf, eiga ekki slíkt ríkisrekið vina- og ættingjaslekti sem Dunu og kó, til að sækja fébætur fyrir höfundaréttarstuld.

Og

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:08

6 identicon

Og  (framhald) ég ítreka að það eigi að skila "gjöfum til íslensku þjóðarinnar" frá Kiljans-kyninu og "selja" aftur eignir kynsins sem voru keyptar á uppsprengdu verði.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Snorri Bergz

SPurning hvort t.d. Hamsun-ættin í Noregi eigi ekki kröfu til Gljúfrasteins?

Snorri Bergz, 14.3.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Þungur dómur. Er ekki lögfróður en að mínu mati hefði Hr. getað sleppt fjársektum í þessu tilviki. Dómurinn hlýtur þó að vera tímamótadómur og er að sjálfsögðu fordæmisgefandi. Nú þurfa menn að vanda skrif sín. Gósentíð gæsalappanna er nú runnin upp. Lílklega er best að byrja hverja bók og enda á slíkum löppum.

Júlíus Valsson, 14.3.2008 kl. 16:40

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Getur Hannes ekki áfrýjað þessu til mannréttindadómstóls?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 17:08

10 Smámynd: Andrés Magnússon

Nú fylgdist ég ekki með réttarhaldinu og hef ekki séð málsskjöl. En miðað við dómsorðið er ég ekki frá því að Hannes gæti freistað þess að láta taka málið upp á þeim vettvangi á þeirri forsendu að hann er látinn gjalda meintrar vanreifunar um „hvaða venjur gilda hér á landi um tilvísanir í verk höfunda við ritun á ævisögum þeirra“, sem ekki verður séð af dómsorðinu úr héraði að stefnandi hafi reifað neitt eða vísað til í kröfum sínum.

Andrés Magnússon, 14.3.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband