Leita í fréttum mbl.is

Óveður feykir manni á þing

Íslendingum er nokkuð umhugað um veðrið, enda allra veðra jafnan von hér úti í Ballarhafi. Í annálum var getið um aftakaveður, hér var til merkilegt tímarit með nafninu Stormur, Hannes Hafstein orti um ást sína til stormsins, Halaveðrið er enn umtalað og ég man að skáldið Dagur heitinn Sigurðarson leyfði mér að hafa það eftir sér í Newsweek, aðspurður um áhuga Íslendinga á Flóabardaga fyrri árið 1992, að auðvitað fylltust Íslendingar áhuga á slíku eftir að hafa ekki talað um annað en veðrið í hálfa öld.

En veðrið er svo sem öðrum þjóðum hugleikið líka. Aðgerð Bandamanna í fyrrnefndum Flóabardaga nefndist Desert Storm, Þjóðverjar eiga sitt Sturm und Drang og einhverntíman var víst alræmd ræma, sem bar nafnið Storm of the Century

Mörgum kom á óvart að Jón Gunnarsson skyldi skjóta Ragnheiði Ríkharðsdóttur ref fyrir rass í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hafa menn það fyrir satt að hann hafi verið heppinn með veður, því rétt fyrir prófkjör dundi óveður á landinu og þá þurfti Jón Gunnarsson að taka á honum stóra sínum sem framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Segja gárungarnir að allir hafi vitað að veðurhæðin hafi verið mikil, en fáir hafi áttað sig á því að stöku hviða myndi duga til þess að feykja mönnum alla leið inn á þing.

Ætli myndin hér að ofan, sem birtist í Morgunblaðinu, hafi ekki gert gæfumuninn fyrir Jón? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annar viðeigandi bíótitill væri væntanlega The Perfect Storm.....

Gunnar V (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 22:21

2 identicon

Er ekki rétt að Siggi Stormur rýni í veðurspá síðustu helgi?

stormur (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 22:45

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðrið er eina umræðuefnið sem vit er í!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2006 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband