17.6.2008 | 00:54
Réttum hjálparhönd
Mér brá þegar mér bárust fréttir af því að Finnbogastaðir í Trékyllisvík hefðu brunnið til kaldra kola. Mér rann til rifja þegar ég las um að Mundi á Finnbogastöðum stæði eftir eignalaus, en þó hann hafi sjálfur komist með naumindum út úr eldhafinu brunnu rakkar hans inni. Hef ég þó aldrei komið þangað og aldrei hitt Munda, Guðmund Þorsteinsson.
Samt finnst mér eins og ég þekki Munda eilítið og sé málið skylt eftir að hafa lesið um hann í bókinni hans Hrafns Jökulssonar vinar míns, Þar sem vegurinn endar. Ekki aðeins vegna þess að hún er með betri bókum íslenskum, sem ég hef lesið, heldur vegna hins sem Hrafn hefur ekki þreyttst á að brýna fyrir mér, lesendum sínum og lærisveinum í skákinni, að við erum ein stór fjölskylda. (Og einum stærri fjölskylda í dag en í gær, því Krummi varð afi í morgun!) Þess vegna er mér málið skylt, því við Mundi erum einhvernveginn skyldir (þó Íslendingabók segi það nú aðeins í níunda lið).
Mundi er 65 ára gamall. Faðir hans byggði húsið sem brann í dag og þar fæddist Guðmundur. Fjölskylda hans hefur búið undir Finnbogastaðafjalli í að minnsta kosti 12 kynslóðir. Finnbogastaðir eru einn af 8 bæjum sem eru í byggð í Árneshreppi. Samheldni er aðalsmerki Árneshreppsbúa þegar á móti blæs og sveitungar hans ætla að hjálpa Munda; þeir ætla ekki að láta staðar numið fyrr en þeir eru búnir að reisa karli nýtt hús.
Félag Árneshreppsbúa hefur því stofnað styrktarreikning fyrir Munda á Finnbogastöðum, en reikningsnúmerið er 1161-26-001050 og kennitala 451089-2509.
Það eru blikur á lofti í efnahagslífinu, sumir blankir, margir uggandi. En það er hjóm eitt hjá því að horfa upp á ættaróðalið fuðra upp og allar eigurnar með. Fyrir hálfsjötugan mann. Ég skora því á lesandann að sýna örlæti, samstöðu og hlýhug með því að leggja Munda hjálparhönd. Framlag hvers og eins þarf ekki að vera mikið, en margt smátt gerir eitt stórt.
Svo sakar ekki nema fyrir þessa allra vantrúuðstu að minnast Munda í bænum okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2008 kl. 01:53 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bænir duga skammt þarna Andrés, hvað þá í öðru samhengi. Ég mun þó láta verkin tala og hvet um leið alla að taka undir þessa áskorun Andrésar. Er það ekki það sem trúin snýst um í raun?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 16:06
Sem vantrúaður þá mun ég minnast Munda í bænum mínum, Reykjavík...
En gott mál að hjálpa öðrum!
DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 16:22
Verðugt málefni og góð færsla.
Jakob (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.