18.11.2006 | 22:55
Faglegistarnir
Vinir mínir á Vef-Þjóðviljanum gera leiðara Steinunnar Stefánsdóttur í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag að umtalsefni og eru ekki beint dolfallnir yfir spekinni. Benda þeir á hversu fráleitt það er að gera kynferði fólks að þeirra eina mælikeri, líkt og svo margir virðast mælast til um þessar mundir, ekki síst þegar kemur að því að stilla upp á framboðslista.
Auðvitað er slíkt bjánaskapur, en ég held að þessi umræða öll sé byggð á misskilningi og hugsanaleti. Ef marka má þessa spekinga, ætti helst að setja staðla um skipan framboðslista, svo þeir endurspegluðu þjóðina eða ákveðin viðhorf sem best. Og hvað? Ef slík áform gengju eftir væru auðvitað allir listar eins og til hvers ætti þjóðin þá að ganga að kjörborðinu til þess að velja sama graut í öllum skálum? Væri þá ekki einfaldara að á þjóðþingið væru einfaldlega valdir verðugir fulltrúar þjóðarinnar á faglegum og ópólitískum forsendum að uppfylltum tilteknum skilyrðum? Það væri bara einhver matsnefnd, sem sæi um það? Það er kannski það sem tæknikratarnir helst vildu. Slíkar hugmyndir hafa auðvitað oft komið fram áður undir ýmsum nöfnum, en þær koma lýðræði ekki við. Það mætti kannski stinga upp á nafninu faglegistar" um boðbera þeirra, sem rímar hreint ágætlega við falangista.
Í því framhaldi svo velta því fyrir sér hvernig kjósendur hafa tekið þeim framboðum, sem hafa reynt að fylgja einhverjum kreddum í uppstillingu framboðslista. Ég man t.d. ekki eftir því að kvennaframboðin hafi sópað að sér kjósendum. Ekki frekar en að einhver sérstök fylgni hafi verið milli fléttulista og fylgis.
Ég á erfitt með að verjast þeirri hugsun, að sumum þyki kjósendur ekki taka nægilega hressilega undir þeirra frábæru framboð og fersku hugmyndir. Og þá á bara að hræra í því hverjir megi bjóða sig fram þar til kjósendur geta ekki annað en kosið rétt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2006 kl. 03:46 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.