Leita í fréttum mbl.is

Frost á Fróni

Friðjóni R. Friðjónssyni finnst það hlægilegt að hlusta á viðtal Spegilsins við Trausta Valsson, skipulagsfræðing, sem er nýbúinn að gefa út bók um meint áhrif hinnar meintu hnattrænu hlýnunar, How the World Will Change — with Global Warming. Honum finnst tímasetningin ankannaleg mitt í þessum áköfu heimskautafrosthörkum. Guð hefur magnaða kímnigáfu eins og fjölmörg dæmi sanna og hann tók undir aðfinnslur Friðjóns með því að hjúpa landið í 30-50 cm djúpum snjó.

En þetta er ekkert eindæmi. Erlendis er farið að tala um „Al Gore áhrifin“. Varaforsetinn fyrrverandi, sem á sínum tíma fann upp netið, hefur að ferðast víða um heim til þess að vara við hnattrænni hlýnun og auglýsa mynd sína An Inconvenient Truth, en það er eins og kuldaköst elti hann og fylgismenn hans. Upphaf þessa er jafnan rakið til ræðu, sem Gore hélt í New York árið 2004, en þá urðu mestu kuldar á Nýja Englandi í hálfa öld. Hann er nú staddur í Eyjálfu þar sem þúsundir hafa svarað kalli hans um að mótmæla hnattrænni hlýnun… í roki, rigningu og kulda. Þetta hefur líka gerst í Montreal í Kanada, í Brisbane þar sem mótmælin rigndi niður og feyktust burt og í Byron Bay þurfti að nota mótmælasólhlífarnar til þess að verjast skýfalli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband