19.11.2006 | 19:30
Frost á Fróni
Friðjóni R. Friðjónssyni finnst það hlægilegt að hlusta á viðtal Spegilsins við Trausta Valsson, skipulagsfræðing, sem er nýbúinn að gefa út bók um meint áhrif hinnar meintu hnattrænu hlýnunar, How the World Will Change with Global Warming. Honum finnst tímasetningin ankannaleg mitt í þessum áköfu heimskautafrosthörkum. Guð hefur magnaða kímnigáfu eins og fjölmörg dæmi sanna og hann tók undir aðfinnslur Friðjóns með því að hjúpa landið í 30-50 cm djúpum snjó.
En þetta er ekkert eindæmi. Erlendis er farið að tala um Al Gore áhrifin. Varaforsetinn fyrrverandi, sem á sínum tíma fann upp netið, hefur að ferðast víða um heim til þess að vara við hnattrænni hlýnun og auglýsa mynd sína An Inconvenient Truth, en það er eins og kuldaköst elti hann og fylgismenn hans. Upphaf þessa er jafnan rakið til ræðu, sem Gore hélt í New York árið 2004, en þá urðu mestu kuldar á Nýja Englandi í hálfa öld. Hann er nú staddur í Eyjálfu þar sem þúsundir hafa svarað kalli hans um að mótmæla hnattrænni hlýnun í roki, rigningu og kulda. Þetta hefur líka gerst í Montreal í Kanada, í Brisbane þar sem mótmælin rigndi niður og feyktust burt og í Byron Bay þurfti að nota mótmælasólhlífarnar til þess að verjast skýfalli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2006 kl. 03:45 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.