24.11.2006 | 13:35
Enginn áhugi á eldvörnum
Í frétt á mbl.is, sem er vísað til hér að neðan, kemur fram að samkvæmt könnum sem Gallup gerði fyrir Brunamálastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) sé eldvörnum verulega ábótavant á mörgum heimilum. Talsvert vanti upp á að nægilega margir hafi reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki á heimilum sínum og alltof fáir (17,3%) segjast hafa gert neyðaráætlun fyrir heimilið. Þetta er vafalaust þörf ádrepa fyrir jól og áramót.
En ég verð samt að játa að reynsla mín af fagmönnunum í þessum bransa er ekkert sérlega traustvekjandi.
Ég bý í gömlu timburhúsi í grónu hverfi og næsta hús við hliðina á er líka timburhús. Vandinn er sá að á milli húsanna er óleyfisskúr, sem staðið hefur hér í einhverja áratugi sakir ótrúlegs sinnuleysis borgaryfirvalda, en um aldarfjórðungur er síðan samþykkt var á skúrinn niðurrifsskrafa. Skúrinn tengir húsin saman og einhvern ógæfudaginn myndi hann mynda eldbrú á milli þeirra. Ef kviknar í öðru húsinu mun hitt húsið verða sama eldi að bráð, en hús af þessu tagi fuðra upp á nokkrum mínútum og allar eldvarnir snúast um það að koma heimilisfólkinu út í stað þess að reyna að bjarga nokkrum verðmætum.
Af þeim sökum hafði ég samband við forvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og vildi að gerð yrði úttekt á skúrnum. Ég var minnugur þess hvernig eldur í óleyfisskúrum á baklóðum við Laugaveg hafði breiðst út í önnur hús og þá var gert mikið átak til þess að uppræta þá. En nei, það reyndist enginn áhugi á að athuga það. Við vorum akkúrat einni götu frá því svæði, sem tekið var til skoðunar í kjölfar stórbrunans við Laugaveg, og þar við þurfti bara að sitja! Mér leið eins og kúnna á tómum veitingastað, sem fær ekki afgreiðslu hjá eina þjóninum af því að ég sit ekki á hans borði.
En nú eru nýir herrar í Ráðhúsinu. Kannski ég hringi í gamla góða Villa.
Eldvörnum á mörgum heimilum verulega ábótavant | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2006 kl. 05:25 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahérna eru menn að vakna upp við vondan draum?? Þetta er nú ekki nýtt og skítur reglulega upp kollinum svona í mánuðinum fyrir jólin. Þá vaknar allt af værum blundi og allt á að gerast en sofnar svo eftir þrettándan því þá er ekki varið í að ræða eldvarnir lengur.
Gangi þér vel í baráttunni
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.