Leita í fréttum mbl.is

Glitnis-myndband

Komið er á YouTube enn ein ræman um afkima íslenska viðskiptalífs. Að þessu sinni er fjallað um Glitni, en þetta kvað víst aðeins vera 1. hluti. Ýmsir athyglisverðir vinklar eru settir þarna fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://uk.youtube.com/watch?v=ryzSRYK4Pec&feature=user

Hluti II (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:03

2 identicon

Heill og sæll; Andrés !

Þakka þér; þessa þörfu, en ''óþægilegu'' samantekt, á lífsháttum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og þotuliðs hans.

Ekki að undra; að kappkosta þyrfti, á sínum tíma, að farga kaupfélögunum, sem kaupmönnunum á horninu, víðs vegar um land, til þess að Jóhannes og sonur, sem fylgisveimur þeirra, fengi notið sín.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Fl-GROUP

Rauða Ljónið, 3.10.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi mynbönd eru með fínni samntekt og sett saman í skiljanlegu samhengi.

Það sem gerir þau samt enn áhugaverðari er þeir aðilar sem þau fjalla ekki um því þarna er aðeins hluti af því liði sem skuldsetti hefur Ísland upp í rjáfur.  Það er meir að segja enn að hringja fólk í útvarpstöðvarnar sem finnst Björgólfur Thor vera best til þess fallinn að bjarga landinu úr ógöngunum.  Rétt eins og fólk hringdi í gegnum árin og þakkaði þeim Baugs feðgum fyrir að vera vinir litla mannsins í gegnum vöruverð þar sem þeir áttu verslanirnar bæði með lægstu og hæstu verðunum sem fundust.

Er einhver tlbúinn sð upplýsa hver stendur á bak við þessi myndbönd sem hafa verið að birtast á youtupe.

Magnús Sigurðsson, 4.10.2008 kl. 00:50

5 identicon

Mjög fróðlegt og afhjúpandi.

Næst ætti að gera myndband um náhirðina í kringum hið lifandi lík Baugs-samsteypunnar og afhjúpa málflutning þessara leigupenna Jóhannesar í Bónus og Jóns Ásgeirs. Þetta eru aðallega Hreinn Loftsson, Illugi Jökulsson, Reynir Traustason og Hallgrímur Helgason. Hjálmar póstur er kominn í skjól hjá ríkinu. Gunnar Smári er fallinn í ónáð og farinn að hrósa Davíð Oddssyni.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:48

6 identicon

„Brasking“ en ekki banking - en þetta hefur því miður verið fyrir augum fólks svo lengi og kurteisislegar ábendingar Dana og Breta verið túlkaðar af flestum sem öfund eða þekkingarleysi á sérstöðu Íslands og getu útrásarvíkinga.

En eins og Muhammed Obama forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum sagði fyrir stuttu (gömul sögn) að litlu skipti að setja varalit á svín; svín verði það áfram.

Er með nokkru móti hægt að ætla að þetta ástand hér komi fólki virkilega á óvart?

Orsökin er íslensk en þegar á meðalinu þurfti að halda þá var það ófáanlegt vegna ástands erlendis.

Það er dapurlegt að sjá og heyra hina og þessa, háa og lága skýla sér bak við undirmálslán í Bandaríkjunum.

Þetta er ekki flókið .... orsök og AFLEIÐING - en frændur okkar Danir vöruðu okkur jú við ... en var hlustað?

Þorgeir Þormóðsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:37

7 identicon

Þetta er rosalega svæsið !

Júrí (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:41

8 identicon

Júri

Já þetta er "rosalega svæsið", og það mætti gera annað myndband (video /movie)  með bandaeftirlitinu og fjármálaeftirlitinu og í því sambandi  hvernig eftrilitið var með Ávöxtun sf. Scandia og núna Glitni.

En Júri ert þú Gagarín?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 14:24

9 identicon

Júrí er ekki Gagarín . En gagnrýnin .

Júrí (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:04

10 identicon

Af hverju er ekki gengið á þessa menn og þeir látnir borga. Það er gengið á almenning þegar að hann stendur ekki í skilum með sín lán.

Þvílíkir þjófar!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:24

11 identicon

Sammála Rafni, þvílíkir þjófar að nota höfundarréttarvarið efni í svona áróðursmyndband.

Mér sýnist samt að réttlætið sé að bíta í skottið á þeim...

BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:42

12 Smámynd: K Zeta

"The Downfall" og allir skoða hvernig stríðið tapaðist en ekki hvernig var stofnað til þess.  Það er ljótt hvernig Davíð og hans hirð hafa komið slæmu orði á hægri pólitík og rekstur velferðarsamfélags.  Núna þegar allt er komið í þrot er reynt að kenna athafnamönnum um en ekki getuleysi stjórnvalda til að halda utan um leikreglur.  Aumkunarvert þegar fólk getur ekki skoðað hlutina hlutlægt og þarf að blanda persónum málefnin.  Hvar var 4 aflið þegar sérfræðingar utan úr heimi bentu á óreiðuna hérna?

K Zeta, 21.10.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband