2.11.2008 | 14:13
Bankaraunir
Egill Helgason bendir á furðulega ráðstöfun hjá Royal Bank of Scotland. Fyrir um þremur árum kom út skýrsla frá greiningardeild þessa banka, þar sem fjallað var um KB banka, sem svo var nefndur það misserið. Þar var varað við einu og öðru hjá bankanum, sem eftir á að hyggja átti sjálfsagt við fleiri banka hér á landi.
Á þeim tíma var þessari gagnrýni tekið víðs fjarri, ekki aðeins af bönkunum, heldur afgreiddu ýmsir fjölmiðlar aðfinnslurnar, sem hroðvirkni, áróður eða öfund! Stórfenglegast var þó að lesa grein í Fréttablaðinu hinn 27. nóvember 2005, þar sem höfundur lýsti af fágætum næmleik og skáldlegu innsæi hvernig þessi lélega skýrsla var búin til:
Taktfastur slátturinn í lestinni er svæfandi og tíminn líður hratt þegar maður er önnum kafinn. Tom Jenkins situr í lestinni og hamast við að klára síðustu kaflanna [svo!] í stuttri greiningu sem á að senda viðskiptavinum bankans. Veröldin þýtur hjá utan lestargluggans og tíminn líka. Hann verður að ná að klára þetta Lestin nálgast stöðina og hann lýkur við skýrsluna. Hefði kannski þurft að tékka nokkur atriði, en ákveður að setja punktinn aftan við og skýrslan er til. Hann finnur til feginleika um leið og hann bítur í neðri vörina og það er eins og hann verði skömmustulegur um stund. Síðan tekur straumur mannfjöldans hann með sér að næsta áfangastað.
Hver ætli sé skömmustulegur núna?
Sjálfur skrifaði ég forystugrein Blaðsins um þetta hinn 25. nóvember 2005. Mér sýnist að leiðarinn hafi elst furðuvel, þó hitt hafi að vísu komið á daginn að það var líkast til Kaupþing, sem stóð bankanna best að vígi.
Vafi um KB banka
Yfirleitt er litið svo á að heimskreppan mikla hafi hafist í New York hinn 29. október 1929, en menn gleyma því gjarnan að markaðurinn náði sér aftur á strik um hríð og um mitt næsta ár töldu flestir að niðursveiflan væri að baki. En undirstöðurnar voru veikar og það hrikti í stoðum fjármálastofnana. Hinn 11. desember 1930 komst einkabankinn United States Bank í þrot, en þó öðrum bönkum hefði verið í lófa lagið að koma honum til bjargar, höfðu hinir fínu bankamenn engan áhuga á því þar sem eigendurnir voru gyðingar. Þegar út spurðist að banki með svo voldugt nafn væri farinn á hausinn var ekki að sökum að spyrja: Á einni nóttu glötuðu allir bankar trausti almennings og kreppan hófst af alvöru og stóð í tæpan áratug.
Bankar eru hornsteinn efnahagslífsins og til þess að þeir geti gegnt hlutverki sínu þurfa þeir að hafa afar traustan fjárhag og bolmagn til þess að mæta áföllum. Fyrst og síðast þrífast bankastofnanir þó á trausti. Trausti almennings og annarra bankastofnana.
Að utan berast nú fregnir um að erlendar bankastofnanir efist um stjórn KB banka, að hann hafi tekið of mikla áhættu, m.a. með lánveitingum til skuldsettrar yfirtöku á fyrirtækjum og kaupum bankans sjálfs í þeim. Þá er vakin athygli á stærð bankans, hann sé ekki nógu stór til þess að geta forðast vandræði, en hann sé of stór til þess að íslenska ríkið geti hlaupið undir bagga með honum ef illa fer.
Hér er ekki um neinar bölbænir að ræða, en hinar erlendu bankastofnanir hafa augljóslega ríkar efasemdir um bankann, sem er ekki aðeins stærsti banki Íslands, heldur stór á evrópskan mælikvarða. Þær efasemdir munu óhjákvæmilega vekja efasemdir um aðra íslenska banka, hvernig sem þeim er stjórnað.
Íslenskir athafnamenn í útrás þekkja vel hvernig Baugsmálið hefur varpað skugga á önnur íslensk fyrirtæki á erlendri grundu. Vangaveltur af því taginu geta reynst fyrirtækjum afar erfiðar, en bönkum geta þær riðið að fullu.
Yfirmenn KB banka hafa með réttu bent á að hinar erlendu bankastofnanir hafi farið nokkuð geyst fram og nefnt dæmi um að þeir fari með meiri gætni, en þar var haldið fram. En á sama tíma geta þeir kennt sjálfum sér um. Þeir hafa ekki svarað ýmsum áleitnum spurningum um stöðu bankans eða eytt vafa um tilteknar ákvarðanir, fjárfestingar og viðskipti, sem ýmsum sögum fer af.
Slíkur vafi er óþolandi og KB banka ber að gera út um hann með hreinskilnum hætti, ekki aðeins vegna bankans sjálfs eða annarra íslenskra banka, heldur vegna íslensks efnahagslífs og orðspors landsins á alþjóðavettvangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2008 kl. 01:48 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert auðsjáanlega einn af mörgum erlendis og nokkrum hér á landi, sem vöruðu okkur við.
Það sem maður verður að spyrja sjálfan sig að núna er hversvegna Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands, viðskipta-, fjármála og forsætisráðuneytið, Alþingi og svo síðast en ekki síst fjölmiðlar gerðu ekkert á árunum 2006-2007?
Hversvegna var ekki hlustað á allar þessar viðvörunarbjöllur og ætlar virkilega enginn að axla ábyrgð af því?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 13:52
Góð upprifjun Andrés. Ég man vel eftir greininni í Fréttablaðinu (var það ekki Hafliði?) og svo leiðaranum þínum. Það var mikil afneitun gagnvart aðvörunum.
Sumir töldu ákveðnar aðvaranir vera hótanir en það er önnur saga. . .
Eyþór Laxdal Arnalds, 5.11.2008 kl. 22:48
athyglisvert í ljósi drottningarviðtals við sigurð einarsson í sjónvarpinu í dag! kveðja -b.
Bjarni Harðarson, 9.11.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.