Leita í fréttum mbl.is

Bullið á Bessastöðum

Útrásarvíkingarnir skoða góssið að Bessastöðum

Ég held að forsetinn sé endanlega búinn að spila út. Herra Ólafur Ragnar Grímsson er stakur bindindismaður, þannig ekki er unnt að kenna Bakkusi um þessa makalausu ræðu forsetans yfir sendimönnum erlendra ríkja, þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar, bæði sér og Íslandi til skaða og skammar. Gæti hugsast að hann hafi fengið taugaáfall í geðshræringu liðinna vikna þegar allir hans bestu vinir standa uppi auralausir og sumir ærulausir?

Vandinn felst vitaskuld í því að forsetinn hefur óáreittur fengið að reka eigin utanríkisstefnu undanfarin misseri, því þó þetta sé alvarlegasta bullið frá Bessastöðum til umheimsins er þetta fráleitt fyrsta útspilið af hálfu forsetans, sem hann hefur tekið upp á án samráðs við utanríkisráðuneytið. Það fær hins vegar að taka til eftir hann með misgóðum árangri.

Það má rétt vera að Íslendingar ganga ekki að öllum þeim vinum vísum, sem við töldum okkur eiga. Sumir hafa reynst okkur andsnúnir og margir þeirra eru hikandi gagnvart Íslandi. Er það vænlegt til árangurs að ráðast á þá með óbótaskömmum? Eða að rausa um hvað réttast væri að gera við Keflavíkurflugvöll? Það væri nær að forsetinn upplýsti þjóðina um það hvers vegna hans frábæru vinir á Indlandi og í Kína hafa ekki reynst tryggari og örlátari en raun ber vitni. Og hvað með hans hnattrænu tengsl til bandarískra auðmanna?

Hirðvæðing forsetaembættisins var hlægileg á sínum tíma. Erindrekstur forsetans og þjónkun við auðmenn og útrásarvíkinga var skammarleg. Ég nenni ekki einu sinni að minnast á ógeðið í kringum fjölmiðlalögin 2004, nema að þar tók forsetinn sér völd án ábyrgðar. Þá ömurlegu slóð er hann enn að feta, landi og þjóð til verulegs tjóns, nú þegar við síst megum við því.

Herra Ólafur Ragnar verður að þegja af sér. Ella á hann að segja af sér. Best færi á því að hann gerði hvort tveggja.


mbl.is Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar var ég feginn að forseti vor vaknaði upp og fattaði að vinir hans á einkaþotunni eru búnir að freyða kampavíninu. hann hefði átt að beina sínum tilmælum eingöngu að bretum en ekki hinum þjóðunum því Bretar settu okkur í flokk með hryðjuverkamönnum. ekki förum við að borga þessar skuldir auðmanna svo ef það dugar að rífa kjaft þá það

Guðrún (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:23

2 identicon

Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu réttilega er greint frá tölu ÓRG í norska vinstriblaðinu. En ef þetta er sannferðug lýsing þá hvarflar að manni að hann ÓRG hafi verið að reka utanríkisstefnu Seðlabanka Íslands við sendiherrana. Þaðan hefur nú verið horft til austurs eftir dögun undanfarið. Þótt það hafi svo reynst lánlaust athæfi — hingað til.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:42

3 identicon

Mér finnst bara allt í lagi þótt Ólafur hafi látið þá heyra það, sérstaklega norðurlandabúa. Sannleikurinn er sá að Evrópar er að gefa okkur puttan og við þurfum að leita annarra vina. Ég mæli reyndar með bandaríkjamönnum frekar en Rússum og myndi vilja taka upp Dollar, semja við USA um að verða helst fylki í USA eða a.m.k. verndarsvæði þeirra. Góður díll að losna við þennan klett og fá Ameríku í staðinn - Ljúka túrnum sem við hófum fyrir 1100 árum til vesturheims. Bless Evrópa!

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:00

4 identicon

Gaui, ertu búinn að gleyma að USA gaf okkur fingurinn fyrir löngu og ætlar ekki að aðstoða okkur í þeim erfiðleikum sem við Íslendingar horfumst nú í augu við? Strax og ljóst var hvert stefndi snéru þeir við okkur baki.

Agla Þyri

Agla (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Andrés Magnússon

Ég hef heimildir, sem ég tel óyggjandi, fyrir því að lýsingarnar á framferði forsetans séu ekki orðum auknar.

Andrés Magnússon, 12.11.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað með CAD? í Kanada flestir af nokkar skyldmenn og margir tala enn íslensku. Gífurlegar náttúruauðlindir [Evrópa steingeld. Og sameiginlegir hagsmunir margir [ sbr. fiskveiðar. Sterkur gjaldmiðill og friðsöm utanríkispólítík. Best væri víst að getum haldi fullu sjálfræði sem þjóð. Möguleiki sem er á undanhaldi eftir að ákveðnir íslenskir aðilar fóru að stefna að heimsyfiráðum á fjármálmörkuðum [í kjölfar hnattvæðingarinnar. Hvetja til hækkunnar innlánsvaxta þrýstir upp útlánsvöxtum sem eykur atvinnuleysi. Sérílagi óvinsælt hjá smáborgurum ESB.

Júlíus Björnsson, 12.11.2008 kl. 14:23

7 Smámynd: Sigurveig Eysteins

þAÐ ER VERIÐ AÐ NAUÐGA OKKUR ÚTI Í EVRÓPU, OG VIÐ ÞURFUM ALLA ÞÁ HJÁLP SEM VIÐ GETUM NÁÐ OKKUR Í, SVO ÉG SEGI ÁFRAM ÓLAFUR, ÞETTA ERU VARLA HEILAGAR KÝR ÞARNA ÚTI, ÞEIR HAFA BARA GOTT AF ÞVÍ AÐ LESIÐ SÉ YFIR ÞEIM, OG HANA NÚ.

Sigurveig Eysteins, 12.11.2008 kl. 14:26

8 Smámynd: Andrés Magnússon

Danir hafa ekki verið okkur fjandsamlegir, þó sumum kunni að þykja þeir fullhægfara. Þurfti virkilega að breyta þeim úr hikandi vinum í óvini? Það að dingla KEF framan í Rússana (til þess eins að sendiherra þeirra segi af hæversku, að þeir hafi ekkert þangað að gera) er síðan fullkomlega galið. Og hvers mátti aumingja japanski sendiherrann gjalda að fá þennan reiðilestur yfir sig frá forseta með nötrandi neðri vör?

Ætli forsetanum væri ekki nær að líta betur í eigin barm og bestu vina sinna vilji hann hafa uppi ásakanir um hverjir hafi reynst Íslandi verst?

Andrés Magnússon, 12.11.2008 kl. 14:37

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er vel skiljanlegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hvorki fugl né fiskur þessa stundina og á hún því að láta STRAX aðra sem hafa mikla reynslu á utanríkismálum um að bretta upp ermarnar og segja og gera það sem þarf. Fínt að nota forsetaembættið enda þar vanur pólitíkus á ferð sem veit hvernig kaupin gerast þarna úti í hinum stóra heimi.

Ólafur hefur það vægi sem þarf til þess að á hann sé hlustað og því á að nota karlinn sem mest. Það dugar ekkert lengur eitthvert hálfkák eins og búið er að vera síðustu vikurnar.

Það eru fáir Ísendingar með eins sterka alþjóðlega stöðu eins og Ólafur, það sem að hann segir er hlustað á og tekið mark á. Það er bara einfaldlega þannig og því á að nota karlinn 24/7 á meðan hægt er.

Senda hann á einkaþotu til Kína, Indands, Rússlands, Sádí Arabíu og fl. landa og láta hann ganga frá þessu lánamáli snarlega.

Það verður ekki gert úr þessu nema á topp level úr því sem komið er.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.11.2008 kl. 14:43

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef við viljum koma á framfæri kvörtunum, beiðnum eða skömmum við aðrar þjóðir þarf það að vera eftir réttum leiðum. Utanríkismál eiga sinn vettvang, heilt ráðuneyti.

En hvar er hægt að finna upplýsingar um tölu ÓRG, annars staðar en í þessari stuttu frétt Mbl? Maður er orðinn svo vanur því að þagað sé yfir öllu, en er ekki hægt að finna þetta einhvers staðar? Vita hvað hann raunverulega sagði.

Haraldur Hansson, 12.11.2008 kl. 14:48

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

í ljósi þess að ummæli Forsetans eru nú þegar komin í heimspressuna og þeim möguleika að hans einka-utanríkispólitík hafi stuðlað að velgengni  ákveðinna útrásaraðila til skamms tíma, þá vil ég hann ekki í utanríkisþjónustuna.  Hinsvegar finnst mér lögfróður Bjarni Ben. vel til þess fallinn.Sá er vinnur er vamms segir.

Júlíus Björnsson, 12.11.2008 kl. 15:10

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sá er vinur sem til vamms segir.

Júlíus Björnsson, 12.11.2008 kl. 15:12

13 identicon

Kom japanski sendiherran virkilega sérstaklega til landsins til að hlusta á Óla, eða var það bara varasendiherrann sem lenti í þessari uppákomu?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 15:57

14 identicon

gama væri að fá álit hjá þér, Andrés, á stöðu menntamálaráðherra í ríkisstjórn m.t.t. einkafjármála hennar og eiginmanns. Er ekki rétt að hún stigi til hliðar a.m.k. á meðan allt virðist vera á huldu um þau mál og fólk getur, kannski að ástæðulausu, efast um óhlutdrægni og heilindi? Eða fjármálaráðherra með sinn eignarhlut - sem við vitum ekki hve stór er - í Byr og í ljósi forsögu Byrs.

The Bigot (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:39

15 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við eigum engan "forseta", engan mann eða konu sem hefur skipstjórnarvald í efnahagslegu Halaveðri.

Benedikt Halldórsson, 12.11.2008 kl. 16:58

16 identicon

Andrés.  Ertu bara ekki svona reiður vegna þess Ólafur er að segja það sem 3/4 sjálfstæðismanna er að hugsa og Davíð hefði fyrir löngu sagt ef hann hefði leitt flokkinn.  Hvað sem annars má segja um Davíð þá er hann forystumaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:44

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur Ragnar var flottur í Kastljósinu í kvöld. Hann útskýrði sjónarmið sitt af myndarskap fyllstu kurteisi og  yfirvegun án þess að leggjast ráðvilltur á hnén eins og utanríkisráðherra. Ólíkt hafast þau að.

Ég þekki Geir ekkert en efast ekki um að Geir sé góður maður en hvort sem það er rétt eða ekki virkar hann á fólk sem ráðvilltur og verkkvíðinn.  Þegar hann hristir það af sér fær hann fólk með sér enda er hann geðugur. Ég myndi mæla með því að Geir og Ólafur myndu ýta allri gamalli pólitík til hliðar og vinna náið saman sérstaklega á þessum tíma. 

Sigurður Þórðarson, 12.11.2008 kl. 22:28

18 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hann Ólafur Grímsson var nú langt frá því að vera flottur í Kastljósinu Sigurður minn. Hann greip í það hálmstrá að segjast hafa tjáð hug, afstöðu og reiði íslensku þjóðarinnar á þessum fundi - snjall leikur í þröngri stöðu, en lygi engu að síður. Hann er alltaf að reyna að gera sig pólitískt gildandi og alltaf er ég jafnhissa á því hve stjórnmálamennirnir, sem ábyrgðina bera eru umburðarlyndir gagnvart kjaftæðinu í manninum.

Gústaf Níelsson, 16.11.2008 kl. 22:21

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hann þótti nú flottur þegar hann fræðimaðurinn þannig kynntur á erlendi grund [Við vitum jú hvað "the President" þýðir] í einkaerindum á eigin kostað vinnandi að útrás íslenskra kennitalna.  Sbr. Forseti Íslands má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnanna eða einkaatvinnufyrirtækja. Sumir segja að bera megi vald og stöðu forseta Íslands við Konung í landi með þingbundinni konugsstjórn. Hver toppar kollega sína?

Júlíus Björnsson, 17.11.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband