Leita í fréttum mbl.is

Hamarshögg

Hér heima hafa menn gætt sín á því að verða ekki of upprifnir yfir kaupum Björgólfs Guðmundssonar á West Ham United; sjálfsagt minnugir hrakfararinnar til Stoke. Aðrir hafa hins vegar gert því skóna að loksins kunni West Ham að eignast dáleglegan stuðningsmannahóp hér á landi. Sjáum til.

Hitt er annað mál að stuðningsmenn West Ham suður á Englandi þykja misgóður söfnuður. Ég man t.d. að fyrir um 20 árum átti gamall skólabróðir minn, Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri, beinlínis fótum fjör að launa úti í Lundúnum, þegar hópur af „hömrum“, fótboltabullum úr áhangandaahóp West Ham, gerði hrottalegan aðsúg að honum og nokkrum bekkjarsystkinum hans úr Guildhall School of Music and Drama.

Hér að ofan geta menn skemmt sér við að horfa á kvikmyndina Green Street/Hooligans sem greinir frá þroskasögu amerísks hobbita í slagtogi með West Ham bullum, sem eru meira en lauslega byggðar á liðsmönnum InterCity Firm, en svo nefna boltaberserkir West Ham sig. Það á ekki síður við um The Firm, þar sem Gary Oldman fór á kostum, en það má líka benda á aðrar ræmur um svipað efni þó West Ham sé ekki í aðalhlutverki, t.d. I.D. og Football Factory.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband