5.12.2006 | 00:46
Annan og Saddam
Breska útvarpið BBC tók Kofi Annan, hinn gerspillta fráfarandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, tali í dag og ræddi ástandið í Írak sérstaklega. Viðtalið hefur verið nokkuð fréttaefni, en lunga þess má lesa hér. Sérstaka athygli vakti svar Annans þegar hann var spurður hvort ástandið nú væri verra en á dögum harðstjórans Saddams Husseins:
I think they are right in the sense of the average Iraqis life. If I were an average Iraqi obviously I would make the same comparison, that they had a dictator who was brutal but they had their streets, they could go out, their kids could go to school and come back home without a mother or father worrying, Am I going to see my child again?
Og jæja. Í fyrra lífi hefur hann væntanlega hnyklað brúnirnar yfir hernaði Ítala í Abbyssiníu og síðan rætt um það hvílík gæfa það hafi verið fyrir ítalskar járnbrautarsamgöngur að Benito Mussolini skuli hafa komist til valda. En nú í þessu lífi stígur hann skrefið til fulls og heldur því fram að Saddam hafi borið öryggi og vellíðan þegna sinna sérstaklega fyrir brjósti!
Sami Saddam Hussein og beitti efnavopnum gegn eigin þegnum, beitti kerfisbundnum nauðgunum og pyntingum gegn ætluðum andstæðingum, fyllti fjöldagrafir, stóð í þjóðarmorði á Kúrdum, lét þyrlur úða benzíni yfir flóttafólk frá Karbala og kveikja í til þess að kenna uppreisnarmönnum shíta lexíu, lét ganga milli herbergja í spítala í Najaf og drepa alla sjúklinga og starfsfólk, lét nota helgidóma shíta sem miðstöðvar öryggislögreglunnar til nauðgana á konum sem körlum, beitti pyntingum á landsliðið í fótbolta þegar miður gekk í keppni, notfærði sér viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna til þess að herða heljartök sín á þegnunum, notað gjaldeyrinn sem fékkst af olíusölu og átti að nota til þess að kaupa mat og lyf til þess að reisa nýjar hallir og svo framvegis?
Nú er ástæðulaust að gera lítið úr dómgreindarskorti Kofi Annan, en í ljósi þess að sjálfur tengdist hann spillingunni í olíusölunni er kannski ekki skrýtið þó hann sakni gamla, góða Saddams.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2006 kl. 05:18 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Andrés! Það sem maðurinn er að segja er að þá var ástandið slæmt þegar illmennið Saddam stjórnaði landinu. En nú er það verra þegar Bush og co eru búnir að rústa landinu. Hvað ertu að reyna að réttlæta?Andrés! Það sem maðurinn er að segja er að þá var ástandið slæmt þegar illmennið Saddam stjórnaði landinu. En nú er það verra þegar Bush og co eru búnir að rústa landinu. Hvað ertu að reyna að réttlæta?
Erlendur Pálsson, 5.12.2006 kl. 09:23
Ég var hvorki að réttlæta eitt né neitt, heldur þvert á móti að vekja máls á því að þetta gerpi — sem hagnaðist á hörmungum írösku þjóðarinnar á valdatíma Saddams — skyldi leggja lykkju á leið sína til þess að ræða hvernig almennir borgarar í Írak hafi búið við umhyggju Saddams Husseins og hlýju hér áður fyrr.
Andrés Magnússon, 5.12.2006 kl. 10:27
Hvað sem líður Írak, Kofin Annan og olíusölu þá getur smá úrdráttur og copy paste stundum aukið skilninginn ... með leyfi forseta:
BBC: Var innrásin í Íraq 2003, án samþykki öryggisráðs sameinuðu þjóðanna, erfiðasta tímabilið í forseta tíð þinni?
Já
BBC: [ ]Í September, sagðir þú að það væri hætta á borgarastríði í Íraq.
Borgarstríði, Já
BBC: Fyrir nokkrum dögum, sagðirðu að þetta væri næstum því borgarastríð.
Já
BBC: Er þetta borgarastríð?
[...]Þetta er mjög flókin og erfið aðstaða, þar sem stríðandi fylkingar berjast um völd og stöðu í stjórn Íraks í framtíðinni.[...]
BBC: Er þetta borgarastríð?
Miðað við Líbanon og annað vesen sem við höfum kallað borgarastríð, þá er þetta verra.
BBC: [ ] Þú sagðir að: Stríð geti leitt til óæskilegra afleiðinga, skapað nýjar ógnir og hættur.Já það er leiðinlegt að þetta þurfti að fara svona.
BBC: Voru þetta mistök? Sumir Írakar segja að lífið sé verra en það var þegar Sadam ríkti.
"I think they are right in the sense of the average Iraqis life. If I were an average Iraqi obviously I would make the same comparison, that they had a dictator who was brutal ..." [og beitti efnavopnum gegn eigin þegnum, beitti kerfisbundnum nauðgunum og pyntingum gegn ætluðum andstæðingum, fyllti fjöldagrafir, stóð í þjóðarmorði á Kúrdum, lét þyrlur úða benzíni yfir flóttafólk frá Karbala og kveikja í til þess að kenna uppreisnarmönnum shíta lexíu, lét ganga milli herbergja í spítala í Najaf og drepa alla sjúklinga og starfsfólk, lét nota helgidóma shíta sem miðstöðvar öryggislögreglunnar til nauðgana á konum sem körlum, beitti pyntingum á landsliðið í fótbolta þegar miður gekk í keppni, notfærði sér viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna til þess að herða heljartök sín á þegnunum, notað gjaldeyrinn sem fékkst af olíusölu og átti að nota til þess að kaupa mat og lyf til þess að reisa nýjar hallir og svo framvegis?] " ... but they had their streets, they could go out, their kids could go to school and come back home without a mother or father worrying, Am I going to see my child again? ... tilvitnun lokið.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 10:32
Einmitt í þessu felst falsið hjá Annan, íraskir borgarar (nema helst í Tikrit) gátu alls ekki verið vissir um hverjir kæmu heim í kvöldmat. Saddam lærði mikið af þeim félögum Stalín og Maó um stanslausar ofsóknir, handtökur og aftökur — bara á einhverjum — til þess að halda lýðnum í greipum óttans.
Andrés Magnússon, 5.12.2006 kl. 10:44
Sæll Andrés.
Kofi talar um eftirfarandi: "Ástandið er svo slæmt að af tvennu illu er einræðisstjórn harðstjóra skárri en algjört stjórnleysi og hömlulaust ofbeldi"En þú ákveður að túlka orð Kofi á eftirfarandi hátt: "Íbúar bjuggu við umhyggju og hlýju Saddams hér áður fyrr"
Andrés, í stað þess að snúa úr orðum hans býrðu bara til ný orð. Þessi málflutningur þinn er algjörlega út í hött.
Karl F. Thorarensen (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 11:34
Ég er algerlega sammála þér Andrés að Saddam er með verstu fólum sem gengið hafa á þessari jörð og skelfilegt til þess að vita að kaninn studdi hann til valda á sínum tíma. En á síðust 4 árum hefur aldrei í sögu landsins orðið annað eins mannfall og það er eftir að innrásin hófst. Vandamálið í dag er hversu skelfilega hefur verið staðið að því að koma Saddam frá völdum með offorsi, ofstæki og öfgum sem verður líklega minnst sem einu af ömurlegasta stríði allra tíma. Það sorglega gagnvart okkur er að við sem íslendingar eru meðal þeirra sem studdum þessa skelfingu og því með flekkað mannorð.
Erlendur Pálsson, 5.12.2006 kl. 13:25
Fyrir utan taktík eins og að tala um "hinn gerspillta Kofi Annan" án þess að nokkru sinni koma með rök fyrir því af hverju hann eigi skilið slíkar nafnbætur.
Elías Halldór Ágústsson, 5.12.2006 kl. 18:24
Sæll Andrés! Hef oft haft gaman af að lesa pistla þína í blöðum, en heldur finnst mér standardinn lægri í þessum pistli. Þú ert greinilega mikið á móti Kofi Annan, uppnefnir hann "gerpi" og fullyrðir að hann hafi hagnast á "hörmungum Írak. Ég skoðaði Wikipedia síðuna sem þú vísaðir til sem heimild fyrir tengslum Annan við spillingu tengda olíusölunni, en þar kemur barasta ekkert fram um að hann hafi hagnast á þessu eða yfir höfuð að sannast hafi ásakanir á hendur honum. Ég þekki manninn ekki og ætla ekki að fullyrða eitt né neitt um þetta mál, en þú sem blaðamaður hlýtur að hafa vissu fyrir þínu máli og getað skýrt betur af hverju Kofi Annan á skilið þessa dómhörku.
Einar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 22:50
Mér datt nú ekki í hug að ég þyrfti að fara að stafa það ofan í mannskapinn hvernig Kofi Annan var staðinn að verki með kámugar lúkurnar, enda rétt liðlega ár síðan þessi mál voru í hámæli. Mark Steyn skrifaði raunar skemmtilega samantekt um þau í Telegraph um það leyti.
Málið hófst auðvitað löngu áður, en lengst af var Annan ekki til viðræðu um að eitthvað væri að og neitaði að svara spurningum. Þegar þær urðu ærandi skipaði hann rannsóknarnefnd Pauls Volckers og neitaði að ræða málið vegna þess að rannsóknin væri í gangi. Og þegar henni lauk neitaði hann að ræða málið vegna þess að málið væri búið!
Fyrst og fremst hafa menn beint augunum að Kojo Annan, syni framkvæmdastjórans, en um það er ekki deilt að hann notfærði sér stöðu föður síns til þess að hagnast umtalsvert. Kofi neitaði lengst af vitneskju, en það stenst varla. Bróðir hans Kobina Annan, sendiherra Ghana, tengdist málinu líka og listinn yfir vini og kunningja Kofis er lengri.
Og svo það ímyndi sér enginn að hér ræði aðeins um eitthvað klink er rétt að hafa í huga að þessi klíkukontór Kofis vélaði með 7.500.000.000.000 krónur, sjö og hálfa trilljón króna.
Sjálfstæði skrifstofu framkvæmdastjóra S.þj. reyndist vera einn helsti Þrándur í Götu rannsóknarinnar, það er í raun enginn yfir hann settur og völdum embættisins fylgir engin hliðstæð ábyrgð. Eins virkaði það hvetjandi á spillinguna að verkefnið átti að standa undir sér sjálft með því að taka prósentur af olíugróða Saddams. Það var svo ekki til þess að auðvelda málið þegar starfsmenn hans gerðust ótrúlega iðnir við að eyða skjölum, svona óvart. En jafnvel eftir að upp komst og fyrirskipað var að varðveita öll skjöl áfram héldu menn áfram að tæta. Eins sendi skrifstofan bréf til verktaka, þar sem þeim var skipað að halda sér saman, ekki var farið eftir eigin starfsreglum skrifstofunnar, sem þó voru engan veginn í stífara lagi og þar fram eftir götum. Allt í kringum hann hafa menn reynst vera sekir um alls kyns þjófnaði, en það hefur reynst þrautin þyngri að negla Kofi. Hann hefur viljað líta á suma þætti niðurstöðu Volcker-rannsóknarinnar sem sýknu, en aðrir voru nú ekki á því. Volcker sjálfur var einn þeirra og sagði að sannanir hefðu ekki fundist og gegn eindreginni neitun karlsins væri lítið hægt að aðhafast. En hann hefði átt að vita og hefði átt að spyrja spurninga. Vörn hans byggðist sumsé á því að hann hafi verið sofandi undir stýri.
Það var almælt á sínum tíma að rannsóknin stýrðist af fyrirfram gefnum niðurstöðum og hún var raunar svo skrýtin á köflum að tveir rannsóknararnir sögðu af sér. Á endanum vakti hún fleiri spurningar en hún svaraði, en ríkisstjórnir heims létu gott heita gegn því að Kofi sæktist ekki eftir endurkjöri í embættið.
Svo má auðvitað gagnrýna leyndina og pukrið í kringum rannsókn Volckers og félaga. Öll viðtöl voru tekin fyrir luktum dyrum og nánast engar heimildir eða undirliggjandi skjöl voru birt. Í því samhengi gætu menn tekið Cole-rannsóknina í Ástralíu sér til fyrirmyndar, en mér sýnist að þar setji menn nánast hvert snifsi á netið.
En svo er auðvitað fleira, sem menn hafa fundið Annan til foráttu og má benda á nýlega grein í Sunday Times um þau efni.
Andrés Magnússon, 6.12.2006 kl. 02:54
Sæll gamli. Ef ég gerði þér þann greiða að skrifa blaðagrein til að svara þessum heiftúðugu stóryrðum þínum, myndi ég vafalaust velja henni fyrirsögnina Barry Manilow íslenskrar blaðamennsku. Ég veit að þungarokkara eins og þér þykir fátt verra en að vera líkt við Barry en þannig koma skrif þín mér fyrir sjónir. Útúrsnúningur þinn úr ummælum Kofi Annan um Íraksstríðið og sú fráleita túlkun að hann sé að mæla stjórn Saddams bót, er ekki svaraverður enda áttu þér enga fylgismenn í þessum málflutningi, nema ef vera skyldi í einstaka oftækist trúaarsöfnuði í Bandaríkjunum og mjög fáum þáttum á Fox sjónvarpsstöðinni. Ertu kannski genginn í Krossinn og farinn að prédika á Omega? Spyr sá sem ekki veit. Útaf fyrir sig skil ég beiskju þína yfir því að átrúnaðargoð þitt George W. Bush hafi reynst ósannindamaður og skósveinn hans Donald Rumsfeld hreinræktað fífl. Andrés, það er ekkert að því að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. Richard Perle, Svarti riddarinn og langflestir "neconarnir" eru búnirað viðurkenna að þeir höfðu rangt fyrir sér. Þú hins vegar ætlar að halda áfram að rangla fram og aftur blindgötuna og þráskallast við að halda því fram að eftir á skýringin að innrásin í Írak hafi verið gerð til að steypa illmenni af stóli, hafi verið raunverulega ástæða innrásarinnar. Andrés skýringin á innrásinni er kannski ekkert merkilegri en sú að Bush yngri vildi klára verk sem Bush eldri kláraði ekki, að koma Saddam frá. Það hefði verið þjóðþrifaverk ef rétt hefði verið að því staðið, en Kofi Annan og flestir skynsamir menn fullyrða að ástandið sé sennilega verra en undir Saddam. En Andrés minn, þurfti virkilega snilling til að sjá það að allt færi í bál og brand í Írak ef lögreglan og herinn yrðu lögð niður og allir ríkisstarfsmenn (allir í Baath flokknum) reknir? Ég ætla ekki í rökræður við þig um hvort sé verra pestin eða kóleran, en ef það var réttlætanlegt að ráðast á Írak til að steypa Saddam Hússein, af hverju þá ekki að ráðast á Sýrland, Íran og um fram allt Norður-Kóreu? Viltu það Andrés? Og fyrst við erum farnir að tala um vargöld og véöld: Af hverju þá ekki að grípa til vopna í Darfur og stoppa þjóðarmorð? Eru einu illmennni sem reka má á frá völdum, illmenni sem ríkja í löndum þar sem Bandaríkin eiga ríka oíuhagsmuni?Verður þér ekki bumbult þegar þú sérð og heyrir Bush tala um hve valdaræninginn og einræðisherrann Musharaff í Pakistan sé mikilvægur bandarmaður í alheimsbaráttunni fyrir lýðræði? Stóryrði þín um að Kofi Annan sé gjörspilltur eru út í hött. Það mætti hafa langt mál um oil for food og ábyrgð Öryggisráðsins á því máli en sannleikurinn er sá að eftir rándýra rannsókn þar sem allt var gert til a koma höggi á Kofi, stóð ekki steinn yfir steini. Það er svo annað mál að svo virðist sem fjölskylduharmleikur hafi orðið í Annan fjölskyldunni Andrés þú ert góður drengur og mér er hlýtt til þín.( Sönnun þess: ég hef aldrei sýnt neinum myndirnar sem ég á af þér að dansa tangó við Agnesi Bragadóttur.) Þess vegna þykir mér sárt að sjá að þú ert ennþá að berja hausnum við steininn og mæla þessu fáranlega Íraksstríði bót og notast enn við röksemdafærslu neo-conna sem flestir hafa skipt um skoðun.Ekki sitja eftir eins og nátttröll a la Barry Manilow. Dagar Copacaban eru liðnir, þetta er ekki lengur saungur tímans. Rock on, Andrés. Bestu kveðjur, Árni Snævarr
Árni Snævarr (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 10:29
Hvaða hvaða, Barry á nú sína spretti. Mandy er til dæmis fínasta lag....
Gunnar Val (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 14:22
Sæll Andrés
Það er vandfundinn vinkillinn sem maður á að taka á svona skrif eins og maður sér frá þér hér.
Að uppkalla Annan gerpi hjálpar varla málflutningi þínum. Á móti skil ég vel að það er erfitt að verja feikivondan málstað.
Það að þú notir gamla trikkið, að þeir sem benda á að Íraksinnrásin hafi verið mistök sé sjálfkrafa stuðningsmenn Saddams, sýnir röksemdaskortinn sem þú býrð við þegar að þessu máli kemur.
Svo er auðvitað gaman að benda á það að Saddam notaði efnavopnin með vitund og að undirlagi Bandaríkjamanna sem svo notuðu neitunarvald sitt hjá SÞ til þess að koma í veg fyrir fordæmingu á þeim verknaði.
En burtséð frá undanfara þessarar innrásar þá er það ekki bara Annan sem heldur því fram að þarna sé borgarastyrjöld heldur hafa allir málsmetandi fjölmiðlar tekið það upp sem og áhrifamenn í bandarískri pólitík.
En kannski finnst þér það ekki skipta máli og vilt bara einblýna á það að gott hafi verið að losa heiminn við vonda menn. En hvert myndi það leiða? Hvert á að fara næst? Á að ráðast inn í öll þau lönd þar sem "vondir" menn eru við völd, jafnvel þó svo það kalli yfir þjóðirnar sem þar búa meiri hörmungar? Og hver á svo að skilgreina hverjir eru vondir menn?
Þetta eru hinar raunverulegu spurningar.
Það styður engin heilvita maður einræðisherra útí í heimi en oftast þarf real pólitík að víkja fyrir þessari óbeit valdsnýð. Ástandið yrði nefnilega sínu verra ef Bandaríkin stæðu í hernaði í 3 hverju ríkið í heiminum.
Eða hvað?
Þorleifur Örn Arnarsson
Þorleifur Örn Arnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 19:36
Það er merkilegt að lesa þessar athugasemdir Árna og Þorleifs, því þeir eyða mestu rými í að býsnast yfir því að ég sé enn að verja hernaðaraðgerðir í Írak. Ég gerði ekki neitt slíkt í þessu skrifi mínu, en hver veit nema þær verði til þess að ég geri það. Sjáum til.
En ég fer ekki ofan af því að Kofi Annan hafi hrækt á fórnarlömb Saddams Hussein með því að fjalla sérstaklega um hvað öryggi borgaranna undir harðstjórn hans hafi verið frábært. Með því er ég ekki að gera lítið úr hörmungarástandinu víða í Írak um þessar mundir, en menn mega þá ekki gleyma því hverjir eru að úthella blóði þar. Eða hver stóð í kerfisbundnum fjöldamorðum þar áður fyrr.
Ég átta mig ekki alveg á því hví sumir eru svo viðkvæmir fyrir einkunninni gerpi, sem ég gef Kofi. Gerpi þýðir aðeins lítill garpur og mér finnst það afar viðeigandi fyrir náunga eins og hann, sem að minnsta kosti lokaði augunum fyrir glæpastarfsemi fjölskyldumeðlima og næstráðandi í hans nafni, en ég tel raunar ljóst af tilvitnuðum heimildum að hafi verið viðriðnari málið en svo. En vitaskuld er það fjölskylduharmleikur þegar faðir hengir son sinn út til þerris með þessum hætti. Og rannsóknin dýra var kattarþvottur, eins og best sést á því að gögnin eru öll harðlæst ofan í skúffu.
En ætli það sé eina dæmið um landlæga spillingu og hræsni meðal silkiklæddra mandarína alþjóðastofnana heimsins? Eða samtryggingu diplómatíunnar. Ísland úr SÞ!
P.S. Ég fækka innsendum athugasemdum Árna aðeins, í æsingnum hefur hann sent sama tóbakið inn þrisvar.
Andrés Magnússon, 6.12.2006 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.