Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaröryggið og Alþjóðamálastofnun

Í vefdagbókarfærslu síðastliðinn mánudag gerði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, stólpagrín — á sinn hátt — að viðtali í Pólitíkinni á Stöð 2 við Silju Báru Ómarsdóttur, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, sem var sent út liðinn laugardag. Og eins og Björn vitnar í á vef sínum var þetta auðvitað óttalegt raus hjá henni og bætti engu við umræðuna, sem hér á landi má varla við frekari fáfræði og þvælu. Björn segir:

Þegar þessi texti er lesinn, er ekki unnt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að höfundur hans hafi ekki minnstu hugmynd um öryggis- og varnarmál. Raunar er kannski ekki við því að búast hjá stofnun, sem kennd er við alþjóðamál og hlýtur samkvæmt þessu að vera að sinna einhverju öðru en öryggis- og varnarmálum.

En þetta er ekki alls kostar rétt hjá Birni, því Silja Bára hefur þvert á móti sérhæft sig í öryggismálum. Þannig flutti hún t.d. fyrirlestur við Akureyrarháskóla í apríl 2004 um „feminískar aðferðir í alþjóðastjórnmálum“. Í kynningunni á fyrirlestrinum má finna þetta gullkorn:

Sú raunhyggjustefna sem mótar grundvöll umfjöllunar um öryggismál er byggð á karllægum gildum, eins og t.d. því að gerður sé greinarmunur á lögmætu og ólögmætu ofbeldi.

Ójá, í hennar heimi er enginn munur á árásarmanni og fórnarlambi …ef fórnarlambið skyldi leyfa sér að grípa til sjálfsvarnar! Hér hlýtur að vera fundinn þjóðaröryggisráðgjafi kaffibandalagsstjórnarinnar, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hótar þjóðinni æ oftar í þingræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Þessi pistill þinn virðist líka byggður á "karllægum gildum", þú tekur ekki nægjanlegt tillit til reynsluheims kvenna í þessum pistli. Það er leitt, nú þegar gildismat fólks virðist fara eftir því, hvort um sé að ræða karl eða konu. Til dæmis eru formenn flokka sjarmerandi, út frá kvenlægu- og Marðarlegu sjónarmiði, ef þeir hrauna yfir flokk sinn og kalla félaga hans fífl, en ruddar, segi karlmaður sama hlutinn. Já, það er vandlifað í henni veröld.

Snorri Bergz, 7.12.2006 kl. 11:29

2 identicon

Ég sé ekki alveg hvað er svona vitlaust við það sem Silja sagði.  Þurfum við ekki að komast að því hvað við viljum og þurfum áður en eytt er hundruðum miljóna?  Hrokinn hjá Birni er ótrúlegur og í staðinn að útskýra hvað sé svona vitlaust (og deila með okkur hinni miklu visku sinni) þá kemur hann bara með ómerkilegt skítkast.

Eru öryggis- og varnarmál ekki alþjóðamál eins og heimurinn er í dag?


Það er látið eins og Silja sé einhver vitleysingur, en ég man eftir að hafa séð hana á kosningavöku Stöðvar tvö fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og talaði þar af miklu meira viti en einn uppáhaldsdrengur hægrimanna, Ólafur Teitur sem þóttist auðvitað hafa mikið vit á málinu.

Guðbjörn (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband