8.12.2006 | 11:59
Fjör í fjölmiðlun
Það er stormasamt í blaðaheiminum þessa dagana. Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Blaðsins, staðfesti það á starfsmannafundi hér í morgun, sem við höfðum raunar heyrt í morgunfréttum RÚV, að hann hefði sagt upp ritstjórastöðu sinni. Hann bloggaði svo sjálfur um þetta, en áður hafði Steingrímur Sævarr Ólafsson vikið að þessu, en Reynir Traustason hafði skúbbað málið í gær.
Uppsögnin vekur vitaskuld fleiri spurningar en hún svarar, en sem innanbúðarmaður hér á Blaðinu ætla ég að geyma mér að ræða innri málefni þess. Þegar þetta er ritað er það enda nánast allt á vangaveltustiginu.
En það er ljóst að fjölmiðlafjörið verður mikið á næstunni. Nákvæmlega hvað Sigurjón ætlast fyrir er enn á huldu, en það er bæði rætt um að hann hyggist stofna glænýtt dagblað og eins að hann eigi að taka hræið af DV og gera að 7 daga dagblaði, sem gæti hæglega veitt Blaðinu harða samkeppni. Ég veit ekki hvað svona skvaldur er ábyggilegt. Sagt er að Sigurjón hafi tekið ákvörðun sína á ferð í Kaupmannahöfn um daginn; gæti ég þá ekki allt eins fabúlerað um að auðvitað muni hann taka til við að ritstýra næsta blaði Mediafonden í Hollandi eða Belgíu? Það væri a.m.k ekki fráleitt í ljósi þess að Sigurjón er með heillangan uppsagnarfrest og Ár og dagur, útgáfufélag Blaðsins, gæti sett lögbann á störf hans fyrir keppinauta Blaðsins á þeim tíma og jafnvel lengur eftir því sem klásúlurnar í samningnum kveða á um. Má benda á nýfallinn hæstaréttardóm í máli Opinna kerfa í því samhengi.
Hvað sem því líður verður athyglisvert að sjá hvert Sigurjón sækir fjármagnið, sem þarf til þess að ýta nýju eða endurreistu blaði úr vör. Hann segir að 365 og Árvakur séu ekki í spilunum, en það gæti vel þýtt að Baugur kæmi við sögu. Og ef ekki Baugur þá eitthvert af dótturfyrirtækjum hans, líkt og það sem heldur Jóhanni Haukssyni úti á Útvarpi Sögu eða gefur út tímarit í samkeppni við 365 (sem aftur gæti verið skoðunarvert af Kauphöllinni eða einhverjum eftirlitsapparötum). Í því samhengi er rétt að benda á nýlegar bloggfærslur Páls Vilhjálmssonar um skyld efni. Og kannski maður ætti að líta sér nær í leit að peningaslóðinni. Og er minn gamli bekkjarbróðir Árni Hauksson ekki með eitthvert reiðufé í höndunum þessa dagana?
Þetta þarf hins vegar allt að skoða í samhengi og varðar ekki einungis framtíðaráform Sigurjóns. Það er ljóst að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið ætla að spýta í byssuna á næstunni og mér skilst að Viðskiptablaðið hafi lokið fjármögnun nýrrar sóknar, þar sem útgáfudögum verður fjölgað og fréttafókus þess ekki aðeins á viðskiptalífinu. Svo skilst manni að Sigríður Dögg Auðunsdóttir sé að fara stofna vikurit. Hvaðan henni koma fjármunir til þess eða annað verður svo fróðlegt að sjá.
Hvað sem verður er ljóst að það er mikið stuð framundan í bransanum.
![]() |
Hræringar á blaðamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 406080
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.