Leita í fréttum mbl.is

Hvað á barnið að heita?

Það skortir ekki á vangavelturnar um næsta áfangastað ritstjórans Sigurjóns M. Egilssonar. Þeir Reynir Traustason, Steingrímur Sævarr Ólafsson, Pétur Gunnarsson og Guðmundur Magnússon hafa allir skynsamlegar bollaleggingar fram að færa um málið og næsta réttar í aðalatriðum. En svo eru auðvitað alls kyns smáatriði og núansar, sem ekki eru jafnljósir, enda margir endar ennþá lausir.

Þó Sigurjón muni vafalaust þiggja aðstoð Jónasar Kristjánssonar skyldi enginn velkjast í vafa um að sme verður einráður kapteinn á skútunni. Formúlan verður enda gamalkunn, þetta verður síðdegisblað af gamla skólanum, prentað undir hádegi. Fréttastefnan ágeng að hætti gamla Dagblaðsins (DB) og Vísis, en á ekki að fara yfir mörkin. Svo munu menn vafalaust lesa sitt í eignarhaldið, sem sjálfsagt verður ekki til þess að lægja öldurnar innan 365, þar sem Pálmi Haraldsson í Fons er farinn að bjóða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni byrginn. Í þeim átökum munu ýmsir hluthafar í 365 vera farnir að spyrja hvernig standi á því að Jón Ásgeir, sem er ráðandi hluthafi í 365, sé jafnframt aðaleigandi miðla í beinni samkeppni við miðla 365. Við endurreisn DV sem dagblaðs utan vébanda 365 mun það varla róa mannskapinn og jafnvel kalla á athygli eftirlitsaðila.

En hvað á barnið að heita? Menn telja að eftir allt sem á undan er gengi taki „brandið“ DV orðið mið af upphaflegri merkingu orðsins, að það sé brennimerki. Og þá eru góð ráð dýr. Íslenskir fjölmiðlar gegna ekki jafnfrjálslegum nöfnum og tíðkast ytra, Boðberinn (Herald), Sólin (Sun) og Vörður (Guardian) klingja ekki fullkomlega á íslensku, en sme er þekktur fyrir gæðaprófa fyrirsagnir með því að syngja þær að hætti blaðasala fyrri ára. Við sme ræddum þetta aðeins áðan og mér heyrðist hann skotnastur í að kalla blaðið Tímann eða Dag. Er mér að vita þó ekki eitt framsóknarbein í drengnum.

Þá er bara að sjá hvort Sigríður Dögg Auðunsdóttir lætur vaða á Helgarpóstinn, Pressuna eða Nýjan stjórnvitring þegar kemur að því að nefna vikublaðið hennar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Baldursson

Mér sýndust þið vera með þetta. Ætlið þið að ger'itta?

Halldór Baldursson, 9.12.2006 kl. 02:15

2 identicon

Verður barnið ekki að heita "NúTíminn" eða eitthvað slíkt?

Hjörtur (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 17:16

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Tja, sme sagði mér það og glotti við tönn, að vinnuheitið á pappírnum væri NT!

Andrés Magnússon, 10.12.2006 kl. 22:36

4 identicon

Hin gagnmerku nöbbn Alþýðublaðið, Vikublaðið og Þjóðviljinn hafa nokkuð lengi legið óbætt hjá garði...

SHH (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 08:53

5 Smámynd: Andrés Magnússon

Vinir mínir á Vef-Þjóðviljanum hafa auðvitað haldið lífi í því nafni og síðan bíður Alþýðublaðið þess auðvitað að Hrafn Jökulsson endurreisi það einn góðan veðurdag. Ég mun ekki bregðast forsetanum í þeirri herför þegar þar að kemur og treysti því að SHH geri það ekki heldur. En Vikublaðið má hver sem er hirða mín vegna.

Andrés Magnússon, 12.12.2006 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband